Jólamót LSÍ: Úrslit

35 keppendur mættu til leiks í Jólamót LSÍ sem haldið var af nýstofnuðu lyftingafélagi: Lyftingafélagi Hafnarfjarðar í húsakynnum Crossfit Hafnarfjarðar (www.cfh.is). Lyftingasamband Íslands vill nota tækifærið og þakka aðstandendum mótsins kærlega fyrir fyrirmyndar mót !

Mótinu verða gerð betri skil á næstu dögum en nálgast má heildarúrslit í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2014

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) varð stigahæst kvenna með 224,9 Sinclair stig

Bjarmi Hreinsson (LFR) varð stigahæstur karla með 307,7 Sinclair stig

Jólamót LSÍ: Keppendalisti og uppfærð dagskrá

Tímaseðill:

Vigtun

9:00-10:00 (Konur)

10:00-11:00 (Karlar)

Keppni

11:00-13:30 (Konur, allir flokkar)

13:40-15:45 (Karlar: -62kg,-69kg,-77kg og -85kg)

15:45-17:00 (Karlar: -94kg, -105kg og 105kg+)

17:00 Verðlaunaafhending

Keppendalistinn er eftirfarandi:

Fjöldi Nafn Félag Flokkur Undirflokkur
Konur
1 Íris Friðmey Sturludóttir LFK KVK -48kg
2 Helena Ingvarsdóttir LFK KVK, u17 -58kg
3 Dóra Sóldís Ásmundardóttir LFG KVK,u20 -58kg
4 Hjördís Ósk Óskarsdóttir FH KVK -63kg
5 Glódís Guðgeirsdóttir FH KVK -63kg
6 Álfrún Ýr Björnsdóttir FH KVK -69kg
7 Freyja Mist Ólafsdóttir LFR KVK, u20 -69kg
8 Birgit Rós Becker LFR KVK -69kg
9 Erna Héðinsdóttir Ármann KVK -69kg
10 Vigdís Hind Gísladóttir LFG KVK, u17 -69kg
11 Viktoría Rós Guðmundsdóttir LFG KVK,u20 -69kg
12 Rakel Hlynsdóttir LFG KVK -75kg
13 Berglind Ósk Ómarsdóttir LFH KVK -75kg
14 Hildur Björk Þórðardóttir LFR KVK 75kg+
Karlar
1 Einar Jón Hjálmarsson LFR KK,u17 -62kg
2 Arnór Gauti Haraldsson LFG KK, u17 -69kg
3 Árni Rúnar Baldursson Lyftingafélagið Hengill KK, u20 -69kg
4 Einar ingi Jónsson LFR KK, u20 -69kg
5 Guðmundur Steinn Gíslason LFR KK, u20 -69kg
6 Daníel Askur Ingólfsson LFG KK, u17 -69kg
7 Sindri Pétur Ingimundarson LFR KK, u20 -77kg
8 Guðmundur Borgar Ingólfsson IK99 (Danmörk) / LFG KK -85kg
9 Stefán Ernir Rossen KFA KK, u20 -85kg
10 Davíð Björnsson Ármann KK, u20 -85kg
11 Tómas Gunnar Tómasson Ármann KK -85kg
12 Björgvin Karl Guðmundsson Lyftingafélagið Hengill KK -85kg
13 Sigurður Bjarki Einarsson FH KK -94kg
14 Kristján Óðinn Unnarsson Lyftingafélagið Hengill KK -94kg
15 Rúnar Krisrmannsson LFG KK -94kg
16 Gunnar Óli Sigurðsson LFH KK,u20 -94kg
17 Einar Alexander K. Haraldsson Lyftingafélagið Hengill KK,u20 -94kg
18 Ragnar Guti Hauksson FH KK -94kg
19 Jan Hinrik Hansen Lyftingafélagið Hengill KK -94kg
20 Sveinbjörn Sveinbjörnsson Ármann KK -94kg
21 Stefán Velemir FH KK, u20 -105kg
22 Bjarmi Hreinsson LFR KK -105kg
23 Brynjólfur Gauti Jónsson Ármann KK 105kg+

Lyftingakona og maður ársins 2014

Anna Hulda Norðurlandameistari

Anna Hulda Norðurlandameistari

Anna Hulda Ólafsdóttir [LFR] (f.1985) (http://results.lsi.is/lifter/anna-hulda-olafsdottir):
Anna Hulda er lyftingakona ársins þriðja árið í röð. Hún er stigahæsta lyftingakonan á árinu með 236,2 Sinclair stig sem hún náði þegar hún varð Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í -58kg flokki kvenna, fyrst íslenskra kvenna. Hún keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum á árinu og endaði í 14.sæti í -63kg flokki kvenna. Hún setti 8 íslandsmet á árinu, eitt í -63kg flokki kvenna og sjö -58kg flokki kvenna.

