Íslandsmeistaramót 2012

Þuríður að Jafnhatta 78 kg.

Laugardaginn 24.3 fór fram  Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi.  Mikil gróska er í ástundun ólympískra lyftinga á Íslandi um þessar mundir og var mótið hið fjölmennasta í áraraðir. Margir ungir og efnilegir lyftingamenn þreyttu frumraun sína á mótinu og gefur frammistaða þeirra góð fyrirheit um framtíð Ólympískra lyftinga á Íslandi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá nýja og vel þjálfaða kynslóð lyftingakvenna, sem flestar hafa kynnst Ólympískum lyftingum í gegnum ástundun sína á Crossfit.

Besta árangri mótsins náðu þau Gísli Kristjánsson, sem hlaut 345 Sinclair stig, og Þuríður Erla Helgadóttir sem hlaut 185,0 Sinclair stig.
Fjölmörg Íslandsmet voru sett á mótinu, og fara þau hér á eftir:

Hrannar Guðmundsson, í 77 kg þyngdarflokkki, setti Íslandsmet í snörun (108kg), jafnhendingu (140kg) og samanlögðu (248kg).

Þuríður Erla Helgadóttir, í 58 kg þyngdarflokki, setti Íslandsmet í snörun (62 kg), jafnhendingu (77 kg) og samanlögðu (139 kg).

Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir, í 63kg þyngdarflokki, setti Íslandsmet í snörun (54kg), jafnhendingu (71kg), og samanlögðu (125kg).

Katrín Tanja Davíðsdóttir, 18 ára, lyfti 70 kg í snörun, og bætti þar með Íslandsmet Anníe Mist Þórisdóttur um 2 kg. Hún setti jafnframt met í flokki 20 ára og yngri í snörun (70 kg), jafnhendingu (85kg) og samanlögðu (155 kg). Hún keppti í 69kg þyngdarflokki.

Lilja Lind Helgadóttir, 15 ára, setti stúlknamet í snörun (50kg), jafnhendingu (70 kg) og samanlögðu (120 kg). Hún keppti í 69 kg þyngdarflokki.

Guðmundur Högni Hilmarsson, 15 ára, setti drengjamet í í snörun (90kg), jafnhendingu (112 kg) og samanlögðu (202 kg). Hann keppti í 85kg þyngdarflokki.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s