Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 1

Hægt er að nálgast úrslit frá mótinu í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-2014 (við munum bæta við heildarúrslitum um leið og við fáum þau í hendurnar.)

Hægt er að horfa á upptöku af mótinu á eftir farandi vefsíðu: http://bambuser.com/v/5025403

Keppni í pilta flokki hefst klukkan 8:00 á íslenskum tíma á morgun.

Stelpurnar okkar stóðu sig með stakri prýði á norðurlandamóti unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fór í Landskrona í Svíþjóð í dag (25.október). Afrek dagsins átti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) þegar hún lyfti 103kg í jafnhendingu og bætti þar með Norðurlandamet meyja (20 ára og yngri) í jafnhendingu um 1kg sem var í eigu Meri Ilmarinen frá Finnlandi sett 2011. Meri verður meðal keppenda á HM í ólympískum lyftingum sem hefst í Almaty í Kazakstan 8.Nóvember næstkomandi.

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir mótið

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson þjálfari hennar eftir mótið

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) hóf leikin í dag en hún keppti í -63kg flokki 20 ára og yngri, þar opnaði hún á 55kg í snörun en vegna tæknilegra vandamála á ritaraborði þurfti hún síðan að stökkva í 63kg. Hún klikkaði á þeirri þyngd í fyrstu tilraun en hafði hana í þriðju og síðustu tilraun, með því bætti hún íslandsmet sitt í stúlkna flokki um 2kg. Í jafnhendingu lyfti hún 70kg og 75kg en klikkaði á 80kg í þriðju tilraun, þessi heildar árangur færði henni bronsverðlaun í -63kg flokki og nýtt íslandsmet stúlkna í heildar árangri 138kg.

Næstar til leiks voru Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) og Auður Ása Maríasdóttir (LFG) þær kepptu í -75kg flokki. Það var nokkur barátta á milli þeirra en svo fór að Freyja Mist stóð uppi sem sigurvegari en hún lyfti samtals 145kg (65/80) á móti 138kg (63/75) Auðar Ásu. Fyrsti Norðurlanda titillinn til Íslands var því staðreynd.

12

f.h. Freyja Mist, Lilja Lind, Auður Ása og Sólveig

Að lokum keppti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) í +75kg flokki, hún opnaði örugglega á 80kg og reyndi síðan tvisvar sinnum við 85kg í snörun sem var tilraun til nýs norðurlandamets stúlkna. Í jafnhendingunni lyfti hún eins og áður sagði 103kg eftir að hafa opnað á 96kg og síðan fengið 100kg ógild í annari lyftu. Hún vann að sjálfsögðu gullverðlaun. Lilja heldur á morgun til Finnlands í viku æfingabúðir þar sem hún mun m.a. æfa með landsliði finna sem eru í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í lyftingum. Lilja Lind verður síðan meðal keppenda á Evrópumeistaramóti Unglinga (EWF) sem fram fer í Limassol á Kýpur daganna 20-29. Nóvember. Hægt er að sjá skráningarlistann á eftirfarandi vefsíðu: http://ewfed.com/documents/2014/Limassol_2014/Limassol_by_cat.htm en 376 lyftingamenn og konur eru skráðar til leiks frá 36 landssamböndum.

f.h. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

f.h. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

Norðurlandamót Unglinga: Dagskrá

Hópurinn mættur til Danmerkur

Hópurinn mættur til Danmerkur

Vefsjónvarp á eftirfarandi slóð: http://bambuser.com/channel/Helgesson

60 keppendur eru skráðir til leiks á Norðurlandamót unglinga sem fram fer um helgina í Landskrona í Svíþjóð.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

KVK(u17),KK(u17) og KVK(u20) keppa á laugardeginum 25. Október, keppni hefst klukkan 11:00 á staðartíma

KK(u20) keppa á sunnudeginum 26. Október, keppni hefst klukkan 10 á staðartíma

Við munum tilkynna það hér á síðunni ef mótið verður sýnt á netinu.

