Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 1

Hægt er að nálgast úrslit frá mótinu í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-2014 (við munum bæta við heildarúrslitum um leið og við fáum þau í hendurnar.)

Hægt er að horfa á upptöku af mótinu á eftir farandi vefsíðu: http://bambuser.com/v/5025403

Keppni í pilta flokki hefst klukkan 9:00 á íslenskum tíma á morgun.

Stelpurnar okkar stóðu sig með stakri prýði á norðurlandamóti unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fór í Landskrona í Svíþjóð í dag (25.október). Afrek dagsins átti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) þegar hún lyfti 103kg í jafnhendingu og bætti þar með Norðurlandamet meyja (20 ára og yngri) í jafnhendingu um 1kg sem var í eigu Meri Ilmarinen frá Finnlandi sett 2011. Meri verður meðal keppenda á HM í ólympískum lyftingum sem hefst í Almaty í Kazakstan 8.Nóvember næstkomandi.

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir mótið

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson þjálfari hennar eftir mótið

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) hóf leikin í dag en hún keppti í -63kg flokki 20 ára og yngri, þar opnaði hún á 55kg í snörun en vegna tæknilegra vandamála á ritaraborði þurfti hún síðan að stökkva í 63kg. Hún klikkaði á þeirri þyngd í fyrstu tilraun en hafði hana í þriðju og síðustu tilraun, með því bætti hún íslandsmet sitt í stúlkna flokki um 2kg. Í jafnhendingu lyfti hún 70kg og 75kg en klikkaði á 80kg í þriðju tilraun, þessi heildar árangur færði henni bronsverðlaun í -63kg flokki og nýtt íslandsmet stúlkna í heildar árangri 138kg.

Næstar til leiks voru Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) og Auður Ása Maríasdóttir (LFG) þær kepptu í -75kg flokki. Það var nokkur barátta á milli þeirra en svo fór að Freyja Mist stóð uppi sem sigurvegari en hún lyfti samtals 145kg (65/80) á móti 138kg (63/75) Auðar Ásu. Fyrsti Norðurlanda titillinn til Íslands var því staðreynd.

12

f.v. Freyja Mist, Lilja Lind, Auður Ása og Sólveig

Að lokum keppti Lilja Lind Helgadóttir (LFG) í +75kg flokki, hún opnaði örugglega á 80kg og reyndi síðan tvisvar sinnum við 85kg í snörun sem var tilraun til nýs norðurlandamets stúlkna. Í jafnhendingunni lyfti hún eins og áður sagði 103kg eftir að hafa opnað á 96kg og síðan fengið 100kg ógild í annari lyftu. Hún vann að sjálfsögðu gullverðlaun. Lilja heldur á morgun til Finnlands í viku æfingabúðir þar sem hún mun m.a. æfa með landsliði finna sem eru í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í lyftingum. Lilja Lind verður síðan meðal keppenda á Evrópumeistaramóti Unglinga (EWF) sem fram fer í Limassol á Kýpur daganna 20-29. Nóvember. Hægt er að sjá skráningarlistann á eftirfarandi vefsíðu: http://ewfed.com/documents/2014/Limassol_2014/Limassol_by_cat.htm en 376 lyftingamenn og konur eru skráðar til leiks frá 36 landssamböndum.

f.h. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

f.v. Ingi Gunnar (aðstoðarþjálfari og farastjóri), Freyja Mist, Lilja Lind, Árni Björn (landsliðsþjálfari), Auður Ása, Sólveig og Lárus Páll Pálsson (formaður LSÍ og alþjóðadómari)

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s