Úrslit frá Íslandsmeistaramótinu 2014

Mótinu verður gerð frekari skil í vikunni en úrslitin má sjá hér í eftirfarandi skjölum:

Konur holl 1
Konur holl 2

Karlar holl 1
Karlar holl 2

Sjá umfjöllun mbl um mótið:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/04/19/gisli_islandsmeistari_i_enn_eitt_skiptid/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/04/19/bjork_islandsmeistari_og_setti_met_2/

Keppendalistinn fyrir Íslandsmeistaramótið 2014

Keppendalistinn fyrir Íslandsmeistaramótið sem haldið verður næstkomandi laugardag 19.Apríl í húsakynnum LFR/CFR er eftirfarandi:

Konur
Flokkur Nafn Fæðingarár Lið
53 kg
- Hrefna H. Guðlaugardóttir 1986 LFR
- Hafdís Huld Sigurðardóttir 1988 ARM
- Íris Dröfn Johansen 1977 UFN
58 kg
- Oddrún Eik Gylfadóttir 1988 NBC
63 kg
- Anna Hulda Ólafsdóttir 1985 LFR
- Björk Óðinsdóttir 1988 KFA
- Þuríður Erla Helgadóttir 1991 Ármann
69 kg
- Freyja Mist Ólafsdóttir 1996 LFR
- Erna Héðinsdóttir 1976 ARM
- Ragnheiður S. Sigmundsdóttir 1992 UFN
- Herdís Birta Bragadóttir 1997 LFR
75 kg
- Auður Ása Maríasdóttir 1994 LFG
75+ kg
- Elísabet Sóley Stefánsdóttir 1977 LFR
- Lilja Lind Helgadóttir 1996 LFG
Karlar
Flokkur Nafn Fæðingarár Lið
69 kg
- Stefán Ernir Rossen 1994 KFA
77 kg
- Davíð Björnsson 1995 ARM
- Snorri Björnsson 1994 LFR
85 kg
- Guðmundur Högni Hilmarsson 1996 ARM
- Björgvin Karl Gudmundsson 1992 LFR
- Hinrik Ingi Óskarsson 1994 LFR
- Daníel Róbertsson 1991 ARM
- Högni Hjálmtýr Kristjánsson 1994 LFR
- Jakob Magnússon 1988 Ármann
94 kg
- Sigurður Bjarki Einarsson 1985 FH
- Erlendur Helgi Jóhannesson 1991 KFA
- Vignir Valgeirsson 1994 LFG
- Stefán Ingi Jóhannson 1994 LFR
- Bjarmi Hreinsson 1992 LFR
- Árni Freyr Bjarnason 1988 Ármann
105 kg
- Árni Björn Kristjánsson 1987 LFG
105+ kg
- Gísli Kristjánsson 1964 LFR
- Bjarki Garðarsson 1988 KFA

Anna Hulda með nýtt íslandsmet í jafnhendingu

Anna Hulda Ólafsdóttir lauk í dag keppni á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fór í Tel Aviv í Ísreal. Anna Hulda keppti eins og áður hefur komið fram hér á síðunni í B-flokki 63kg kvenna. Hún vigtaðist léttust inn allra kvenna í 63kg flokki eða 61,58kg.

Anna Hulda hitar upp baksviðs í Tel Aviv

Anna Hulda hitar upp baksviðs í Tel Aviv

Hún endaði í 8.sæti af 10 keppendum í sínum flokki og í 14.sæti af 18 keppendum í heildar keppninni. Hún hóf leikinn með öruggri lyftu í snörun 70kg og fór því næst í 73kg en íslandsmet hennar er 75kg frá því á Jólamóti LSÍ 2013. Tvær tilraunir með 73kg fóru ekki í gegn en þyngdin virkaði létt í höndunum á henni og ekki er ólíklegt að smá stress hafi slegið hana út af laginu. Gott dæmi um hversu auðvelt það er að missa lyftur er að sigurvegarinn í 63kg flokki kvenna hin rússneska Tima Turieva missti byrjunar þyngdina sína tvisvar sinnum áður en hún loks lyfti henni í þriðju tilraun. Tveir keppendur í A-flokki duttu einnig út í jafnhendingu þar sem þeir náðu ekki gildri lyftu í jafnhendingu.

