Úrslit á Norðurlandameistaramóti á Akureyri 2013

Norðurlandameistaramót í Ólympískum lyftingum var haldið á Akureyri þann 17. ágúst síðastliðinn.

Ísland vann í Liðakeppni Karla en Danmörk vann í Liðakeppni kvenna.

Keppendur fyrir Íslands hönd í karlaflokki voru Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon.

Í kvennaflokki kepptu Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

Árangur Íslendingana var mjög góður og fékk Darri Már Magnússon gullverðlaun í -56 kg. fl. og setti þrjú ný íslandsmet í drengja og unglingaflokki. Hrannar Guðmundsson, átti í harðri keppni við Mikko Kuusto (FIN) í  77 kg. fl., en beið í lægri hlut á 100gr. þyndarmun á líkamsþyngd á keppnisdegi þar sem báðir lyftu 263 kg. í samanlögðu. Hrannar setti 3 ný Íslandsmet, 117 kg. í snörun, 146 kg. í janfhendingu og 263 kg. í samanlögðu eins og áður sagði. Róbert Eyþórsson hlaut silfurverðlaun í 69. kg. fl og Árni Björn Kristjánsson sömuleiðis í -105 kg. fl. en Árni Freyr Stefánsson lauk ekki keppni í þeim þyngdarflokki. Gísli Kristjánsson fékk bronsverðlaun í +105 kg. fl.. Svanhildur Vigfúsdóttir fékk bronsverðlaun -58 kg. fl. kvenna.

Per Hordnes (NOR) var stigahæstur karla yfir alla þyngdarflokka. Hann keppti í -94 kg. fl. og lyfti þar 143 kg í snörun og 180 kg í jafnhendingu og var með 323 kg. í samanlögðu.

Ruth Kasirye (NOR) var stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka. Hún keppti í -63 kg. fl. og lyfti þar 96 kg í snörun og 117 kg í jafnhendingu og var með 213 kg. í samanlögðu.

Ármann var í öðru sæti í félagsliðakeppni karla en Norska félagið Tambarskjelvar IL sigraði. Danska félagið IK 99 sigraði í félagsliðakeppni kvenna en Ármann var þar í þriðja sæti.

Á Norðurlandameistaramótum er keppt í hinum hefðbundu 8 þyngdarflokkum hjá körlum en keppt er sérstaklega í 3 þyndarflokkum í stað hinna hefðbundna 7 þyngdarflokka hjá konum.

Eftirfarandi eru sigurvegarar í þyndarflokkum karla;

+105 kg. Ragnar Öhman (140/192/332)

-105 kg. Mikkel Andersen (145/165/310)

-94 kg. Per Hordnes (143/180/323)

-85 kg. Jarleif Amdal (135/160/329)

-77 kg. Mikko Kuusisto (115/148/263)

-69 kg. Jantsen Overas (108/127/235)

-62 kg. Arto Lahdekorpi (86/102/188)

-56 kg. Darri Már Magnússon (40/45/85)

Eftirfarandi eru sigurvegarar í kvennaflokkunum;

+ 69 kg. Madeleine Ahlner (70/94/164)

63-69 kg. Ruth Kasirye (96/117/213)

-63 kg. Christina Ejstrup (63/77/140)

Önnur úrslit mótsins má sjá á eftirfarandi skrá;

Nordic Senior 2013 Result 1 group

Nordic Senior 2013 Result 2 group

Nordic Senior 2013 Result 3 group

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi síðum (©Sævar Geir Sigurjónsson).

https://www.facebook.com/kraftlyftingafelag.akureyrar/photos_stream

http://www.sport.is/ithrottir/2013/08/19/hrikalega-tekid-a-thvi-a-akureyri-myndaveisla/

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s