Haustmót LSÍ

Lilja Lind Helgadóttir

Eins og áður hefur verið auglýst verður Haustmót LSÍ haldið þann 4. Október n.k.

Keppnisstaður verður Sporthúsið Kópavogi.

Skráningar óskast sendar í heild frá Íþróttafélögum sem eru sambandsaðilar að LSÍ fyrir miðnætti (kl. 24.00)  fimmtudaginn 2. október á netfangið lsi@lsi.is.

Keppni hefst kl. 13.00 en vigtun hefst venju samkvæmt tvemur tímum fyrr og lýkur kl. 12.00.

Keppnisgjald er kr. 1.000 á hvern keppanda og óskast greitt um leið og skráning fer fram inn á reikningsnúmer 311-26-2992 kt. 430275-0119.

Úrslit frá Íslandsmeistaramóti Unglinga

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram á Akureyri helgina 30.-31. Ágúst í umsjón Kraftlyftigafélags Akureyrar. Sautján keppendur voru mættir til leiks frá fjórum lyftingafélögum.
Hópurinn á Akureyri
Heildar úrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-2014

Ef einhverjir eiga myndir frá mótinu meiga þeir endilega senda þær á lsi@lsi.is

Á fyrri degi mótsins kepptu fjórir heimamenn í flokkum 17ára og yngri:

+69kg flokki meyja voru þrjár stúlkur:
1. Fríða Björk Einarsdóttir KFA (56/65)
2. Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA (45/60)
3. Elíngunnur Anna Sigurðardóttir KFA (40/50)

-69kg flokkur drengja var einn keppandi
1. Magni Hjaltason KFA (35/35)

Á seinni degi mótsins voru nokkuð fleiri keppendur, í kvennaflokki lyftu fjórar stúlkur og bestum árangri náði Lilja Lind Helgadóttir LFG. Hún lyfti nýjum íslandsmetum í -75kg flokki kvenna og reyndi síðan við ný norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 20 ára og yngri. Hún stóð upp með 102kg í jafnhendingu en náði ekki að halda því upp fyrir haus, í snörun klikkaði hún á bæði 80 og 83kg en var komin í lás með báðar lyfturnar þegar hún missti þær aftur fyrir sig.

Sólveig Sigurðardóttir LFG og Freyja Mist Ólafsdóttir LFR voru í mikilli keppni um 2.sætið í Sinclair og fór það svo að aðeins hálft stig skildi þær að, fjórða var síðan Auður Ása Maríasdóttir sem átti gott mót. Sólveig setti tvö unglingamet í snörun og tvö unglingamet í samanlögðum árangri.

-63kg flokkur stúlkna
Sólveig Sigurðardóttir LFG (61/75)

-69kg flokkur stúlkna
Freyja Mist Ólafsdóttir LFR (65/80)

-75kg flokkur stúlkna
Lilja Lind Helgadóttir LFG (75/96)
Auður Ása Maríasdóttir LFG (58/77)

Í piltaflokk 20 ára og yngri var keppnin mjög hörð bæði í einstökum flokkum sem og heildarkeppninni. Á endanum voru það þrír keppendur sem börðust um stigahæsta lyftingarmanninn Hilmar Örn Jónsson FH endaði sem stigahæsti keppandinn eftir magnaða bætingarlyftu í jafnhendingu 140kg. Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR varð annar á stigum í heildarkeppninni með mjög góðum bætingum í snörun 105kg (íslandsmet) og jafnhendingu 128kg sýndi frábæra keppnishörku með því að lyfta 128kg eftir að hafa fengið 127kg ógilt, hann á íslandsmet í samanlögðum árangri u20 eftir mótið 233kg. Þriðji var síðan Guðmundur Högni Hilmarsson en hann bætti nýsett met Högna í snörun þegar hann lyfti 106kg í þriðju og síðustu tilraun. Jafnhendingin gekk ekki eins vel að þessu sinni en hann náði ekki að klára 130kg í annari og þriðju tilraun. Þriðji maðurinn í -85kg flokki Hinrik Ingi Óskarsson náði því miður ekki gildri lyftu en hann reyndi við nýtt met 107kg í sinni þriðju og síðustu tilraun.