Andri keppti á RIG í Janúar

Andri keppti á RIG í Janúar

Andri Gunnarsson [LFG] (f.1983) (http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson)
Andri er Lyftingamaður ársins 2014 og er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur titilinn. Andri vann bronsverðlaun í stigakeppninni á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru í San Marino. Þar snaraði hann 143kg og jafnhenti 170kg eða samanlagt 313kg sem gáfu honum 326,8 Sinclair stig.

Lyftingasambandið afhendir núna í fyrsta sinn verðlaun fyrir ungmenni ársins í karla og kvenna flokki, eftirfarandi hljóta þessi verðlaun:

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir [LFG] (f.1996) (http://results.lsi.is/lifter/lilja-lind-helgadottir)
Lilja Lind bætti sig mikið á árinu. Helsta afrek hennar kom í Október þegar hún setti norðurlandamet unglinga (20 ára og yngri) í jafnhendingu fyrst íslenskra kvenna þegar hún lyfti 103kg upp fyrir haus í +75kg flokki kvenna. Þetta var einnig þyngsta lyfta sem íslensk kona hefur lyft yfir alla þyngdar og aldursflokka. Hún sett alls 11 íslandsmet í fullorðinsflokki og 13 íslandsmet í unglingaflokkum -75kg og +75kg. Hún er stigahæsta konan 20 ára og yngri með 216,37 Sinclair stig sem hún náði á Norðurlandameistaramóti Unglinga.

Guðmundur Högni á Ítalíu eftir að hafa sett 3 af 14 íslandsmetum sínum í piltaflokki á árinu

Guðmundur Högni skellti sér til Ítalíu og setti þar 3 af 14 íslandsmetum sínum í piltaflokki á árinu

Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR] (f.1996) (http://results.lsi.is/lifter/gudmundur-hogni-hilmarsson)
Guðmundur Högni hefur verið í miklum framförum á árinu, hann vann silfur verðlaun á norðurlandamóti unglinga í -85kg flokki þar sem hann háði harða baráttu um gullverðlaun. Hann setti eitt íslandsmet í fullorðinsflokki þegar hann jafnhenti 147kg á Haustmóti LSÍ. Hann setti alls 14 íslandsmet í -85kg flokki 20 ára og yngri. Hann er stigahæsti karlinn 20 ára og yngri með 308,6 Sinclair stig eftir árangur Haustmótsins.

Eftirfarandi Lyftingamenn og konur settu íslandsmet á árinu:

Kvennaflokkur (54)
Lilja Lind Helgadóttir [LFG]: 11
Birna Dís Ólafsdóttir [LFG]: 10
Anna Hulda Ólafsdóttir [LFR]: 8
Hrefna H. Guðlaugardóttir [LFR]: 8
Björk Óðinsdóttir [KFA]: 6
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir [UMFN]: 6
Annie Mist Þórisdóttir [LFR]: 3
Þuríður Erla Helgadóttir [Ármann]: 1
Katrín Tanja Davíðsdóttir [Ármann]: 1

Karlaflokkur (13)
Björgvin Karl Guðmundsson [LFR]: 9
Sigurður Bjarki Einarsson [FH]: 3
Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR]: 1

Unglingamet:
Piltaflokkur (20 ára og yngri) (53)
Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR]: 14
Stefán Velemir [FH]: 11
Hilmar Örn Jónsson [FH]: 9
Einar Ingi Jónsson [LFR]: 6
Sindri Pétur Ingimundarson [LFR]: 5
Högni Hjálmtýr Kristjánsson [LFR]: 3
Hinrik Ingi Óskarsson [LFR]: 2
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld [LFR]: 2
Emil Ragnar Ægisson [UMFN]: 1

Stúlknaflokkur (20 ára og yngri) (20)
Lilja Lind Helgadóttir [LFG]: 13
Sólveig Sigurðardóttir [LFG]: 7

Öðlingar:
Öðlingar Konur 35-39 ára
Íris Dröfn Johansen [UMFN]: 7

Öðlingar Karlar 50-54 ára
Gísli Kristjánsson [LFR]: 5

Reykjavík International Games 2015 : RIG2015

logo

RIG í ólympískum lyftingum verður haldið 24.Janúar í húsakynnum LFR/CFR, mótið verður sýnt beint á RÚV líkt og fyrri ár.