Anna og Sarah í Tel Aviv

Anna og Sarah í Tel Aviv

En Anna var ekki að baki dottin, hún háði nokkuð harða keppni við hina dönsku Söru Krarup sem einnig keppir í Crossfit eins og Anna. Anna byrjaði því á að lyfta 87kg og fór síðan í 90kg til að tryggja sér sigur á henni og loks í 94kg sem var tilraun til nýs íslandsmet og bæting um 1kg á meti Þuríðar Erlu Helgadóttur frá því á RIG leikunum í janúar. Sú lyfta fór létt upp og Anna lauk því leik með glæsibrag með 164kg í samanlögðum árangri sem er 3kg frá íslandsmeti hennar í samanlögðum árangri í 63kg flokki kvenna en Anna hefði farið upp um eitt sæti hefði hún bætt það met. Hún fagnaði metinu með heljarstökki sem vakti lukku áhorfenda.

Samsett mynd sem sýnir m.a. íslandsmets lyftu Önnu

Samsett mynd sem sýnir m.a. heljarstökk Önnu eftir íslandsmetið

Þriðji fulltrúi norðurlandaþjóðanna hin finnska Anna Everi ein besta lyftingakona norðurlandanna ætlaði sér stóra hluti en hún fór aðeins með opnunarþyngdir sínar í gegn en lyfti þó 186kg í samanlögðu, það dugði henni í 6.sætið í B grúppunni.

Anna Hulda með nýtt íslandsmet 94kg. Ljósmyndari: Kari Kinnunnen

Anna Hulda með nýtt íslandsmet 94kg. Ljósmyndari: Kari Kinnunnen

Heildar úrslit má sjá á: http://www.easywl.com/results/scoreboard.php?sessid=330

Anna Hulda lyftir á morgun

Anna Hulda Ólafsdóttir keppir á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael. Hún mun keppa klukkan 11:30 að staðartíma en það er klukkan 8:30 á Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með beint í gegnum eftirfarandi síðu: http://www.easywl.com/results/index.php?idgara=142

Anna Hulda í upphitunaraðstöðunni í Tel Aviv

Anna Hulda í upphitunaraðstöðunni í Tel Aviv

Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel og mun þessi reynsla nýtast Önnu í framtíðinni.

Listi yfir lyftingakonur sem keppa við Önnu Huldu

Listi yfir lyftingakonur sem keppa við Önnu Huldu

Frekari upplýsingar um mótið má finna á síðu evrópskalyftingasambandsins: http://ewfed.com/news_det.php?id=65

Lyftingamaður og kona ársins 2013 útnefnd af IWF

Ruslan Albegov (RUS) og Tatiana Kashirina (RUS) var afhent viðurkenning af alþjóðalyftingasambandinu (IWF) nýlega fyrir að vera valið lyftingafólk ársins 2013.
Öll sambandsríki hafa kostningarrétt í kjörinu og fór það svo að báðir aðilar voru frá Rússlandi þetta árið.

Á heimsmeistaramótinu á síðasta ári þá bætti Kashirina heimsmet kvenna í jafnhendingu þegar hún lyfti 190kg í +75kg flokki. Hún staðnæmdist ekki þar og lyfti á forsetabikarnum í Rússlandi stuttu eftir heimsmeistaramótið nýju heimsmeti í samanlögðum árangri 334kg sem er það mesta þyngd allra tíma í lyftingum kvenna.

Í karlaflokki var það Ruslan Albegov sem fór með sigur af hólmi en hann vann yfirþungaviktina (+105kg) á heimsmeistaramótinu í Wroclow (Póllandi) árið 2013
með því að lyfta 464kg í samanlögðu sem er aðeins 8kg frá heimsmeti Hossein Rezazadeh (IRN) sem hann setti á Ólympíuleikunum árið 2000.

