Danska og finnska meistaramótið um helgina

Danska meistaramótið
Danska meistaramótið fer fram í Slagelse um helgina, 72 karlar eru skráðir til leiks og 37 konur.

Íslendingar eiga einn keppanda á mótinu Guðmund Borgar Ingólfsson sem keppir undir merkjum IK99, hann keppir í 85kg flokki og snaraði í janúar á CWC 88kg og jafnhenti 113kg.

Bestu lyftingamenn dana eru skráðir til leiks m.a. Tim Kring 24ára og keppandi í 77kg flokki hann snaraði 126kg og jafnhattaði 153kg sem dugði honum til sigurs á CWC í janúar.

Hægt er að nálgast skráningarlista á slóð danska lyftingasambandsins http://www.weightlifting.dk

Finnska meistaramótið
Finnska meistaramótið fer einnig fram um helgina í Pori, 70 karlar eru skráðir og 55 konur. Fjöldi finna er skráður til leiks en greinarhöfundur er mest spenntur á að fylgjast með eftirfarandi keppendum;
í karlaflokki Milko Tokola (85kg),Eero Retulainen (94kg),  Miika Antti-Roiko (105kg), Eero Oja (+105kg) og Teemu Roininen (+105kg). Í kvennaflokki ber helst að nefna Anni Vuohijoki (69kg), Anna Everi (69kg) og Meri Ilmarinen (75kg).

Hægt er að sjá keppendalistann á heimasíðu finnska lyftingasambandsins:
http://www.painonnosto.fi/portal/fi/liitto/uutiset/?bid=1816&area=2

Streymt verður frá finnska meistaramótinu í gegnum eftirfarandi heimasíðu: http://bambuser.com/channel/parkanonpuntti

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s