Ísland fékk silfur á Smáþjóðaleikunum í San Marino

Eins og við greindum frá í gær hér á síðu LSÍ, tók Ísland þátt í Smáþjóðaleikunum í San Marino í dag.  Strákarnir stóðu sig vel og háðu mikla baráttu við Kýpur. Strákarnir enduðu í öðru sæti með 948,54 sinclair stig á eftir Kýpur sem voru með 989,37.  Bronsið fékk svo Malta með 813,95 stig.

smáþjóða

Andri kom sá og sigraði og bætti sitt persónulega met, auk þess að sigra gamla refinn okkar Gísla Kristjánsson. Andri tók 143kg í snörun og 170kg í jafnhendingu.  Gísli átti ekki góðan dag, en hann tók 150/170 á Íslandsmeistaramótinu síðustu helgi og er líklegt að þreyta hafi haft þau áhrif að hann sýndi ekki sitt besta, en skilaði samt sínu, snaraði 140kg og tók 160kg í jafnhendingu.

Sigurður Bjarki setti Íslandsmet í sínum flokki í snörun þegar hann snaraði 120kg, hann tók svo 145kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri 265kg í 94kg flokki karla.

Árni átti gott mót og bætti sinn eigin árangur síðan á Íslandsmeistaramótinu síðustu helgi um 10 kg. Árni tók 116kg í snörun og 144kg í jafnhendingu.

Andri Gunnarsson náði þeim frábæra árangri að ná þriðja sætinu í heildarkeppninni og Gísli því fimmta.

Andri smáþjóða

 

Bikar Andra fyrir þriðja sætið 

 

Lyftingasamband Íslands óskar strákunum til hamingju með góðan árangur, gullið verður bara tekið að ári 😉

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s