Úrslit frá Íslandsmeistaramótinu 2014

Úrslitin má sjá hér í eftirfarandi skjölum:

Konur holl 1
Konur holl 2

Karlar holl 1
Karlar holl 2

Sjá umfjöllun mbl um mótið:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/04/19/gisli_islandsmeistari_i_enn_eitt_skiptid/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/04/19/bjork_islandsmeistari_og_setti_met_2/

Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum fór fram þann 19.Apríl í húsakynnum LFR hægt er að sjá fjölda mynda á facebooksíðu LFR: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.233182370204104.1073741833.194522374070104&type=1

Helstu afrek og úrslit mótsins voru eftirfarandi (uppfært 25.4.2014):

Konur:

Nokkuð óvænt samkeppni varð til í 53kg flokki kvenna þar sem þrír keppendur mættu til leiks, eflaust hefur það freistað að engin íslandsmet voru skráð í þessum flokk.
Hafdís Huld Sigurðardóttir (Ármanni) byrjaði á því að taka standardinn með því að lyfta 35kg í snörun hún lyfti síðan 51kg í jafnhendingu. Íris Dröfn Johansen (UMFN) tók að því loknu metið með því að lyfta 36 og 38kg sem eru jafnframt með í M35 flokki, hún lyfti síðan 49kg í jafnhendingu. En það var Hrefna H. Guðlaugardóttir (LFR) sem stal senunni í 53kg flokki kvenna með því að fara með allar lyftur í gegn og lyfti 46kg í snörun og 58kg í jafnhendingu og standa metin þar eftir þetta mót.

Oddrún Eik Gylfadóttir (Ármann) mætti frá Danmörku og var eini keppandinn í 58kg flokki, hún fór með allar lyftur í gegn og bætti sinn persónulega árangur 58/77.

Í 63kg flokki kvenna var búist við mikilli spennu en þar mættust aftur Björk Óðinsdóttir (KFA), Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) og Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) sem eru stigahæstu lyftingakonur landsins það sem af er ársins.
Þær opnuðu allar á 70kg, Björk missti þá þyngd en Þuríður og Anna tóku hana nokkuð létt. Björk fór þá í 71kg og tók þá lyftu en Þríður fór í 73kg sem var persónuleg bæting á móti og Anna Hulda fór einnig í 73kg en missti hana naumlega aftur fyrir sig.
Þuríður var því með forustuna þegar í þriðju lyftuna var komið, Björk fór þá í 75kg sem hún lyfti glæsilega og setti mikla pressu á Önnu og Þuríði. Anna fór einnig í 75kg sem hún stóð upp með en fékk dæmda ógilda fyrir að pressa út hægri olnboga í botnstöðu, Þuríður reyndi síðan við nýtt íslandsmet 76kg en lyfti því ekki. Í jafnhendingu byrjaði Björk á því að setja nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 93kg í fyrstu tilraun, Anna Hulda lyfti í sinni 3. tilraun nýju íslandsmeti 95kg en Björk tók það af henni með því að lyfta 96kg. Björk reyndi síðan við 100kg í jafnhendingu og fór með þau upp fyrir haus en fékk lyftuna dæmda ógilda af dómurum.

Í 69kg flokki vann Erna Héðinsdóttir (Ármann) með bætingum í öllum greinum og setti um leið íslandsmet í kvennaflokki M35, tvær ungar stúlkur Freyja Mist Ólafsdóttir og Herdís Birta Bragadóttir úr LFR voru í öðru og þriðja sæti.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN) þyngdi sig upp í 75kg flokk og freistaðist þar til að taka met Lilju Lindar sem hún gerði. Hún lyfti mest 74kg í snörun og 94kg í jafnhendingu og bætti metið í samanlögðum árangri um 15kg.
Auður Ása Maríasdóttir (LFG) féll úr leik þar sem hún náði ekki gildri lyftu í snörun.