Keppendalistann má nálgast á eftirfarandi síðu: http://iof3.idrottonline.se/SvenskaTyngdlyftningsforbundet/NordiskaTF/Home/News/NewsfromNTF/StartingListLandskrona/

KVK(u17) = 8
FIN = 2
SVÍ = 1
NOR = 2
DEN = 3
ISL = 0

KK(u17) = 13
FIN = 5
SVÍ = 3
NOR = 2
DEN = 3
ISL = 0

KVK(u20) = 15
FIN = 2
SVÍ = 6
NOR = 2
DEN = 1
ISL = 4

KK(u20) = 24
FIN = 8
SVÍ = 7
NOR = 2
DEN = 2
ISL = 5

Norðurlandamót unglinga: Keppendalisti

Norðurlandamót unglinga fer fram í Landskrona í Svíþjóð helgina 25.-26. október. Ísland sendir níu keppendur til leiks en ákvörðunin byggðist á árangri iðkennda síðustu tveggja ára þar sem Íslandsmeistaramót unglinga var loka mót til að tryggja sér þátttökurétt.

Hægt er að sjá keppendalista á heimasíðu sænska lyftingasambandsins: http://iof3.idrottonline.se/SvenskaTyngdlyftningsforbundet/NordiskaTF/Home/News/NewsfromNTF/StartingListLandskrona/

Unglingalandsliðið er að þessu sinni skipað eftirfarandi keppendum:

KVK (U20)
Sólveig Sigurðardóttir
Freyja Mist Ólafsdóttir
Auður Ása Maríasdóttir
Lilja Lind Helgadóttir

KK (U20)
Emil Ragnar Ægisson
Guðmundur Högni Hilmarsson
Högni Hjálmtýr Kristjánsson
Hilmar Örn Jónsson
Stefán Velemir

Haustmót LSÍ: Úrslit

Þann 4.Október fór fram Haustmót LSÍ í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. 18 keppendur mættu til leiks og voru sett 10 íslandsmet og 21 unglingamet.

Hópurinn eftir mótið

Hópurinn eftir mótið

Í -53kg flokki kvenna skiptust þær Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) og Hrefna H. Guðlaugardóttir (LFR) um að setja met í fullorðinsflokki. Birna Dís tvíbætti metið í snörun með því að lyfta 47kg og 51kg en Hrefna bætti þau jafnóðum með 48kg og 52kg sem metið sat í.

Í jafnhendingunni skildi á milli en þar hóf Hrefna leikinn á 58kg og setti þar með met í samanlögðum árangri, en Birna Dís svaraði því með því að opna á 64kg og lyfti síðan 67kg í jafnhendingu og allt voru þetta met sem og met í samanlögðum árangri.

Tinna Rós Óskarsdóttir (ÁRM) keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og snaraði 50kg í -63kg flokki kvenna hún fór síðan með allar jafnhendingarnar sínar í gegn og endaði á að lyfta 80kg.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (ÁRM) sem á best 67kg í snörun og 91kg í jafnhendingu síðan á jólamótinu 2013 klikkaði á opnunarþyngdinni sinni 65kg í snörun og lét hækka í 67kg í 2. og 3. tilraun sem fóru ekki upp, vonandi kemur hún sterk til baka á næsta mót en hún á með betri æfingatölum kvenna á Íslandi.

Lilja Lind Helgadóttir keppti að þessu sinni í +75kg flokki, hún lyfti 80kg í snörun og reyndi við nýtt Norðurlandamet unglinga 85kg. Í jafnhendingunni lyfti hún 96kg en fékk 100kg dæmd ógild og reyndi í 3. og síðustu tilraun við nýtt Norðurlandamet í jafnhendingu 104kg sem hún stóð upp með.

1

Þrjár stigahæstu konurnar: Tinna Ósk, Lilja Lind og Birna Dís

Í karlaflokki voru 13 karlar mættir til leiks og þar af 9 sem keppa í unglingaflokki.

