LSÍ gerir lánssamning á lyftingarsettum

Í gær þann 22.5.2014 skrifaði LSÍ undir lánssaming á lyftingarsettum til tveggja lyftingafélaga, settin sem lánuð eru út eru annars vegar gjöf frá Evrópska lyftingasambandinu EWF og hins vegar gjöf frá alþjóðalyftingasambandinu IWF.
LSÍ þurfti aðeins að greiða tolla og aðflutningsgjöld.

Lyftingafélag Reykjavíkur fékk splunkunýtt Eleiko training sett; 190kg af lóðum, eina karla og eina kvenna stöng. Evrópska lyftingasambandið EWF gaf eitt sett til allra sambandsríkja nú í mars og er þetta settið sem Ísland fékk að gjöf. Lyftingafélag Reykjavíkur er stærsta lyftingafélag landsins og hefur verið mjög virkt í keppnishaldi.

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Því næst var ferðinni heitið inn í LFG í Garðabæ, þar fékk LFG afhent Zhang Kong keppnissett sem alþjóðalyftingasambandið styrkti LSÍ með í gegnum útbreiðslustyrk 2013; 2x190kg af lóðum, eina karla stöng og eina kvenna stöng. Lyftingafélag Garðabæjar hefur verið í örum vexti á fyrsta starfsárinu, þeir hafa einnig tekið virkan þátt í mótahaldi LSÍ.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Lyftingasamband Íslands þakkar EWF og IWF stuðninginn og vonar að sambandið muni í framtíðinni geta stutt við bakið á lyftingafélögum landsins með slíkum lánssamningum.

iwf_jpeg_logoewf_logo

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s