Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) 2014

Þrír íslenskir keppendur kepptu á Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) nú um helgina, nokkur hefð hefur verið fyrir því í gegnum tíðina að íslendingar fari og keppi á þessu alþjóðlega móti sem lyftingasamband Danmerkur stendur fyrir.

Fremstur í flokki íslendinganna var Gísli Kristjánsson sem endaði fimmti í heildarkeppninni þegar hann lyfti 150kg í snörun og 165 kg í jafnhendingu. Gísli átti einnig tilraun við 153kg í snörun og 170kg í jafnhendingu. Keppt í er Sinclair í karla og kvenna flokki og vigtaðist Gísli 114,5kg sem gaf honum 333,9 stig. Gísli er á meðal keppenda á RIG næstu helgi og verður áhugavert að sjá hvort hann nái þar enn betra móti.

Annar íslenskur keppandi Guðmundur Borgar Ingólfsson keppti á sínu öðru lyftinga móti en hann er búsettur í Danmörku og keppir því fyrir danska lyftingaklúbbinn IK99. Guðmundur lyfti 88kg í snörun, 113kg jafnhendingu og vigtaðist 83,9kg. Þessi árangur gaf honum 241,2 Sinclair stig og endaði hann í 35. sæti af 48 karl keppendum.

Lilja Lind Helgadóttir náði ekki gildum árangri á mótinu, hún opnaði á 70kg í snörun sem hún fékk ógilt og átti síðan tvær tilraunir við 76kg sem hún hafði ekki heldur. Hún fékk því ekki að halda áfram og lyfta í jafnhendingunni. Lilja Lind mætir vonandi grimm til leiks næstu helgi þegar RIG leikarnir í ólympískum lyftingum verða haldnir.

Hægt er að sjá heildarúrslit úr mótinu hér: http://www.cforslund.dk/results.aspx?id=86786

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s