Hilmar Örn Jónsson FH setti þrjú met í -105kg flokki í snörun og tvö í jafnhendingu og samanlögðum árangri þegar hann lyfti mest 115kg í snörun og 140kg í jafnhendingu. Stefán Velemir FH setti nýtt íslandsmet í snörun 111kg og samanlögðum árangri 239kg í +105kg flokki.

-77kg flokkur pilta
Snorri Björnsson LFR (87/111)

-85kg flkkur pilta
Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR (105/128)
Guðmundur Högni Hilmarsson LFR (106/126)
Hinrik Ingi Óskarsson LFR (-/-)

-94kg flokkur pilta
Jón Elí Rúnarsson LFR (102/127)
Stefán Ingi Jóhannesson LFR (105/115)
Vignir Valgeirsson LFG (87/110)

-105kg flokkur pilta
Hilmar Örn Jónsson FH (115/140)

+105kg flokkur pilta
Stefán Velemir FH (111/128)

 

Íslandsmeistaramót Unglinga: skráningarlisti

Skráningu er lokið fyrir íslandsmeistaramót unglinga sem fram fer á Akureyri dagana 30.-31.Ágúst.

Keppendur 17 ára og yngri keppa á laugardeginum, og 20 ára og yngri á sunnudeginum.

Konur
Nafn Félag Flokkur Þyngdarflokkur
Sólveig Sigurðardóttir LFG U20 -63kg
Freyja Mist Ólafsdóttir LFR U20 -69kg
Lilja Lind Helgadóttir LFG U20 -75kg
Auður Ása Maríasdóttir LFG U20 -75kg
Fríða Björk Einarsdóttir KFA U17 og U20 +75kg
Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA U17 +75kg
Elíngunnur Anna Sigurðardóttir KFA U17 +75kg
Karlar
Nafn Félag Flokkur Þyngdarflokkur
Darri Már Magnússon KFA U20 -56kg
Magni Hjaltason KFA U17 -69kg
Stefán Ernir Rossen KFA U20 -77kg
Snorri Björnsson LFR U20 -77kg
Guðmundur Högni Hilmarsson LFR U20 -85kg
Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR U20 -85kg
Hinrik Ingi Óskarsson LFR U20 -85kg
Vignir Fannar Valgeirsson LFG U20 -94kg
Jón Elí Rúnarsson LFR U20 -94kg
Stefán Ingi Jóhannesson LFR U20 -94kg
Hilmar Örn Jónsson FH U20 -105kg
Kristján Logi Einarsson KFA U20 +105kg
Stefán Velemir FH U20 +105kg

Íslandsmeistaramót Unglinga 2014

Lilja Lind varð Norðurlandameistari meyja (-17ára) árið 2013 í +75kg flokki

Lilja Lind varð Norðurlandameistari meyja (-17ára) árið 2013 í +75kg flokki. Mynd: wodbud.is

Dagana 30-31. ágúst fer fram íslandsmeistaramót unglinga í ólympískum lyftingum á Akureyri – til stóð að mótið væri í október en í samráði við stjórn LSÍ og mótanefnd KFA hefur verið ákveðið að færa mótið svo hægt sé að velja lið fyrir norðurlandamót unglinga sem fram fer í Landskrona í Svíþjóð í lok Október.

Mótið fer fram í aðstöðu Kraftlyftingafélags Akureyrar í Sunnuhlíð og verður keppnin tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót 13-17 ára á laugardeginum og hinsvegar 15-20 ára á sunnudeginum.

Þáttökukostnaður er 3500kr og greiðist af félagi eða keppandanum sjálfum til að staðfesta þátttöku – 2 vikum fyrir mót. Hægt er að semja um að fá gjaldfrjálst svefnpokapláss yfir helgina. – skráningar berast til ritara LSÍ á lsi@lsi.is – sjá skráningareyðublað hér að neðan!