Í -69kg flokki var skemmtileg keppni á milli Einar Inga Jónssonar (LFR) og Guðmundar Steins Gíslasonar Kjeld (LFR) en Guðmundur tvíbætti unglingametið í snörun með því að lyfta 81kg og 86kg.

Í jafnhendingunni var Einar Ingi með yfirhöndina en hann þríbætti íslandsmetið í jafnhendingu og tvíbætti það í samanlögðum árangri með því að lyfta 101, 106 og 111kg.

Í -77kg flokki mætti Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) aftur til leiks eftir um tveggja ára fjarveru en hann hefur glímt við meiðsli á úlnlið. Það er skemmst frá því að segja að Sindri raðaði inn unglinga metum, hann opnaði á nýju meti og persónulegri bætingu 100kg í snörun.

Í jafnhendingunni fór hann síðan með seríuna 125-133-137 í gegn þar sem að loka lyftan var dæmd ógild af dómurum en kviðdómur snéri þeirri ákvörðun við og endaði Sindri með 237kg og 306,2 Sinclair stig. Hægt er að sjá lyfturnar hans Sindra hér að neðan:

Davíð Björnsson (ÁRM) sótti góða bætingu í jafnhendingu þegar hann lyfti 120kg og í heildina 210kg. Sindri Snær Freysson (LFG) keppti á sínu fyrsta móti og féll úr keppni í snörun eftir að hafa bætt unglingamet Sindra í snörun um 1kg eða 101kg.

Í -85kg flokki var það Guðmundur Högni Hilmarsson sem sigraði en hann var einnig stigahæsti keppandi mótsins í karlaflokki með magnaðri loka lyftu í jafnhendingu sem var einnig bæting um 2kg á Íslandsmetinu í fullorðinsflokki sem var í eigu Björgvins Karls Guðmundssonar.

Guðmundur bætti einnig íslandsmet unglinga í snörun þegar hann lyfti 110kg og serían 130-137-147 voru öll ný unglingamet. Hann lyfti samtals 257kg og gaf það 308,6 Sinclair stig sem gaf honum stigabikarinn í mótinu.

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Stefán Ernir Rossen (KFA) keppti einnig í -85kg flokki og lyfti 90kg í snörun eftir að hafa klikkað tvisvar á þeirri þyngd, hann fór síðan upp með 117kg í jafnhendingu. Snorri Björnsson (LFR) var þriðji og lyfti hann 89kg í snörun og 105kg í jafnhendingu.

Í -94kg flokki sigraði Daníel Róbertsson (ÁRM) með 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu en Daníel vigtaðist 85,15kg inn í mótið. Bjarmi Hreinsson (LFR) var annar með 105kg í snörun og 135kg í jafnhendingu, og Daði Jónsson (LFR) þriðji með 77kg í snörun og 90kg í jafnhendingu.

Einn keppandi mætti til leiks í -105kg flokki en það var suðurnesjamaðurinn Ingólfur Þór Ævarsson (UMFN), hann lyfti 107kg í snörun og 135kg í jafnhendingu sem voru bæði bætingar.

Heildarúrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins:http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2014

Haustmót LSÍ: Keppendalisti

Haustmót LSÍ fer fram í Sporthúsinu á morgunn 4.Október, 18 keppendur eru skráðir til leiks. Eftirfarandi er skráningarlistinn sem einnig má finna í afrekaskrá LSÍ http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2014:

Konur Félag Þyngdarflokkur
Hrefna H. Guðlaugardóttir LFR -53kg
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Hjördís Ósk Óskarsdóttir Ármann -63kg
Tinna Rós Orradóttir Ármann -63kg
Lilja Lind Helgadóttir LFG 75kg+
Karlar Félag  Þyngdarflokkur
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld LFR -69kg
Einar Ingi Jónsson LFR -69kg
Arnór Gauti Haraldsson LFG -69kg
Stefán Rossen KFA -77kg
Davíð Björnsson Ármann -77kg
Sindri Pétur Ingimundarson LFR -77kg
Sindri Snær Freysson LFG -77kg
Guðmundur Högni Hilmasson LFR -85kg
Snorri Björnsson LFR -85kg
Bjarmi Hreinsson LFR -94kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Daníel Róbertsson Ármann -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg

Haustmót LSÍ

Lilja Lind Helgadóttir

Eins og áður hefur verið auglýst verður Haustmót LSÍ haldið þann 4. Október n.k.

