Úrslit úr Danska meistaramótinu

Danska meistaramótið fór fram í gær, ekki einn heldur tveir íslenskir keppendur sem búsettir eru í Danmörku kepptu þar.

Í karlaflokki fór Guðmundur Borgar Ingólfsson með allar sínar lyftur í gegn og lyfti 90kg í snörun og 116kg í jafnhendingu. Guðmundur er nýlega farinn að keppa í ólympískum lyftingum en hann keppti á sínu fyrsta móti í desember og er þetta hans þriðja mót síðan þá og hefur hann bætt sig jafnt og þétt á öllum mótum. Reynsluleysið kom honum í koll þegar hann vigtaðist of þungur til keppni í 85kg flokki (300gr) en hann fékk að keppa í 94kg flokki í staðinn. Í Sinclair stigum var hann með 55. besta árangur af 64 keppendum.

Heildarúrslit í karlaflokki má sjá á:
http://www.cforslund.dk/results.aspx?id=88596

Þrír stigahæstu karlarnir:

Navn Klub Alder Vægt 1. 2. 3. Bedste 1. 2. 3. Bedste Total points
1 Maciej Makinia AK. Atlas 38 93,2 145 150 150 150 172 175 175 172 322 370,3
2 Tim Kring IK 99 24 74,3 125 129 133 129 151 156 160 156 285 367,65
3 Jeppe Nørgaard Sportshøjskolen 26 93,9 130 135 140 135 155 160 166 166 301 343,14

Í kvennaflokki keppti Eik Gylfadóttir í 58kg flokki kvenna hún lyfti 57kg í snörun í annari tilraun en klikkaði á 60kg í þriðju tilraun. Í jafnhendingu lyfti hún 75kg í annari tilraun og reyndi við 80kg í þriðju tilraun sem hefði verið þyngsta lyftan í jafnhendingu í 58kg flokki kvenna. Hún fékk bronsverðlaun fyrir bæði snörun og jafnhendingu en endaði í fjórða sæti í heildina. Í Sinclair stigum var hún með 9. besta árangur af 34 keppendum.
Heildarúrslit í kvennaflokki má sjá á:
http://www.cforslund.dk/results.aspx?id=88612

Þrjár stigahæstu konurnar:

Navn Klub Alder Vægt 1. 2. 3. Bedste 1. 2. 3. Bedste Total points
1 Karina Hauge IK 99 26 68,3 76 80 82 80 92 96 100 100 180 226,8
2 Sarah Hammelstrup AK. Atlas 24 62,8 68 69 72 72 81 85 85 85 157 208,81
3 Christina Trier Ejstrup AK. Viking 29 52,5 57 60 63 63 68 72 76 72 135 205,2
Eik Gylfadóttir og Guðmundur Borgar Ingólfsson eftir keppni á Danska meistaramótinu

Eik Gylfadóttir og Guðmundur Borgar Ingólfsson eftir keppni á Danska meistaramótinu

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s