Auglýsing fyrir Íslandsmeistaramót Unglinga

Skráningar eyðublað fyrir mótið

Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur mótið

Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur mótið

Sumarmót LSÍ 2014

Sumarmót LSÍ var haldið laugardaginn 5.júlí í höfuðstöðvum Lyftingafélags Garðabæjar / Crossfit-XY. Keppendur voru alls 23, þrettán í karlaflokki og tíu í kvennaflokki. Skemmtilegt er að segja frá því að fimm konur og sjö karlar voru að keppa á sínu fyrsta lyftingamóti, allir góðir og frambærilegir keppendur. Keppt var í stigakeppni í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri.

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum í -53kg flokki kvenna

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum árangri  í -53kg flokki kvenna. Mynd:wodbud.is

Tólf Íslandsmet voru sett á mótinu, en þar voru nýliðarnir Stefán Velemir (FH) og Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) áberandi. Stefán tvíbætti öll met í -105kg unglingaflokki (u20) fyrst í snörun með því að lyfta 96kg og síðan 105kg, í jafnhendingunni lyfti hann síðan 126kg og 131kg en fékk 136kg dæmt hárfínt ógilt. Birna tvíbætti metið í jafnhendingu og samanlögðum árangri í 53kg flokki kvenna með því að jafnhenda 60kg og 63kg.

 

Stefán lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri

Stefán Velemir (FH) lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri í -105kg flokki. Mynd: Lyftingardeild Massa

Björgvin Karl Guðmundsson (LFR) bætti íslandsmetið sitt í snörun um eitt kíló og stendur það nú í 121kg í 85kg þyngdarflokki karla. Sólveig Sigurðardóttir (LFG) opnaði á nýju íslandsmeti unglinga (u20) í -63kg flokki og átti síðan góðar tilraunir við 60kg sem hefði orðið ennþá meiri bæting. Hún reyndi einnig við nýtt íslandsmet í jafnhendingu 75kg en þyngdin fór ekki upp.

 

Sólveig setti nýtt met í snörun 55kg í  -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) setti nýtt met í snörun 55kg í -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg. Mynd: wodbud.is

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti. Mynd: wodbud.is

Í kvennaflokki sigraði Glódís Guðgeirsdóttir (FH), þegar hún lyfti 67kg í snörun og 85kg í jafnhendingu. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti og er nýliði í þessu sporti. Glódís er í landsliði íslands í hópfimleikum, en hún fór að æfa crossfit fyrir um tveim árum síðan og lyftingar fyrir rétt rúmlega hálfu ári samhliða fimleikunum. Glódís er dóttir Guðgeirs Jónssonar sem náði frábærum árangri í ólympískum lyftingum á árunum 1977-1980 og snaraði m.a. 147,5kg og jafnhenti 172,5kg á Íslandsmótinu 1980 í 90kg flokki.

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur. Mynd: Lyftingadeild Massa

Hildur Grétarsdóttir (LFG) endaði önnur á stigum í samanlögðum árangri og bætti sinn besta árangur um 7kg í samanlögðu. Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja á stigum í samanlögðum árangri en hún lenti í vandræðum með opnunarþyngdirnar sínar og endaði með aðeins tvær gildar lyftur og virtist eiga mikið inni.

Birgit Rós varð þriðja í samanlögðum árangri

Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja í samanlögðum árangri en önnur í jafnhendingu. Mynd: wodbud.is

Í karlaflokki mættust tveir bestu crossfitarar landsins þeir Björgvin Karl (LFR) og Jakob Magnússon (Ármann). Í snörun var keppnin æsi spennandi á milli þeirra en Björgvin setti nýtt íslandsmet í lokatilrauninni sinni í snörun 121kg. Jakob bað þá um 122kg á stöngina og sat undir henni en missti þyngdina fyrir aftan sig. Jakob hafði ekki keppt í lyftingum síðan 2012 og var gaman að sjá hann aftur á palli. Björgvin fékk ógilda opnunarþyngd sína í jafnhöttun en lét ekki þar við sitja og tók lyftuna örugglega í annarri tilraun, hann bað síðan um nýtt íslandsmet á stöngina 146kg og stóð upp með þyngdina eins og ekkert sé en hann rann örlítið á pallinum í jarkinu og var því hársbreidd frá því að setja nýtt íslandsmet. Greinarhöfundur óskar honum góðs gengis á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í lok mánaðarins.