Keppnisstaður verður Sporthúsið Kópavogi.

Skráningar óskast sendar í heild frá Íþróttafélögum sem eru sambandsaðilar að LSÍ fyrir miðnætti (kl. 24.00)  fimmtudaginn 2. október á netfangið lsi@lsi.is.

Keppni hefst kl. 13.00 en vigtun hefst venju samkvæmt tvemur tímum fyrr og lýkur kl. 12.00.

Keppnisgjald er kr. 1.000 á hvern keppanda og óskast greitt um leið og skráning fer fram inn á reikningsnúmer 311-26-2992 kt. 430275-0119.

Úrslit frá Íslandsmeistaramóti Unglinga

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram á Akureyri helgina 30.-31. Ágúst í umsjón Kraftlyftigafélags Akureyrar. Sautján keppendur voru mættir til leiks frá fjórum lyftingafélögum.
Hópurinn á Akureyri
Heildar úrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-2014

Ef einhverjir eiga myndir frá mótinu meiga þeir endilega senda þær á lsi@lsi.is

Á fyrri degi mótsins kepptu fjórir heimamenn í flokkum 17ára og yngri:

+69kg flokki meyja voru þrjár stúlkur:
1. Fríða Björk Einarsdóttir KFA (56/65)
2. Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA (45/60)
3. Elíngunnur Anna Sigurðardóttir KFA (40/50)

-69kg flokkur drengja var einn keppandi
1. Magni Hjaltason KFA (35/35)

Á seinni degi mótsins voru nokkuð fleiri keppendur, í kvennaflokki lyftu fjórar stúlkur og bestum árangri náði Lilja Lind Helgadóttir LFG. Hún lyfti nýjum íslandsmetum í -75kg flokki kvenna og reyndi síðan við ný norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 20 ára og yngri. Hún stóð upp með 102kg í jafnhendingu en náði ekki að halda því upp fyrir haus, í snörun klikkaði hún á bæði 80 og 83kg en var komin í lás með báðar lyfturnar þegar hún missti þær aftur fyrir sig.

Sólveig Sigurðardóttir LFG og Freyja Mist Ólafsdóttir LFR voru í mikilli keppni um 2.sætið í Sinclair og fór það svo að aðeins hálft stig skildi þær að, fjórða var síðan Auður Ása Maríasdóttir sem átti gott mót. Sólveig setti tvö unglingamet í snörun og tvö unglingamet í samanlögðum árangri.

-63kg flokkur stúlkna
Sólveig Sigurðardóttir LFG (61/75)

-69kg flokkur stúlkna
Freyja Mist Ólafsdóttir LFR (65/80)

-75kg flokkur stúlkna
Lilja Lind Helgadóttir LFG (75/96)
Auður Ása Maríasdóttir LFG (58/77)

