Landsliðshópar og keppnisferðir 2014

LSÍ hefur tekið saman landsliðshóp fyrir árið 2014, viðmiðun fyrir hópinn eru 280 Sinclair stig hjá körlum og 200 Sinclair stig hjá konum.

Helst ber að geta að næsta erlenda mót sem LSÍ sendir keppendur á er Evrópumeistaramót fullorðinna Í Tel Aviv, Ísrael daganna 5-12.Apríl þar sem Anna Hulda Ólafsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd. Lárus Páll Pálsson formaður LSÍ mun fara út henni til aðstoðar og jafnframt sitja þing evrópska lyftingasambandsins (EWF) fyrir mótið.

Þetta mun vera fyrsta Evrópumeistaramótið sem Ísland sendir keppenda á síðan á EM 1988 í Wales samkvæmt heimildum greinarhöfundar, en þá voru tveir lyftingamenn Guðmundur Helgason [KR] og Haraldur Ólafsson [LFA] sem kepptu.
Haraldur hóf keppni í 82,5kg þyngdarflokk sem þá var og snaraði 125kg og jafnhenti 172,5kg. Sá árangur dugði þá 16. sæti í samanlögðum árangri. Guðmundur keppti í 100kg flokki og snaraði 145kg og jafnhattaði 180kg, það dugði honum til 12.sætis í samanlögðum árangri. Árið 1974 á Verona á Spáni náði Guðmundur Sigurðsson [Ármann] besta árangri íslensk lyftingamanns á evrópumeistaramóti þegar hann lyfti 142.5kg í snörun og 180kg í jafnhendingu í millivigtarflokki. Það gaf honum 8.sæti af 22 keppendum og setur ferð Önnu Huldar í sögulegt samhengi þar sem sú ferð var farin fyrir 40 árum.

Einnig hefur verið valinn hópur sem sendur verður á Smáþjóðleikana Í San Marino 26.Apríl, eftirfarandi keppendur hafa verið valdir: Gísli Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Sigurður Bjarki Einarsson og Árni Björn Kristjánsson (Keppandi og þjálfari).
Smáþjóðleika keppnin fer þannig fram að keppt er í stigakeppni þar sem þrír hæstu keppendur telja fyrir liðið, það er ástæðan fyrir því að engar konur eru valdar til keppni að þessu sinni.

Stefnt verður að því að senda sjö manna lið til þátttöku á norðurlandameistaramótið í lyftingum sem fram fer í Noregi 30.Maí – 1.Júní, stefnt er að því að senda fjórar konur og þrjá karla og verður valið í þann hóp eftir Íslandsmeistaramótið 19.Apríl.

Tilkynningar um frekari keppnisferðir erlendis munu birtast hér á síðunni þegar nær dregur þeim keppnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s