Mótshaldarar og stjórn LSÍ hafa ákveðið að í ár fái 10 bestu konur og karlar boð um þátttöku samkvæmt stigalista LSÍ fyrir árið 2014 eftir jólamótið 20.Desember. Ef einhver á listanum gefur frá sér boð þá mun boðið færast niður til næsta manns.

Eftirfarandi listar eru því aðeins til viðmiðunar eins og er og hvetjum við alla til að keppa á jólamótinu sem ekki eru öruggir um sæti á mótinu:

http://results.lsi.is/ranking/total/2014/m

http://results.lsi.is/ranking/total/2014/f

Þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum

Logo LSÍPA-ELEIKO-LOGO-3Ewf logo 2

Lyftingasamband Íslands, Evrópska lyftingasambandið og Eleiko munu halda þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum helgina 16-18 janúar 2015 í tengslum við Reykjavíkurleikana. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Íslands að Engjavegi 6 í Reykjavík.

Kennarar verða Antonio Urso, forseti Evrópska lyftingasambandssins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskólann í Róm og Colin Buckley styrktarþjálfari sem á sæti í þjálfaranefnd Evrópska lyftingasambandssins.

Námskeiðið er þriggja daga námskeið bæði með verklegar og bóklegar æfingar og próf. Bæði verður farið yfir tækniæfingar í ólympískum lyftingum, almenna styrktarþjálfun afreksíþróttamanna með ólympískum lyftingum, styrktarkennslu og öryggi iðkenda við ólympískar lyftingar.

Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Eleiko og Evrópska lyftingasambandsins sem heitir „Weightlifting for Sports“ og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennann styrk iðkenda sinna ásamt því að vera hluti af þjálfaramenntunaráætlun Evrópska Lyftingasambandssins.

Innifalið í námskeiðinu er hádegismatur og kaffi alla dagana, kennslubók í ólympískum lyftingum, kennsludiskur og usb lykill með öllu kennsluefninu.

Verðið á þessu námskeiði er 80.000 kr. en ef greitt er fyrir 18. desember er verðið 65.000 kr. Lyftingasambandið vill benda á styrki stéttarfélaga til þeirra sem starfa við þjálfun. Til dæmis þá geta félagsmenn hjá VR sótt um styrk fyrir 75% af námskeiðinu. Hægt er að ganga frá greiðslu inn á reikning Lyftingasambandssins 0311-26-2992, kt. 430275- 0119 og senda staðfestingarpóst á lsi@lsi.is. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25 einstaklingar.

Skráningar á þjálfaranámskeið óskast sendar á tölvupósti á lsi@lsi.is

Lyftingasamband Íslands hvetur öll aðildarfélög sín og önnur íþróttafélög til þess að senda þjálfara á þetta námskeið, til að auka þekkingu og menntun þjálfara á ólympískum lyftingum og kynna kosti þeirra við afreksþjálfun á Íslandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á ólympískum lyftingum. Lyftingadeild Ármanns mun halda grunnnámskeið sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref en vilja vera sem best undirbúnir og fá sem mest út úr námskeiðinu. Skráningar á grunnnámskeið óskast sendar á lyftingadeild@armennningar.is.

qb873en234tzastutick_normal

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum

Almaty_main1

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum hófst í dag í Almaty í Kazakstan og stendur fram til 16.Nóvember, A-hópar eru sýndir á Eurosport. Þetta mót er það fyrsta sem telur til þátttöku fyrir ólympíuleikana 2016 (sjá nánari upplýsingar um þátttökuskilyrði í afreksstefnu LSÍ).
Skráðir til leiks eru 223 konur frá 52 löndum og 316 karlar frá 63 löndum munu keppa um heimsmeistaratitla, hver þjóð má að hámarki senda 8 karla og 7 konur og aðeins 2 keppendur í hvern þyngdarflokk. Gera má ráð fyrir að Rússar, Kínverjar og Íranir muni hreppa flest gullverðlaun. Norðurlandaþjóðirnar eiga 9 fulltrúa; Finnar með 3 kvk og kk, Norðmenn með 1 kvk og kk og Danir með 1 kk:

KVK
Sini Kukkonen (FIN) -53kg KVK [30.sæti (68/85)]
Anna Everi (FIN) -63kg KVK [34.sæti (84/104)]
Anni Vuohijoki (FIN) -69 KVK [26.sæti (84/105)]
Ruth Kasirye (NOR) -69 KVK [13.sæti (101/122)]

KK
Tim Kring (DEN) -77 KK [30.sæti (132/165)]
Milko Tokola (FIN) -85kg KK [41.sæti (137/168)]
Miika Antti-Roiko (FIN) -94kg KK [NM (150/NM)]
Teemu Roininen (FIN) +105kg KK [25.sæti (155/200)]
Kim Erik Tollefsen (NOR) +105kg KK [keppti ekki]

Nokkrir áhugaverðir tenglar fyrir mótið:
Dagskrá
Útsending og Live score frá IWF
Keppendalisti
Spá (All things gym):
Afrekaskrá fyrir síðustu mót

Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 2

Heildarúrslit frá mótinu eru komin á netið á vefslóðinni: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-2014

Emil Ragnar Ægisson (UMFN) hóf leikinn í sterkum -77kg flokki, hann snaraði 102kg í annari tilraun sem var nýtt íslandsmet í -77kg flokki pilta, hann reyndi síðan við 107kg og var nálægt því að fara með þá þyngd. Í jafnhendingunni lyfti hann 126kg og reyndi við 131kg sem hefði tryggt honum bronsverðlaun en endaði í fjórða sæti.

Næst var komið að -85kg flokknum, þar voru tveir keppendur mættir til leiks frá Lyftingafélagi Reykjavíkur (LFR). Högni Hjálmtýr Kristjánsson (LFR) snaraði 94kg og jafnhenti 127kg og endaði í 6.sæti. Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og byrjaði með látum í snöruninni, hann opnaði á 106kg og fór síðan upp með bætingarnar 112kg og 117kg. Hann endaði 8kg á eftir Finnanum Jesse Nykänen eftir snörunina. Í jafnhendingunni byrjaði hann á að tryggja sér silfur með 137kg, því næst fór hann í 146kg sem hann rétt missti fram og að lokum fór hann í 154kg til að reyna að tryggja sér gullið, það fór ekki upp að þessu sinni, engu að síður tvö íslandsmet pilta í snörun.

Að lokum kepptu tveir FH-ingar fyrir hönd Íslands, fyrst var það Hilmar Örn Jónsson í -105kg flokki. Hann fór upp með allar lyftur í snörun 108kg – 115kg – 121kg þar sem 121kg var bæting á hans eigin piltameti um 6kg. Því næst opnaði hann í jafnhendingu á 140kg og reyndi við 150kg og 152kg sem hefðu tryggt honum silfur en hann þurfti að sætta sig við brons.

Stefán Velemir (FH) var síðastur íslensku keppendana en hann keppti einn í +105kg flokki, hann snaraði 110kg. Í jafnhendingunni fór hann upp með 130kg og 140kg sem var jafnframt bæting á pilta meti hans í jafnhendingu sem og samanlögðum árangri.

Samanlagt vann því íslenski hópurinn til þrennra gullverðlauna, tvö silfur og tvö brons. Tólf unglingamet voru sett og Lilja Lind Helgadóttir (LFG) setti tvö íslandsmet í fullorðinsflokki sem og norðurlandamet í +75kg flokki 20 ára og yngri í jafnhendingu með 103kg. Er það í fyrsta sinn sem íslendingur setur norðurlandamet í ólympískum lyftingum, frá því að þyngdarflokkum var breytt 1998.

Liðakeppni kvenna (20 ára og yngri)
1. Svíþjóð 36 stig
2. Ísland 23 stig
3. Finnland 11 stig
4. Noregur 11 stig
5. Danmörk 5 stig

Liðakeppni karla (20 ára og yngri)
1. Finnland 37 stig
2. Ísland 20 stig
3. Svíþjóð 15 stig
4. Noregur 14 stig
5. Danmörk 7 stig

Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 1

Hægt er að nálgast úrslit frá mótinu í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-2014 (við munum bæta við heildarúrslitum um leið og við fáum þau í hendurnar.)