Í +75kg flokki kepptu Lilja Lind Helgadóttir (LFG) sem snaraði 75kg og jafnhenti 90kg og varð sigurvegari, Elísabet Sóley Stefánsdóttir (LFR) lyfti 40kg í snörun og 58kg í jafnhendingu og varð önnur.

Karlar:

Í 69kg flokki var einn keppandi Stefán Ernir Rossen (KFA), hann lyfti mest 80kg í snörun og 98kg í jafnhendingu, hann átti góðar tilraunir við ný met í unglingaflokki en hafði þær ekki í gegn.

Í 77kg flokki voru tveir keppendur, Davíð Björnsson (Ármann) endaði sem sigurvegari eftir að hafa lyft 90kg í snörun og 113kg í jafnhendingu. Snorri Björnsson (LFR) varð annar með 85kg í snörun og 110kg í jafnhendingu.

Björgvin Karl Guðmundsson átti frábært mót, hann varð íslandsmeistari í 85kg flokki karla og setti tvö met í snörun þegar hann lyfti 115kg og 120kg.
Hann bætti síðan met Sigurðs Bjarka Einarssonar í jafnhendingu og samanlögðu með því að fara með seríuna 135-141-145 í gegn en 141kg og 145kg voru ný íslandsmet í jafnhendingu. Hann varð jafnframt annar stigahæsti karl mótssins.
Daníel Róbertsson (Ármann) varð annar og lyfti 245kg í samanlögðu. Nokkuð hörð barátta var um þriðja sætið í flokknum en þrír piltar voru slógust um það, Hinrik Ingi Óskarsson (LFR) setti tvö met í snörun í piltaflokki 97kg og loks 101kg, hann lyfti síðan 123kg í jafnhendingu sem dugði honum í fjórða sætið í keppninni.
Guðmundur Högni Hilmarsson (Ármann) lyfti 99kg í snörun og var það piltamet sem Hinrik Ingi tók fljótlega af honum, hann lyfti hinsvegar tveimur piltametum í jafnhendingu 123kg og 128kg sem gaf honum jafnframt metið í samanlögðum árangri.
Fimmti maður í 85kg flokki karla var Högni Hjálmtýr Kristjánsson sem lyfti 97kg í snörun og 123kg í jafnhendingu og var því einnig stutt frá því að setja met, hann missti opnunarþyngdirnar sínar bæði í snörun og jafnhendingu og gæti það hafa spilað inn í.

Í 94kg flokki var það reynsluboltinn Sigurður Bjarki Einarsson (FH) sem sigraði með 117kg í snörun og nýtt íslandsmet í jafnhendingu 147kg, í öðru sæti varð Erlendur Helgi Jóhannesson (KFA) sem keppti á sínu fyrsta móti síðan 2010 og lyfti 113kg í snörun og 141kg í jafnhendingu. Bjarmi Hreinsson (LFR) varð þriðji þar sem hann lyfti 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu, hann átti nokkuð góða tilraun við 140kg en lyftan var dæmd af dómurum. Vignir Valgeirsson (LFG) varð fjórði og Árni Freyr Bjarnason (Ármann) fékk ekki gilda lyftu í gegn þrátt fyrir góðar tilraunir.

Íslandsmeistari í 105kg flokki karla varð Árni Björn Kristjánsson (LFG) sem lyfti 110kg í snörun og 140kg í jafnhendingu.

Í +105kg flokki sigraði Gísli Kristjánsson (LFR) með því að lyfta 150kg í snörun og 165kg í jafnhendingu, hann varð jafnframt stigahæsti einstaklingur mótssins. Bjarki Garðarsson (KFA) keppti á sínu fyrsta móti, hann lyfti opnunarþyngdinni sinni 120kg nokkuð létt í þriðju tilraun. Hann jafnhenti síðan 150kg og verður forvitnilegt að fylgjast með honum í framtíðinni.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s