9 íslandsmet slegin í dag og 5 keppendur á verðlaunapalli

Sjö keppendur tóku þátt í Norðurlandameistara móti í Ólympískum lyftingum í Vigerstad í Noregi, sem var að ljúka fyrir stundu.

Árangur íslensku keppandanna var mjög góður, en Anna Hulda Ólafsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í 58 kg. flokki.  Önnu tókst að bæta íslandsmet 6 sinnum á mótinu en hún endaði með  76 kg í snörun,  90 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu sem allt eru íslandsmet.

Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti í 69 kg flokki ásamt Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur.  Katrín Tanja tók 81 kg í snörun, en átti erfitt uppdráttar í jafnhendingunni til að byrja með. Henni tókst að stimpla sig inn í þriðju tilraun með 88 kg og þar með tryggja sér silfur.  Ragnheiður Sara tók 74 kg í snörun og 94 kg í jafnhendingu. Hún gerði tilraun til að bæta íslandsmetið með 96 kg lyftu en rétt missti hana. Ragnheiður Sara fékk brons.

Björk Óðinsdóttir tók brons í sínum flokki, en hún þríbætti íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðu. Björk tók 70 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu.  Hún er fyrst íslenskra kvenna til þess að jafnhenda meira en 100 kg. Hún tók 100 kg í annarri lyftu og 102 kg í þeirri þriðju, eða 172kg í samanlögðu.

Gísli Kristjánsson átti gott mót, en hann var í ansi sterkum riðli og var spennan rafmögnuð undir lokin.  Gísli vann snörunina með 145 kg lyftu, hann tók svo 160 kg í jafnhendingu.  Hann gerði tilraun við 165 kg sem hefði tryggt honum silfur en það tókst ekki í þetta sinn.  Gísli endaði því með brons um hálsinn.

Þuríður Erla Helgadóttir tók 73 kg í snörun og 90 kg í jafnhendingu sem tryggði henni fjórða sæti.

Björgvin Karl keppti í 85kg flokki sem var ansi sterkur. Björgvin tók 116kg í snörun og 141 í jafnhendingu.

LSÍ hefur ekki sent svona stóran hóp út á mót erlendis áður.  En með mikilli sókn lyftinga á Íslandi eru íslenskir lyftarar orðnir ansi sterkir á heimsvísu.  Árni Björn Kristjánsson núverandi landsliðsþjálfari stóð sig frábærlega í dag ásamt aðstoðarkonu hans Elísabetu Sóley.  Lárus Páll var Lyftingasambandinu til sóma, en hann dæmdi á mótinu.

2014-05-31 18.27.59

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s