Íslandsmet hafa verið uppfærð eftir RIG

Íslandsmet hafa verið uppfærð, fjölmörg met voru sett á mótinu sem og tilraunir til nýrra meta.

58kg flokkur kvenna
Einn erlendur keppandi var í kvennaflokki Sandra Instefjord Trædal sem lyfti 60kg í snörun og 79kg í jafnhendingu, það skilaði henni 8. sæti í heildarstigakeppni kvenna enda gríðalega hörð keppni.

63kg flokkur kvenna
Anna Hulda Ólafsdóttir átti tvær góðar tilraunir við nýtt íslandsmet í snörun 76kg, hún ákvað að taka stökkið og fara beint í annari lyftu í íslandsmets tilraun. Það átti eftir að koma í bakið á henni í jafnhendingu þar sem Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt íslandsmet í lokatilraun 93kg og varð með þeirri lyftu stigahæsta lyftingakona mótsins. Anna Hulda átti einnig tilraun við 93kg sem ekki fór upp. Björk Óðinsdóttir keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og snaraði 73kg, hún jafnhenti einnig 90kg og átti síðan mjög góða tilraun við 94kg sem hefði verið bæting á ný settu íslandsmeti Þuríðar. Sannarlega hörð keppni í þessum flokk og varð það svo að Þuríður sigraði Björk á líkamsþyngd en báðar lyftu þær 163kg. Anna Hulda varð svo í þriðja sæti með 161kg í samanlögðum árangri aðeins 0,2 stigum á eftir Björk.

69kg flokkur kvenna
Fjórar öflugar konur voru skráðar til leiks í 96kg flokknum, Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði á 74kg í opnunarþyngd í snörun sem hún lyfti örugglega, því næst fór hún í nýtt íslandsmet 78kg sem er bæting á hennar eigin meti um 2kg. Hún endaði síðan á því að eiga góða tilraun við 81kg en sú tilraun fór ekki upp. Annie Mist Þórisdóttir byrjaði á að bæta met Katrín Tönju í samanlögðum árangri strax í annari lyftu í jafnhendingu þar sem hún jafnhenti 92kg og setti nýtt met 167kg. Hún var hvergi nærri hætt því hún jafnhenti einnig  95kg sem var nýtt íslandsmet kvenna í -69kg flokki í samanlögðum árangri 170kg.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppti á sýnu fyrsta lyftingamóti og lyfti 71kg í snörun og 91kg í jafnhendingu. Fjórða varð Birgit Rós Becker sem bætti sinn besta árangur í jafnhendingu um 5kg þegar hún lyfti 85kg í síðustu tilraun.

75kg flokkur kvenna
Hildur Grétarsdóttir bætti sinn besta árangur í snörun um 2kg og jafnhendingu um 2kg þegar hún snaraði 65kg og jafnhenti 80kg.

75kg+ flokkur kvenna
Lilja Lind Helgadóttir sem verður 18ára á árinu gerði gott mót eftir að hafa misst 76kg í snörun í annari tilraun lét hún hætta stöngina í 80kg sem hún tók leikandi í þriðju tilraun og bætti íslandsmet sitt um 10kg. Lilja Lind hafði gert atlögu að norðurlandameti meyja í snörun á jólamóti LSÍ en það stendur í 75kg. Hún keppir næstu 3 árin í stúlknaflokki (20 ára og yngri) og stendur norðurlandametið þar í 84kg sem hin finnska Meri Ilmarinen á. Lilja Lind opnaði í jafnhöttun á 88kg sem er 2kg frá íslandsmeti hennar í jafnhendingu en með þeirri lyftu bætti hún samanlagðan árangur sinn um 8kg. Hún fór síðan í bætinguna 93kg sem var um leið nýtt íslandsmet og að lokum lyfti hún 96kg sem setti Íslandsmet hennar í samanlögðum árangri í 176kg. Hún er því sú kona sem lyftur hefur mestri þyngd yfir allra þyngdarflokka bæði í snörun og jafnhendingu, sannarlega glæsilegt.

85kg flokkur karla
Öllu færri íslandsmet voru sett í karlaflokki en Björgvin Karl Guðmundsson hélt þó uppi heiðri strákanna með því að bæta íslandsmet sitt í snörun um 1kg í lokatilrauninni 112kg. Björgvin vigtaðist aðeins 80kg slétt inn á mótsdag. Í jafnhendingu opnaði hann á 132kg og fór síðan strax í tilraun til nýs íslandsmets 141kg sem hann rétt missti tvisvar sinnum. Hann bætti samt sem áður sinn besta árangur samanlagt um 3kg og fór í fyrsta sinn yfir 300 Sinclair stig og bætist þar í hóp góðra manna.

105kg flokkur
Einn keppandi var mættur í 105kg flokk karla, 21 árs norðmaður Kristian Helleren. Hann lyfti 129kg í snörun og 155kg í jafnhendingu sem dugði honum í annað sætið í stigakeppninni. Hann á best 135kg í snörun og 164kg í jafnhendingu og var því töluvert frá sínu besta.

105kg+ flokkur
Fjórir keppendur voru mættir í “súperinn”, fremstur í flokki fór Gísli Kristjánsson sem var að keppa aðra helgi í röð eftir að hafa keppt á CWC síðustu helgi í Kaupmannahöfn. Hann opnaði á 145kg í snörun en hafði ekki 150kg í annari og þriðju tilraun. Í jafnhendingunni lyfti hann 165kg og 170kg og tryggði sér sigur í karlaflokki með 335 stigum. Andri Gunnarsson ætlaði sér stóra hluti og opnaði á 130kg í snörun sem er jafnt hans besta árangri, hann átti síðan góðar tilraunir við 135kg en það fór ekki upp. Í jafnhendingu lyfti hann 160kg og átti síðan stór góða tilraun við 170kg í annari tilraun, hann reyndi síðan aftur við þá þyngd en hún reyndist ofviða. Jon Peter Ueland hafði keppt helgina áður og bætt sinn besta árangur þegar hann lyfti 130kg í snörun og 162kg í jafnhendingu, hann átti ekki góðan dag og endaði með því að lyfta 125kg í snörun og 154kg í jafnhendingu. Báðir norsku keppendurnir koma frá Vigrestad þar sem norðurlandamót fullorðinna verður haldið í ár. Árni Björn Kristjánsson byrjaði brösulega með því að missa 115kg í snörun, mistök áttu sér stað á ritaraborði í annari tilraun hjá honum og var honum leyft að taka auka tilraun í snörun. Hann nýtti sér það og snaraði 115kg og loks 120kg sem var bæting. Í jafnhendingu þá opnaði Árni á 140kg og fór síðan í 148kg sem var bæting og endaði 152kg.

Advertisements

One thought on “Íslandsmet hafa verið uppfærð eftir RIG

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s