Lyftingamaður og kona ársins 2012

Anna Hulda og Gísli Kristjánsson.tiff

Gísli Kristjánsson er einn reyndasti og farsælasti lyftingarmaður Íslands um þessar mundir. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og hefur á sínum ferli keppt víða um heim og hefur meðal annars orðið Norðurlandameistari.

Á árinu 2012 keppti Gísli á tveimur stórum mótum, Reykjavík International Games (RIG) og Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum sem var haldið í Borgarnesi.

Bæði mótin sigraði Gísli nokkuð örugglega. Á Reykjavíkurleikunum setti hann nýtt Íslansmet í snörun í sínum flokki (+105) þegar hann lyfti 156kg. Sú lyfta er jafnframt 14kg yfir núverandi heimsmeti í hans aldursflokki (45-49 ára) en þetta mót telur því miður ekki þegar kemur að heimsmetinum, en vonandi nær hann að slá þetta heimsmet á stóru móti á næstu árum.

Besti árangur Gísla á árinu var 156kg í snörun og 175kg í jafnhendingu sem hann náði á Reykjavíkur leikunum.

Anna Hulda Ólafsdóttir hefur æft ólympískar lyftingar í rúmt ár en hún kemur sterk inn í íþróttina með bakgrunn úr fimleikum. Anna Hulda tók þátt á sínu fyrsta móti í Ólympískum lyftingum á Reykjavík International Games (RIG) í janúar 2012 og setti þá strax tvö íslandsmet þegar hún snaraði 55 kg og var með 120kg samanlagt í sínum flokki (-58kg).

Anna Hulda var þó ekki hætt þar en í september fór hún á Norðurlandamót fullorðinna og gerði hún sér lítið fyrir þegar hún hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki (-58kg) og kom heim fyrst allra íslenskra kvenna með verðlaunapening á Norðurlandamóti í lyftingum. Á því móti lyfti hún 56kg í snörun og 80kg í jafnhendingu og jafnaði þar með íslandsmetið sem hún hafði sett í júlí sama ár á Akureyri í jafnhendingu og endaði með 136kg samanlagt.  Á síðasta móti ársins sem haldið var í Sporthúsinu 22. Desember síðastliðinn afrekaði Anna það að slá þrjú íslandsmet í sínum flokki (-58kg) þegar hún snaraði 67kg og jafnhenti 86kg og var þar með með samanlagt 153kg.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s