Í piltaflokk 20 ára og yngri var keppnin mjög hörð bæði í einstökum flokkum sem og heildarkeppninni. Á endanum voru það þrír keppendur sem börðust um stigahæsta lyftingarmanninn Hilmar Örn Jónsson FH endaði sem stigahæsti keppandinn eftir magnaða bætingarlyftu í jafnhendingu 140kg. Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR varð annar á stigum í heildarkeppninni með mjög góðum bætingum í snörun 105kg (íslandsmet) og jafnhendingu 128kg sýndi frábæra keppnishörku með því að lyfta 128kg eftir að hafa fengið 127kg ógilt, hann á íslandsmet í samanlögðum árangri u20 eftir mótið 233kg. Þriðji var síðan Guðmundur Högni Hilmarsson en hann bætti nýsett met Högna í snörun þegar hann lyfti 106kg í þriðju og síðustu tilraun. Jafnhendingin gekk ekki eins vel að þessu sinni en hann náði ekki að klára 130kg í annari og þriðju tilraun. Þriðji maðurinn í -85kg flokki Hinrik Ingi Óskarsson náði því miður ekki gildri lyftu en hann reyndi við nýtt met 107kg í sinni þriðju og síðustu tilraun.

Hilmar Örn Jónsson FH setti þrjú met í -105kg flokki í snörun og tvö í jafnhendingu og samanlögðum árangri þegar hann lyfti mest 115kg í snörun og 140kg í jafnhendingu. Stefán Velemir FH setti nýtt íslandsmet í snörun 111kg og samanlögðum árangri 239kg í +105kg flokki.

-77kg flokkur pilta
Snorri Björnsson LFR (87/111)

-85kg flkkur pilta
Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR (105/128)
Guðmundur Högni Hilmarsson LFR (106/126)
Hinrik Ingi Óskarsson LFR (-/-)

-94kg flokkur pilta
Jón Elí Rúnarsson LFR (102/127)
Stefán Ingi Jóhannesson LFR (105/115)
Vignir Valgeirsson LFG (87/110)

-105kg flokkur pilta
Hilmar Örn Jónsson FH (115/140)

+105kg flokkur pilta
Stefán Velemir FH (111/128)

 

Íslandsmeistaramót Unglinga: skráningarlisti

Skráningu er lokið fyrir íslandsmeistaramót unglinga sem fram fer á Akureyri dagana 30.-31.Ágúst.

Keppendur 17 ára og yngri keppa á laugardeginum, og 20 ára og yngri á sunnudeginum.

Konur
Nafn Félag Flokkur Þyngdarflokkur
Sólveig Sigurðardóttir LFG U20 -63kg
Freyja Mist Ólafsdóttir LFR U20 -69kg
Lilja Lind Helgadóttir LFG U20 -75kg
Auður Ása Maríasdóttir LFG U20 -75kg
Fríða Björk Einarsdóttir KFA U17 og U20 +75kg
Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA U17 +75kg
Elíngunnur Anna Sigurðardóttir KFA U17 +75kg
Karlar
Nafn Félag Flokkur Þyngdarflokkur
Darri Már Magnússon KFA U20 -56kg
Magni Hjaltason KFA U17 -69kg
Stefán Ernir Rossen KFA U20 -77kg
Snorri Björnsson LFR U20 -77kg
Guðmundur Högni Hilmarsson LFR U20 -85kg
Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR U20 -85kg
Hinrik Ingi Óskarsson LFR U20 -85kg
Vignir Fannar Valgeirsson LFG U20 -94kg
Jón Elí Rúnarsson LFR U20 -94kg
Stefán Ingi Jóhannesson LFR U20 -94kg
Hilmar Örn Jónsson FH U20 -105kg
Kristján Logi Einarsson KFA U20 +105kg
Stefán Velemir FH U20 +105kg

Íslandsmeistaramót Unglinga 2014

Lilja Lind varð Norðurlandameistari meyja (-17ára) árið 2013 í +75kg flokki

Lilja Lind varð Norðurlandameistari meyja (-17ára) árið 2013 í +75kg flokki. Mynd: wodbud.is

Dagana 30-31. ágúst fer fram íslandsmeistaramót unglinga í ólympískum lyftingum á Akureyri – til stóð að mótið væri í október en í samráði við stjórn LSÍ og mótanefnd KFA hefur verið ákveðið að færa mótið svo hægt sé að velja lið fyrir norðurlandamót unglinga sem fram fer í Landskrona í Svíþjóð í lok Október.