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg. Mynd: wodbud.is

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum. Mynd: wodbud.is

Fast á hæla þeirra í -85kg flokki kom Ari Bragi Kárason (KFA) sem fór upp með 130kg í jafnhendingu og dugði honum það í þriðja sætið í jafnhendingunni. Ari Bragi er frjálsíþróttamaður og er annar hraðasti íslendingurinn það sem af er ári en hann hefur hlaupið hraðast á 10,79 sek í 100m í ár og var skemmtilegt að sjá hann koma og keppa í miðju tímabili.

Ari mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn

Ari Bragi (KFA) mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn. Mynd: wodbud.is

Bjarki Garðarsson (KFA) varð þriðji í stigakeppninni í samanlögðum árangri á eftir þeim Björgvini og Jakob. Hann keyrði af miklu öryggi í gegnum allar snaranirnar sínar þar sem hann lyfti 120kg, 125kg og loks 131kg í síðustu tilraun. Hann lenti hinsvegar í miklum hremmingum í jafnhendingunni þar sem hann fékk dæmdar ógildar tvær fyrstu tilraunirnar á 150kg áður en hann loks fékk gilda lyftu í þriðju og síðustu tilrauninni. Engu að síður stórgóður árangur hjá honum.

Bjarki snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun

Bjarki (KFA) snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun. Mynd Lyftingardeild Massa

Áhugi kvenna á íþróttinni hefur aukist verulega og er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu lyftinga á íslandi dæmdu þrjár konur á sama tíma. Þær voru Erna Héðinsdóttir, Elísabet Sóley Stefánsdóttir og Harpa Katrín Halldórsdóttir, en þess má geta að Harpa Katrín er dóttir Elísabetar og jafnframt yngsti lyftingadómarinn á Íslandi.

Emil Ragnar nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki

Emil Ragnar (UMFN) nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki. Mynd Lyftingardeild Massa

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði. Mynd: Lyftingardeild Massa

Öll úrslit má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

Myndir má sjá á facebook síðu wodbúðarinnar https://www.facebook.com/wodbud/photos_stream

Og á facebook síðu lyftingadeildar Massa: https://www.facebook.com/massi.lyftingardeild/media_set?set=a.789145521116534.1073741844.100000632809857&type=3

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Mynd: Guðmundur Högni

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu á sama tíma og sumarmótið fór fram, hann endurheimti íslandsmetið sitt í snörun þegar hann bætti met Hinrik Inga Óskarssonar (LFR) um eitt kg með því að lyfta 102kg. Hann bætti síðan sitt eigið met um 1kg í jafnhendingu með þvi að lyfta 129kg og bætti því samanlagt met um 4kg sem hann setti á íslandsmótinu í apríl. Guðmundur átti góðar tilraunir við 105kg í snörun og 132kg í jafnhendingu.

Tímaseðill og keppendalisti fyrir Sumarmótið

timasedill_sumarmot

Nafn Félag Flokkur
Konur
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Glódís Guðgeirsdóttir FH -63kg
Sólveig Sigurðardóttir LFG -63kg
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir LFG -63kg
Harpa Almarsdóttir LFR -63kg
Birgit Rós Becker LFR -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir LFG -75kg
Sesselja Sigurðardóttir Ármann -75kg
Hildur Grétarsdóttir LFG -75kg
Rakel Hlynsdóttir LFG -75kg
Hildur Björk Þórðardóttir LFR 75kg+

 

Karlar
Emil Ragnar Ægisson UMFN -77kg
Jakob Magnússon Ármann -85kg
Ari Bragi Kárason KFA -85kg
Steinar Þór Ólafsson LFR -85kg
Óðinn Páll Tjörvason LFG -85kg
Einar Alexander K. Haraldsson LFR -85kg
Björgvin Karl Guðmundsson LFR -85kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Bunyarak “Romran” Yuangprasert Ármann -94kg
Alexander Kristmannsson LFR -94kg
Vignir Valgeirsson LFG -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg
Stefán Velemir FH -105kg
Hilmar Örn Jónsson LFG -105kg
Bjarki Garðarsson KFA 105kg+

Úrslit munu birtast á gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

9 íslandsmet slegin í dag og 5 keppendur á verðlaunapalli

Sjö keppendur tóku þátt í Norðurlandameistara móti í Ólympískum lyftingum í Vigerstad í Noregi, sem var að ljúka fyrir stundu.