Ruslan hafði þetta að segja um valið: “Fyrir fimm árum síðan var ég sitjandi í skriðdreka, eftir að herþjónustunni lauk þá horfi ég ekki á árangur keppinauta minna, minn eini óvinur er þyngdin á stönginni”

Tatiana sagði þetta: “Ég virði alla keppinauta mína jafnt, bæði þá sem eru sterkari og aumari. Erfiðustu keppinautarnir mínir koma samt alltaf frá Kína, ég vonast ennþá eftir því að geta bætt árangur minn”

Lyftingamaður ársins 2013 Ruslan Albegov

Lyftingakona ársins 2013 Tatiana Kashirina

Anna Hulda á leið á Evrópumeistaramótið

Anna Hulda Ólafsdóttir mun keppa fyrir ísland á EM 2014 sem fram fer í Ísrael dagana 5. til 12. Apríl. Anna er skráð til keppni í -63kg flokk kvenna og mun hún væntanlega keppa á mánudeginum 7. Apríl. Lárus Páll Pálsson formaður Lyftingasamband Íslands mun fylgja Önnu Huldu til Tel Aviv.

Image
Hér er Anna við æfingar í nýjum landsliðsbúningi LSÍ

Nokkuð margir keppendur fara á mótið frá norðurlöndunum eða um 19 talsins, 9 karlar og 10 konur að Önnu meðtaldri. Hún mun væntanlega mæta hinni dönsku Söru Troelsen Krarup og hinni finnsku Önnu Everi í mínus 63kg flokki.

Eftirtaldir keppa fyrir hönd norðurlandanna á EM:

Land     Kyn          Nafn                                      Flokkur
ÍSL        KVK        ÓLAFSDÓTTIR, Anna H.      -63kg

NOR     KK         TOLLEFSEN, Kim Eirik         +105kg
NOR     KVK       KASIRYE, Ruth                      -69kg

SVÍ        KVK        ROOS, Anelica                     -58kg
SVÍ        KVK        HANSSON, Carita                 -69kg

DEN      KVK        KRARUP, Sarah T.                -63kg
DEN      KVK        HAUGE, Karina                     -69kg
DEN      KK        KRING, Tim                             -77kg
DEN      KK        DARVILLE, Simon K.              -85kg
DEN      KK        NORGAARD, Jeppe                -94kg

FIN        KVK        KUKKONEN, Sini                 -48kg
FIN        KVK        Everi, Anna                           -63kg
FIN        KVK        VUOHIJOKI, Anni                 -69kg
FIN        KVK        ILMARINEN, Meri                 -75kg
FIN        KK        TOKOLA, Milko                      -85kg
FIN        KK        ANTTI-ROIKO, Miika              -94kg
FIN        KK        RETULAINEN, EEro              -94kg
FIN        KK        ROININEN, Teemu               +105kg
FIN        KK        EERO, Oja                           +105kg

Hægt er að sjá heildar keppendalistann á mótinu hér: http://www.ewfed.com/documents/2014/TelAviv_2014/Draft_Final_Entries_TelAviv_2014.htm

Drög af dagskrá er hægt að sjá hér: http://www.ewfed.com/documents/2014/TelAviv_2014/TimeTable_TelAviv_2014.pdf

Nýafstaðið dómaranámskeið

Um helgina stóð yfir dómaranámskeið á vegum Lyftingasambands Íslands.

Kennari var Per Mattingsdal.  Per er einn virtustu dómurum IWF, en hann hefur dæmt á fjölmörgum Evrópumeistaramótum, Heimsmeistaramótum og einnig á Ólympíluleikum í Ólympískum lyftingum síðan árið 1984.

Alls sóttu 10 manns námskeiðið og stóðu það öll með sóma.  Við viljum óska nýútskrifuðum dómurum í Ólympískum lyftingum innilega til hamingju.

dómara2

Nemendur ásamt Per fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Laugardal

Eftirfarandi dómarar úskrifuðust um helgina

Ásgeir Bjarnason
Bjarki Garðarsson
Einar Þór Ísfjörð
Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Erna Héðinsdóttir
Guðrún S. Sigurgrímsdóttir
Harpa Katrín Halldórsdóttir
Ingi Gunnar Ólafsson
Ingunn T. Ásgeirsdóttir
Róbert Eyþórsson

dómara dómara1