Mótið fer fram í aðstöðu Kraftlyftingafélags Akureyrar í Sunnuhlíð og verður keppnin tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót 13-17 ára á laugardeginum og hinsvegar 15-20 ára á sunnudeginum.

Þáttökukostnaður er 3500kr og greiðist af félagi eða keppandanum sjálfum til að staðfesta þátttöku – 2 vikum fyrir mót. Hægt er að semja um að fá gjaldfrjálst svefnpokapláss yfir helgina. – skráningar berast til ritara LSÍ á lsi@lsi.is – sjá skráningareyðublað hér að neðan!

Auglýsing fyrir Íslandsmeistaramót Unglinga

Skráningar eyðublað fyrir mótið

Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur mótið

Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur mótið

Sumarmót LSÍ 2014

Sumarmót LSÍ var haldið laugardaginn 5.júlí í höfuðstöðvum Lyftingafélags Garðabæjar / Crossfit-XY. Keppendur voru alls 23, þrettán í karlaflokki og tíu í kvennaflokki. Skemmtilegt er að segja frá því að fimm konur og sjö karlar voru að keppa á sínu fyrsta lyftingamóti, allir góðir og frambærilegir keppendur. Keppt var í stigakeppni í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri.

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum í -53kg flokki kvenna

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum árangri  í -53kg flokki kvenna. Mynd:wodbud.is

Tólf Íslandsmet voru sett á mótinu, en þar voru nýliðarnir Stefán Velemir (FH) og Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) áberandi. Stefán tvíbætti öll met í -105kg unglingaflokki (u20) fyrst í snörun með því að lyfta 96kg og síðan 105kg, í jafnhendingunni lyfti hann síðan 126kg og 131kg en fékk 136kg dæmt hárfínt ógilt. Birna tvíbætti metið í jafnhendingu og samanlögðum árangri í 53kg flokki kvenna með því að jafnhenda 60kg og 63kg.

 

Stefán lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri

Stefán Velemir (FH) lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri í -105kg flokki. Mynd: Lyftingardeild Massa

Björgvin Karl Guðmundsson (LFR) bætti íslandsmetið sitt í snörun um eitt kíló og stendur það nú í 121kg í 85kg þyngdarflokki karla. Sólveig Sigurðardóttir (LFG) opnaði á nýju íslandsmeti unglinga (u20) í -63kg flokki og átti síðan góðar tilraunir við 60kg sem hefði orðið ennþá meiri bæting. Hún reyndi einnig við nýtt íslandsmet í jafnhendingu 75kg en þyngdin fór ekki upp.

 

Sólveig setti nýtt met í snörun 55kg í  -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) setti nýtt met í snörun 55kg í -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg. Mynd: wodbud.is

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti. Mynd: wodbud.is

Í kvennaflokki sigraði Glódís Guðgeirsdóttir (FH), þegar hún lyfti 67kg í snörun og 85kg í jafnhendingu. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti og er nýliði í þessu sporti. Glódís er í landsliði íslands í hópfimleikum, en hún fór að æfa crossfit fyrir um tveim árum síðan og lyftingar fyrir rétt rúmlega hálfu ári samhliða fimleikunum. Glódís er dóttir Guðgeirs Jónssonar sem náði frábærum árangri í ólympískum lyftingum á árunum 1977-1980 og snaraði m.a. 147,5kg og jafnhenti 172,5kg á Íslandsmótinu 1980 í 90kg flokki.

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur. Mynd: Lyftingadeild Massa

Hildur Grétarsdóttir (LFG) endaði önnur á stigum í samanlögðum árangri og bætti sinn besta árangur um 7kg í samanlögðu. Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja á stigum í samanlögðum árangri en hún lenti í vandræðum með opnunarþyngdirnar sínar og endaði með aðeins tvær gildar lyftur og virtist eiga mikið inni.

