Sumarmót LSÍ 2014

Sumarmót LSÍ var haldið laugardaginn 5.júlí í höfuðstöðvum Lyftingafélags Garðabæjar / Crossfit-XY. Keppendur voru alls 23, þrettán í karlaflokki og tíu í kvennaflokki. Skemmtilegt er að segja frá því að fimm konur og sjö karlar voru að keppa á sínu fyrsta lyftingamóti, allir góðir og frambærilegir keppendur. Keppt var í stigakeppni í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri.

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum í -53kg flokki kvenna

Birna Dís tvíbætti metin í jafnhendingu og samanlögðum árangri  í -53kg flokki kvenna. Mynd:wodbud.is

Tólf Íslandsmet voru sett á mótinu, en þar voru nýliðarnir Stefán Velemir (FH) og Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) áberandi. Stefán tvíbætti öll met í -105kg unglingaflokki (u20) fyrst í snörun með því að lyfta 96kg og síðan 105kg, í jafnhendingunni lyfti hann síðan 126kg og 131kg en fékk 136kg dæmt hárfínt ógilt. Birna tvíbætti metið í jafnhendingu og samanlögðum árangri í 53kg flokki kvenna með því að jafnhenda 60kg og 63kg.

 

Stefán lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri

Stefán Velemir (FH) lyftir hér 126kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet unglinga 20 ára og yngri í -105kg flokki. Mynd: Lyftingardeild Massa

Björgvin Karl Guðmundsson (LFR) bætti íslandsmetið sitt í snörun um eitt kíló og stendur það nú í 121kg í 85kg þyngdarflokki karla. Sólveig Sigurðardóttir (LFG) opnaði á nýju íslandsmeti unglinga (u20) í -63kg flokki og átti síðan góðar tilraunir við 60kg sem hefði orðið ennþá meiri bæting. Hún reyndi einnig við nýtt íslandsmet í jafnhendingu 75kg en þyngdin fór ekki upp.

 

Sólveig setti nýtt met í snörun 55kg í  -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) setti nýtt met í snörun 55kg í -63kg unglingaflokki hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 60kg. Mynd: wodbud.is

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) vann stigakeppnina hjá konunum á sínu fyrsta móti. Mynd: wodbud.is

Í kvennaflokki sigraði Glódís Guðgeirsdóttir (FH), þegar hún lyfti 67kg í snörun og 85kg í jafnhendingu. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti og er nýliði í þessu sporti. Glódís er í landsliði íslands í hópfimleikum, en hún fór að æfa crossfit fyrir um tveim árum síðan og lyftingar fyrir rétt rúmlega hálfu ári samhliða fimleikunum. Glódís er dóttir Guðgeirs Jónssonar sem náði frábærum árangri í ólympískum lyftingum á árunum 1977-1980 og snaraði m.a. 147,5kg og jafnhenti 172,5kg á Íslandsmótinu 1980 í 90kg flokki.

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur

Hildur Grétarsdóttir (LFG) bætti sinn besta árangur og varð önnur. Mynd: Lyftingadeild Massa

Hildur Grétarsdóttir (LFG) endaði önnur á stigum í samanlögðum árangri og bætti sinn besta árangur um 7kg í samanlögðu. Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja á stigum í samanlögðum árangri en hún lenti í vandræðum með opnunarþyngdirnar sínar og endaði með aðeins tvær gildar lyftur og virtist eiga mikið inni.

