Íslendingar taka þátt í Smáþjóðaleikunum í San Marínó

Lyftingasamband Íslands er þessa daganna að setja upp afreksstefnu. Samhliða því hefur Árni Björn Kristjánsson tekið að sér landsliðsþjálfarastöðu að minnsta kosti út árið 2014.

Landsliðsþjálfari
Árni Björn hefur bæði þjálfað og keppt í Ólympískum lyftingum, meðal annars keppti hann á Norðulandameistaramótinu í fyrra. Árni Björn hefur íþrótta og þjálfarabakgrunn.  Hann bæði æfði og þjálfaði í tennis. Fór svo að æfa CrossFit 2009 og Ólympískar lyftingar 2011.  Hann er yfirþjálfari hjá Lyftingafélagi Garðabæjar og þjálfar einnig hjá crossfit XY.  Árni Björn hefur einstaklega mikinn áhuga á framtíð lyftinga á Íslandi og tekur þetta verkefni að sér af heilum hug.

522604_10151374629025407_2020487410_nÁrni Björn Kristjánsson ásamt unnustu sinni Guðrúnu Ósk Maríasdóttir

Æfingabúðir LSÍ

Á dögunum bauð LSÍ uppá æfingabúðir.  Þær voru haldnar í húsakynnum Sporthús Reykjanesbæjar.  Dagurinn heppnaðist frábærlega og var mætingin góð.  Boðið var uppá tvær æfingar, fyrir og eftir hádegismat.  Eftir hádegismat var fræðslufundur áður en haldið var í næstu æfingu. Þar sem þetta heppnaðist vel er fyrirhugað að halda fleiri svona æfingabúðir á árinu.

2014-03-29 11.03.56Landsliðshópur á fyrri æfingu ásamt stjórnarmeðlimum LSÍ
(Vantar Andra Gunnarsson og Guðmund Högni á myndina)

Smáþjóðaleikar í Ólympískum Lyftingum í San Marínó

Í gær fóru fjórir karlmenn úr landsliðshópnum til San Marínó að keppa á Smáþjóðaleikunum í Ólympískum Lyftingum.  Þetta eru þeir Gísli Kristjánsson, Sigurður Bjarki Einarsson, Andri Gunnarsson og Árni Björn Kristjánsson. Árni er einnig þjálfari og farastjóri í hópnum.  Mótið er liðakeppni fyrir smáþjóðir og telja efstu þrír til stiga.  Þetta eru öflugir lyftingamenn og verður spennandi að sjá hvort þeir standi við orð sín og komi með gullið heim.

Þeir munu allir keppa á morgun laugardag klukka 11.00 að staðartíma eða 9.00 á Íslenskum tíma.  Ekki er vitað til þess að sýnt verði beint frá mótinu, en ef svo verður munum við láta vita á Facebook síðu okkar.

San Marino

“Þröngt mega sáttir sitja” Gísli, Andri og Árni.

San Marino 1

Siggi Bjarki og Gísli Kristjáns komnir til San Marino í gærkveldi

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s