Birgit Rós varð þriðja í samanlögðum árangri

Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja í samanlögðum árangri en önnur í jafnhendingu. Mynd: wodbud.is

Í karlaflokki mættust tveir bestu crossfitarar landsins þeir Björgvin Karl (LFR) og Jakob Magnússon (Ármann). Í snörun var keppnin æsi spennandi á milli þeirra en Björgvin setti nýtt íslandsmet í lokatilrauninni sinni í snörun 121kg. Jakob bað þá um 122kg á stöngina og sat undir henni en missti þyngdina fyrir aftan sig. Jakob hafði ekki keppt í lyftingum síðan 2012 og var gaman að sjá hann aftur á palli. Björgvin fékk ógilda opnunarþyngd sína í jafnhöttun en lét ekki þar við sitja og tók lyftuna örugglega í annarri tilraun, hann bað síðan um nýtt íslandsmet á stöngina 146kg og stóð upp með þyngdina eins og ekkert sé en hann rann örlítið á pallinum í jarkinu og var því hársbreidd frá því að setja nýtt íslandsmet. Greinarhöfundur óskar honum góðs gengis á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í lok mánaðarins.

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg. Mynd: wodbud.is

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum. Mynd: wodbud.is

Fast á hæla þeirra í -85kg flokki kom Ari Bragi Kárason (KFA) sem fór upp með 130kg í jafnhendingu og dugði honum það í þriðja sætið í jafnhendingunni. Ari Bragi er frjálsíþróttamaður og er annar hraðasti íslendingurinn það sem af er ári en hann hefur hlaupið hraðast á 10,79 sek í 100m í ár og var skemmtilegt að sjá hann koma og keppa í miðju tímabili.

Ari mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn

Ari Bragi (KFA) mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn. Mynd: wodbud.is

Bjarki Garðarsson (KFA) varð þriðji í stigakeppninni í samanlögðum árangri á eftir þeim Björgvini og Jakob. Hann keyrði af miklu öryggi í gegnum allar snaranirnar sínar þar sem hann lyfti 120kg, 125kg og loks 131kg í síðustu tilraun. Hann lenti hinsvegar í miklum hremmingum í jafnhendingunni þar sem hann fékk dæmdar ógildar tvær fyrstu tilraunirnar á 150kg áður en hann loks fékk gilda lyftu í þriðju og síðustu tilrauninni. Engu að síður stórgóður árangur hjá honum.

Bjarki snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun

Bjarki (KFA) snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun. Mynd Lyftingardeild Massa

Áhugi kvenna á íþróttinni hefur aukist verulega og er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu lyftinga á íslandi dæmdu þrjár konur á sama tíma. Þær voru Erna Héðinsdóttir, Elísabet Sóley Stefánsdóttir og Harpa Katrín Halldórsdóttir, en þess má geta að Harpa Katrín er dóttir Elísabetar og jafnframt yngsti lyftingadómarinn á Íslandi.

Emil Ragnar nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki

Emil Ragnar (UMFN) nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki. Mynd Lyftingardeild Massa

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði. Mynd: Lyftingardeild Massa

Öll úrslit má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

Myndir má sjá á facebook síðu wodbúðarinnar https://www.facebook.com/wodbud/photos_stream

Og á facebook síðu lyftingadeildar Massa: https://www.facebook.com/massi.lyftingardeild/media_set?set=a.789145521116534.1073741844.100000632809857&type=3

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Mynd: Guðmundur Högni

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu á sama tíma og sumarmótið fór fram, hann endurheimti íslandsmetið sitt í snörun þegar hann bætti met Hinrik Inga Óskarssonar (LFR) um eitt kg með því að lyfta 102kg. Hann bætti síðan sitt eigið met um 1kg í jafnhendingu með þvi að lyfta 129kg og bætti því samanlagt met um 4kg sem hann setti á íslandsmótinu í apríl. Guðmundur átti góðar tilraunir við 105kg í snörun og 132kg í jafnhendingu.