Úrslit frá Íslandsmeistaramóti Unglinga

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram á Akureyri helgina 30.-31. Ágúst í umsjón Kraftlyftigafélags Akureyrar. Sautján keppendur voru mættir til leiks frá fjórum lyftingafélögum.
Hópurinn á Akureyri
Heildar úrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-2014

Ef einhverjir eiga myndir frá mótinu meiga þeir endilega senda þær á lsi@lsi.is

Á fyrri degi mótsins kepptu fjórir heimamenn í flokkum 17ára og yngri:

+69kg flokki meyja voru þrjár stúlkur:
1. Fríða Björk Einarsdóttir KFA (56/65)
2. Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA (45/60)
3. Elíngunnur Anna Sigurðardóttir KFA (40/50)

-69kg flokkur drengja var einn keppandi
1. Magni Hjaltason KFA (35/35)

Á seinni degi mótsins voru nokkuð fleiri keppendur, í kvennaflokki lyftu fjórar stúlkur og bestum árangri náði Lilja Lind Helgadóttir LFG. Hún lyfti nýjum íslandsmetum í -75kg flokki kvenna og reyndi síðan við ný norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 20 ára og yngri. Hún stóð upp með 102kg í jafnhendingu en náði ekki að halda því upp fyrir haus, í snörun klikkaði hún á bæði 80 og 83kg en var komin í lás með báðar lyfturnar þegar hún missti þær aftur fyrir sig.

Sólveig Sigurðardóttir LFG og Freyja Mist Ólafsdóttir LFR voru í mikilli keppni um 2.sætið í Sinclair og fór það svo að aðeins hálft stig skildi þær að, fjórða var síðan Auður Ása Maríasdóttir sem átti gott mót. Sólveig setti tvö unglingamet í snörun og tvö unglingamet í samanlögðum árangri.

-63kg flokkur stúlkna
Sólveig Sigurðardóttir LFG (61/75)

-69kg flokkur stúlkna
Freyja Mist Ólafsdóttir LFR (65/80)

-75kg flokkur stúlkna
Lilja Lind Helgadóttir LFG (75/96)
Auður Ása Maríasdóttir LFG (58/77)

Í piltaflokk 20 ára og yngri var keppnin mjög hörð bæði í einstökum flokkum sem og heildarkeppninni. Á endanum voru það þrír keppendur sem börðust um stigahæsta lyftingarmanninn Hilmar Örn Jónsson FH endaði sem stigahæsti keppandinn eftir magnaða bætingarlyftu í jafnhendingu 140kg. Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR varð annar á stigum í heildarkeppninni með mjög góðum bætingum í snörun 105kg (íslandsmet) og jafnhendingu 128kg sýndi frábæra keppnishörku með því að lyfta 128kg eftir að hafa fengið 127kg ógilt, hann á íslandsmet í samanlögðum árangri u20 eftir mótið 233kg. Þriðji var síðan Guðmundur Högni Hilmarsson en hann bætti nýsett met Högna í snörun þegar hann lyfti 106kg í þriðju og síðustu tilraun. Jafnhendingin gekk ekki eins vel að þessu sinni en hann náði ekki að klára 130kg í annari og þriðju tilraun. Þriðji maðurinn í -85kg flokki Hinrik Ingi Óskarsson náði því miður ekki gildri lyftu en hann reyndi við nýtt met 107kg í sinni þriðju og síðustu tilraun.

Hilmar Örn Jónsson FH setti þrjú met í -105kg flokki í snörun og tvö í jafnhendingu og samanlögðum árangri þegar hann lyfti mest 115kg í snörun og 140kg í jafnhendingu. Stefán Velemir FH setti nýtt íslandsmet í snörun 111kg og samanlögðum árangri 239kg í +105kg flokki.

-77kg flokkur pilta
Snorri Björnsson LFR (87/111)

-85kg flkkur pilta
Högni Hjálmtýr Kristjánsson LFR (105/128)
Guðmundur Högni Hilmarsson LFR (106/126)
Hinrik Ingi Óskarsson LFR (-/-)

-94kg flokkur pilta
Jón Elí Rúnarsson LFR (102/127)
Stefán Ingi Jóhannesson LFR (105/115)
Vignir Valgeirsson LFG (87/110)

-105kg flokkur pilta
Hilmar Örn Jónsson FH (115/140)

+105kg flokkur pilta
Stefán Velemir FH (111/128)

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s