Lyftingamaður og lyftingakona ársins!

Lyftingasamband Íslands hefur valið lyftingamann og lyftingakonu ársins og hljóta titilinn þetta árið likt og í fyrra Gísli Kristjánsson og Anna Hulda Ólafsdóttir sem bæði keppa undir merkjum Lyftingafélags Reykjavíkur (LFR).

Gísli Kristjánsson

Gísli Kristjánsson er einn reyndasti og farsælasti lyftingarmaður Íslands um þessar mundir. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og hefur á sínum ferli keppt víða um heim og hefur meðal annars orðið Norðurlandameistari árið 2001. Gísli er 49 ára og sýnir það vel hversu lengi er hægt að endast í íþróttinni á afreksstigi. Hann á heilmikið eftir og stefnir á mót erlendis á næsta ári. Á árinu 2013 keppti Gísli á 3 mótum; Reykjavík International Games (RIG), Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum og norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum. Gísli fékk silfur verðlaun í heildarstigakeppni á RIG, gull verðlaun á Íslandsmótinu og brons verðlaun í +105kg flokki á norðurlandamótinu. Besti árangur Gísla á árinu var 150kg í snörun og 175kg í jafnhendingu eða 325kg samtals, þetta gefur honum 348,22 Sinclair stig skv. stigatöflu. Á viðmiðunarlista alþjóðalyftingasambandsins (IWF) er Gísli í 67-69. sæti á heimslista í +105kg flokki.

Gísli Kristján

Anna Hulda Ólafsdóttir

Anna Hulda hefur æft ólympískar lyftingar í rúm 2 ár og er nú valin annað árið í röð lyftingakona ársins. Anna Hulda hélt uppteknum hætti frá fyrra ári og er stigahæsta konan sem keppti í ólympískum lyftingum árið 2013. Hún keppti á alls þremur mótum á árinu; Reykjavik International Games (RIG), Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum og á sumarmóti LSÍ. Hún sigraði öll þessi mót og setti alls 8 Íslandsmet. Besti árangur hennar var í 58kg flokki á RIG; 68kg í snörun, 86kg í jafnhendingu samanlagt 154kg sem gefa henni 217,9 Sinclair stig. Í 63kg flokki náði hún bestum árangri á sumarmóti LSÍ; 70kg í snörun, 90kg í jafnhendingu samanlagt 160kg sem gefa henna 214,69 Sinclair stig. Á viðmiðunarlista alþjóðalyftingasambandsins er Anna Hulda í 104-105. sæti á heimslista í 58kg flokki og 89-91. sæti í 63kg flokki. Anna Hulda keppti einnig á Evrópuleikunum og Heimsleikunum í CrossFIT. Hún hefur einnig starfað sem varaformaður lyftingasambands íslands fyrir árið 2013 og þakkar sambandið henni vel unnin störf.

Anna Hulda

Árið hefur verið  viðburðarríkt hjá lyftingasambandinu sem fagnaði 40 ára starfsafmæli. Það hélt meðal annars Norðurlandamót á Akureyri í fyrsta sinn í 20 ár í samstarfi við KFA þar sem Ísland eignaðist einn gullverðlaunahafa í 56kg flokki (Darri Már Magnússon) og einnig vann karlaliðið gullverðlaun í liðakeppni. Ísland eignaðist líka Norðurlandameistara unglinga yngri en 17 ára í kvennaflokki á norðurlandamóti unglinga í Danmörku (Lilja Lind Helgadóttir). Alls voru sett 26 ný íslandsmet í fullorðinsflokkum og 14 íslandsmet í unglingaflokkum á árinu.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s