Lyftingafréttir

20130817_0947531

Fjölmargt er að gerast núna um þessar mundir í Lyftingaheiminum.

Um næstu helgi þann 23. nóvember verður haldið Lyftingaþing í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Sömu helgi er námskeið sem Lyftingafélag Garðabæjar heldur með Ma Jianping sem er Kínverskur þjálfari og mun sýna okkur hvernig Kínverjarnir eru að lyfta, en Kínverjar hafa náð gríðarlegum árangri í Ólympískum lyftingum og er síðasta heimsmeistaramót sem haldið var í Póllandi gott dæmi um það, þar sem þeir unnu 3 gullverðlaun og 1 silfurverðlaun í samanlögðu (Total) í Karlaflokkum og 3 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun og 2 bronsverðaun í samanlögðu (Total) í kvennaflokkum .

Þeir sem eru áhugasamir um þetta námskeið geta skráð sig á þessari vefsíðu: http://chineseweightlifting.com/

Norðan heiða er Akureyrarmót í Ólympískum lyfingum þann 30. Nóvember, áhugasamir geta skráð sig á þessari vefsíðu: http://kfa.is/news.php Í

Íþróttaakademía Keilis hefur verið mjög dugleg við að bjóða upp á frábær námskeið fyrir ólympískar lyftingar og almenna styrktarþjálfun. Nú um síðustu helgi kom Dietmar Wolf til landsins of fór yfir þjálfunarálag við lyftingar. Dietmar stundaði Ólympískar lyftingar áður en hann snéri sér að þjálfun í kraftlyftingum og hefur náð frábærum árangri. Von er á Dietmar aftur til landsins í byrjun nærsta árs og verður áhugavert að fylgjast með honum.

Nánir upplýsingar eru á heimasíðu Keilis.

Fjölmörg ný Lyftingafélög eru að koma upp nú um þessar mundir og vill Stjórn Lyftingasambandsins hvetja þá sem hafa áhuga á Ólympískum lyftingum að hafa samband við okkur til þess að við getum hjálpað til við stofnunina og/eða að finna lyftingafélag sem er nálægt þér til þess að þú getir byrjað.

Ef þú hefur áhuga á að stunda Ólympískar lyftingar, endilega hafðu samband við LSÍ með tölvupósti á lsi@lsi.is

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s