Hægt er að horfa á upptöku af mótinu á eftir farandi vefsíðu: http://bambuser.com/v/5025403

Keppni í pilta flokki hefst klukkan 9:00 á íslenskum tíma á morgun.

Stelpurnar okkar stóðu sig með stakri prýði á norðurlandamóti unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fór í Landskrona í Svíþjóð í dag (25.október). Afrek dagsins átti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) þegar hún lyfti 103kg í jafnhendingu og bætti þar með Norðurlandamet meyja (20 ára og yngri) í jafnhendingu um 1kg sem var í eigu Meri Ilmarinen frá Finnlandi sett 2011. Meri verður meðal keppenda á HM í ólympískum lyftingum sem hefst í Almaty í Kazakstan 8.Nóvember næstkomandi.

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir mótið

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson þjálfari hennar eftir mótið

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) hóf leikin í dag en hún keppti í -63kg flokki 20 ára og yngri, þar opnaði hún á 55kg í snörun en vegna tæknilegra vandamála á ritaraborði þurfti hún síðan að stökkva í 63kg. Hún klikkaði á þeirri þyngd í fyrstu tilraun en hafði hana í þriðju og síðustu tilraun, með því bætti hún íslandsmet sitt í stúlkna flokki um 2kg. Í jafnhendingu lyfti hún 70kg og 75kg en klikkaði á 80kg í þriðju tilraun, þessi heildar árangur færði henni bronsverðlaun í -63kg flokki og nýtt íslandsmet stúlkna í heildar árangri 138kg.

Næstar til leiks voru Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) og Auður Ása Maríasdóttir (LFG) þær kepptu í -75kg flokki. Það var nokkur barátta á milli þeirra en svo fór að Freyja Mist stóð uppi sem sigurvegari en hún lyfti samtals 145kg (65/80) á móti 138kg (63/75) Auðar Ásu. Fyrsti Norðurlanda titillinn til Íslands var því staðreynd.

12

f.v. Freyja Mist, Lilja Lind, Auður Ása og Sólveig

Að lokum keppti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) í +75kg flokki, hún opnaði örugglega á 80kg og reyndi síðan tvisvar sinnum við 85kg í snörun sem var tilraun til nýs norðurlandamets stúlkna. Í jafnhendingunni lyfti hún eins og áður sagði 103kg eftir að hafa opnað á 96kg og síðan fengið 100kg ógild í annari lyftu. Hún vann að sjálfsögðu gullverðlaun. Lilja heldur á morgun til Finnlands í viku æfingabúðir þar sem hún mun m.a. æfa með landsliði finna sem eru í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í lyftingum. Lilja Lind verður síðan meðal keppenda á Evrópumeistaramóti Unglinga (EWF) sem fram fer í Limassol á Kýpur daganna 20-29. Nóvember. Hægt er að sjá skráningarlistann á eftirfarandi vefsíðu: http://ewfed.com/documents/2014/Limassol_2014/Limassol_by_cat.htm en 376 lyftingamenn og konur eru skráðar til leiks frá 36 landssamböndum.

f.h. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

f.v. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

Norðurlandamót Unglinga: Dagskrá

Hópurinn mættur til Danmerkur

Hópurinn mættur til Danmerkur

Vefsjónvarp á eftirfarandi slóð: http://bambuser.com/channel/Helgesson

60 keppendur eru skráðir til leiks á Norðurlandamót unglinga sem fram fer um helgina í Landskrona í Svíþjóð.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

KVK(u17),KK(u17) og KVK(u20) keppa á laugardeginum 25. Október, keppni hefst klukkan 11:00 á staðartíma

KK(u20) keppa á sunnudeginum 26. Október, keppni hefst klukkan 10 á staðartíma

Við munum tilkynna það hér á síðunni ef mótið verður sýnt á netinu.

Keppendalistann má nálgast á eftirfarandi síðu: http://iof3.idrottonline.se/SvenskaTyngdlyftningsforbundet/NordiskaTF/Home/News/NewsfromNTF/StartingListLandskrona/

KVK(u17) = 8
FIN = 2
SVÍ = 1
NOR = 2
DEN = 3
ISL = 0

KK(u17) = 13
FIN = 5
SVÍ = 3
NOR = 2
DEN = 3
ISL = 0

KVK(u20) = 15
FIN = 2
SVÍ = 6
NOR = 2
DEN = 1
ISL = 4

KK(u20) = 24
FIN = 8
SVÍ = 7
NOR = 2
DEN = 2
ISL = 5