Birgit Rós varð þriðja í samanlögðum árangri

Birgit Rós Becker (LFR) varð þriðja í samanlögðum árangri en önnur í jafnhendingu. Mynd: wodbud.is

Í karlaflokki mættust tveir bestu crossfitarar landsins þeir Björgvin Karl (LFR) og Jakob Magnússon (Ármann). Í snörun var keppnin æsi spennandi á milli þeirra en Björgvin setti nýtt íslandsmet í lokatilrauninni sinni í snörun 121kg. Jakob bað þá um 122kg á stöngina og sat undir henni en missti þyngdina fyrir aftan sig. Jakob hafði ekki keppt í lyftingum síðan 2012 og var gaman að sjá hann aftur á palli. Björgvin fékk ógilda opnunarþyngd sína í jafnhöttun en lét ekki þar við sitja og tók lyftuna örugglega í annarri tilraun, hann bað síðan um nýtt íslandsmet á stöngina 146kg og stóð upp með þyngdina eins og ekkert sé en hann rann örlítið á pallinum í jarkinu og var því hársbreidd frá því að setja nýtt íslandsmet. Greinarhöfundur óskar honum góðs gengis á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í lok mánaðarins.

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg

Björgvin setti nýtt íslandsmet í snörun (121kg) og var hársbreidd frá því að bæta metið í jafnhöttun með 146kg. Mynd: wodbud.is

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum

Jakob rétt missti 122kg í snörun aftur fyrir sig, hér sést hann með þyngdina í höndunum. Mynd: wodbud.is

Fast á hæla þeirra í -85kg flokki kom Ari Bragi Kárason (KFA) sem fór upp með 130kg í jafnhendingu og dugði honum það í þriðja sætið í jafnhendingunni. Ari Bragi er frjálsíþróttamaður og er annar hraðasti íslendingurinn það sem af er ári en hann hefur hlaupið hraðast á 10,79 sek í 100m í ár og var skemmtilegt að sjá hann koma og keppa í miðju tímabili.

Ari mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn

Ari Bragi (KFA) mætti skafinn til leiks í -85kg flokkinn. Mynd: wodbud.is

Bjarki Garðarsson (KFA) varð þriðji í stigakeppninni í samanlögðum árangri á eftir þeim Björgvini og Jakob. Hann keyrði af miklu öryggi í gegnum allar snaranirnar sínar þar sem hann lyfti 120kg, 125kg og loks 131kg í síðustu tilraun. Hann lenti hinsvegar í miklum hremmingum í jafnhendingunni þar sem hann fékk dæmdar ógildar tvær fyrstu tilraunirnar á 150kg áður en hann loks fékk gilda lyftu í þriðju og síðustu tilrauninni. Engu að síður stórgóður árangur hjá honum.

Bjarki snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun

Bjarki (KFA) snaraði 131kg en fékk ekki jafnhendinguna gilda fyrr en í síðustu tilraun. Mynd Lyftingardeild Massa

Áhugi kvenna á íþróttinni hefur aukist verulega og er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu lyftinga á íslandi dæmdu þrjár konur á sama tíma. Þær voru Erna Héðinsdóttir, Elísabet Sóley Stefánsdóttir og Harpa Katrín Halldórsdóttir, en þess má geta að Harpa Katrín er dóttir Elísabetar og jafnframt yngsti lyftingadómarinn á Íslandi.

Emil Ragnar nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki

Emil Ragnar (UMFN) nálgast met Sindra Páls í snörun í 77kg unglingaflokki. Mynd Lyftingardeild Massa

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði

Ingólfur Þór (UMFN) keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði. Mynd: Lyftingardeild Massa

Öll úrslit má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

Myndir má sjá á facebook síðu wodbúðarinnar https://www.facebook.com/wodbud/photos_stream

Og á facebook síðu lyftingadeildar Massa: https://www.facebook.com/massi.lyftingardeild/media_set?set=a.789145521116534.1073741844.100000632809857&type=3

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu og setti met í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Mynd: Guðmundur Högni

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) keppti á Ítalíu á sama tíma og sumarmótið fór fram, hann endurheimti íslandsmetið sitt í snörun þegar hann bætti met Hinrik Inga Óskarssonar (LFR) um eitt kg með því að lyfta 102kg. Hann bætti síðan sitt eigið met um 1kg í jafnhendingu með þvi að lyfta 129kg og bætti því samanlagt met um 4kg sem hann setti á íslandsmótinu í apríl. Guðmundur átti góðar tilraunir við 105kg í snörun og 132kg í jafnhendingu.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s