Anna Hulda með brons á Norðurlandamóti

This slideshow requires JavaScript.

Anna Hulda Ólafsdóttir með bronsverðlun fyrst íslenskra kvenna.

Laugardaginn 29. September s.l. fór fram Norðurlandamót fullorðinna í Ólympískum Lyftingum í Landskrona í Svíþjóð.

Anna Hulda Ólafsdóttir vann til bronsverðlauna í 58 kg. flokki fyrst íslenskra kvenna. Anna Hulda náði 56 kg. í Snörun og 80 kg.  í Jafnhendingu sem er Íslandsmet í hennar þyngdarflokki.

Anna Hulda var með 179,50 sinclair stig og átti í hörku baráttu við Lindu Tham frá Svíþjóð sem kom óvænt inn á mótið. Linda Tham hafði náð 58 kg. í Snörun áður en Jafnhendingin byrjaði. Linda missti hinsvegar tvær fyrstu lyfturnar í Jafnhendingu en náði þó að lyfta byrjunarþyngd sem var 73 kg. Þá þurfti Anna Hulda að ná 80 kg. í Jafnhendingu til að ná Bronsinu. Okkar stúlka fór örugglega upp með 75 kg. og kláraði svo Jafnhendinguna með Íslandsmeti og þeim 80 kg. sem þurfti til að fá bronsið eftir virkilega spennandi og skemmtilega keppni.

Hérna má sjá úrslitin í Kvennaflokki

Hérna má sjá úrslitin í Karlaflokki

Af öðrum fréttum er það að segja að Ólympískar Lyftingar eru vaxandi íþrótt á Íslandi og hefur iðkendafjöldinn margfaldast á síðustu árum. Eftir því hefur verið tekið á Norðurlöndunum og þess vegna hefur verið ákveðið að Norðurlandamót fullorðinna í Ólympískum Lyftingum verði haldið á Íslandi á næsta ári. Þetta er mikill heiður fyrir Lyftingasamband Íslands og er vonast eftir því að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja Íslendinga til dáða á heimavelli.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s