Haustmót LSÍ: Úrslit

Þann 4.Október fór fram Haustmót LSÍ í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. 18 keppendur mættu til leiks og voru sett 10 íslandsmet og 21 unglingamet.

Hópurinn eftir mótið

Hópurinn eftir mótið

Í -53kg flokki kvenna skiptust þær Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) og Hrefna H. Guðlaugardóttir (LFR) um að setja met í fullorðinsflokki. Birna Dís tvíbætti metið í snörun með því að lyfta 47kg og 51kg en Hrefna bætti þau jafnóðum með 48kg og 52kg sem metið sat í.

Í jafnhendingunni skildi á milli en þar hóf Hrefna leikinn á 58kg og setti þar með met í samanlögðum árangri, en Birna Dís svaraði því með því að opna á 64kg og lyfti síðan 67kg í jafnhendingu og allt voru þetta met sem og met í samanlögðum árangri.

Tinna Rós Óskarsdóttir (ÁRM) keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og snaraði 50kg í -63kg flokki kvenna hún fór síðan með allar jafnhendingarnar sínar í gegn og endaði á að lyfta 80kg.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (ÁRM) sem á best 67kg í snörun og 91kg í jafnhendingu síðan á jólamótinu 2013 klikkaði á opnunarþyngdinni sinni 65kg í snörun og lét hækka í 67kg í 2. og 3. tilraun sem fóru ekki upp, vonandi kemur hún sterk til baka á næsta mót en hún á með betri æfingatölum kvenna á Íslandi.

Lilja Lind Helgadóttir keppti að þessu sinni í +75kg flokki, hún lyfti 80kg í snörun og reyndi við nýtt Norðurlandamet unglinga 85kg. Í jafnhendingunni lyfti hún 96kg en fékk 100kg dæmd ógild og reyndi í 3. og síðustu tilraun við nýtt Norðurlandamet í jafnhendingu 104kg sem hún stóð upp með.

1

Þrjár stigahæstu konurnar: Tinna Ósk, Lilja Lind og Birna Dís

Í karlaflokki voru 13 karlar mættir til leiks og þar af 9 sem keppa í unglingaflokki.

Í -69kg flokki var skemmtileg keppni á milli Einar Inga Jónssonar (LFR) og Guðmundar Steins Gíslasonar Kjeld (LFR) en Guðmundur tvíbætti unglingametið í snörun með því að lyfta 81kg og 86kg.

Í jafnhendingunni var Einar Ingi með yfirhöndina en hann þríbætti íslandsmetið í jafnhendingu og tvíbætti það í samanlögðum árangri með því að lyfta 101, 106 og 111kg.

Í -77kg flokki mætti Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) aftur til leiks eftir um tveggja ára fjarveru en hann hefur glímt við meiðsli á úlnlið. Það er skemmst frá því að segja að Sindri raðaði inn unglinga metum, hann opnaði á nýju meti og persónulegri bætingu 100kg í snörun.

Í jafnhendingunni fór hann síðan með seríuna 125-133-137 í gegn þar sem að loka lyftan var dæmd ógild af dómurum en kviðdómur snéri þeirri ákvörðun við og endaði Sindri með 237kg og 306,2 Sinclair stig. Hægt er að sjá lyfturnar hans Sindra hér að neðan:

Davíð Björnsson (ÁRM) sótti góða bætingu í jafnhendingu þegar hann lyfti 120kg og í heildina 210kg. Sindri Snær Freysson (LFG) keppti á sínu fyrsta móti og féll úr keppni í snörun eftir að hafa bætt unglingamet Sindra í snörun um 1kg eða 101kg.

Í -85kg flokki var það Guðmundur Högni Hilmarsson sem sigraði en hann var einnig stigahæsti keppandi mótsins í karlaflokki með magnaðri loka lyftu í jafnhendingu sem var einnig bæting um 2kg á Íslandsmetinu í fullorðinsflokki sem var í eigu Björgvins Karls Guðmundssonar.

Guðmundur bætti einnig íslandsmet unglinga í snörun þegar hann lyfti 110kg og serían 130-137-147 voru öll ný unglingamet. Hann lyfti samtals 257kg og gaf það 308,6 Sinclair stig sem gaf honum stigabikarinn í mótinu.

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Stefán Ernir Rossen (KFA) keppti einnig í -85kg flokki og lyfti 90kg í snörun eftir að hafa klikkað tvisvar á þeirri þyngd, hann fór síðan upp með 117kg í jafnhendingu. Snorri Björnsson (LFR) var þriðji og lyfti hann 89kg í snörun og 105kg í jafnhendingu.

Í -94kg flokki sigraði Daníel Róbertsson (ÁRM) með 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu en Daníel vigtaðist 85,15kg inn í mótið. Bjarmi Hreinsson (LFR) var annar með 105kg í snörun og 135kg í jafnhendingu, og Daði Jónsson (LFR) þriðji með 77kg í snörun og 90kg í jafnhendingu.

Einn keppandi mætti til leiks í -105kg flokki en það var suðurnesjamaðurinn Ingólfur Þór Ævarsson (UMFN), hann lyfti 107kg í snörun og 135kg í jafnhendingu sem voru bæði bætingar.

Heildarúrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins:http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2014

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s