Árangur íslensku keppandanna var mjög góður, en Anna Hulda Ólafsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í 58 kg. flokki.  Önnu tókst að bæta íslandsmet 6 sinnum á mótinu en hún endaði með  76 kg í snörun,  90 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu sem allt eru íslandsmet.

Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti í 69 kg flokki ásamt Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur.  Katrín Tanja tók 81 kg í snörun, en átti erfitt uppdráttar í jafnhendingunni til að byrja með. Henni tókst að stimpla sig inn í þriðju tilraun með 88 kg og þar með tryggja sér silfur.  Ragnheiður Sara tók 74 kg í snörun og 94 kg í jafnhendingu. Hún gerði tilraun til að bæta íslandsmetið með 96 kg lyftu en rétt missti hana. Ragnheiður Sara fékk brons.

Björk Óðinsdóttir tók brons í sínum flokki, en hún þríbætti íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðu. Björk tók 70 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu.  Hún er fyrst íslenskra kvenna til þess að jafnhenda meira en 100 kg. Hún tók 100 kg í annarri lyftu og 102 kg í þeirri þriðju, eða 172kg í samanlögðu.

Gísli Kristjánsson átti gott mót, en hann var í ansi sterkum riðli og var spennan rafmögnuð undir lokin.  Gísli vann snörunina með 145 kg lyftu, hann tók svo 160 kg í jafnhendingu.  Hann gerði tilraun við 165 kg sem hefði tryggt honum silfur en það tókst ekki í þetta sinn.  Gísli endaði því með brons um hálsinn.

Þuríður Erla Helgadóttir tók 73 kg í snörun og 90 kg í jafnhendingu sem tryggði henni fjórða sæti.

Björgvin Karl keppti í 85kg flokki sem var ansi sterkur. Björgvin tók 116kg í snörun og 141 í jafnhendingu.

LSÍ hefur ekki sent svona stóran hóp út á mót erlendis áður.  En með mikilli sókn lyftinga á Íslandi eru íslenskir lyftarar orðnir ansi sterkir á heimsvísu.  Árni Björn Kristjánsson núverandi landsliðsþjálfari stóð sig frábærlega í dag ásamt aðstoðarkonu hans Elísabetu Sóley.  Lárus Páll var Lyftingasambandinu til sóma, en hann dæmdi á mótinu.

2014-05-31 18.27.59

Anna Hulda Norðulandameistari og Björk jafnhenti 102kg

Anna Hulda Ólafsdóttir, Björk Óðinsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir voru að ljúka keppni.

Anna Hulda er Norðulandameistari í 58kg flokki. Einnig sex bætti hún íslandsmetið í sínum flokki.

Björk hafnaði í þriðja sæti og er fyrsta íslenska konan sem tekur yfir 100kg í c&j, en hún tók 102kg. Hún þrí bætti íslandsmetið í sínum flokki.

Þuríður Erla hafnaði í fjórða sæti eftir mjög harða keppni

LSÍ óskar stelpunum til hamingju

Bein útsending á Norðulandameistaramótinu í ólympískum lyftingum

http://youtu.be/DRselUxeHsk hér getið þið horft á mótið í dag. Hørð barátta verður í kvennaflokkunum, en allar íslensku stelpurnar munu berjast um verðlaunasæti.

Gísli mun keppa í -105kg flokknum, en þar verður ansi hørð keppni.  Bjørgvin Karl keppir í 85kg flokki og er sama um að vera þar, hørð barátta. Keppnin hefst klukkan 8.00 á íslenskum tíma