Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 2

Heildarúrslit frá mótinu eru komin á netið á vefslóðinni: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-2014

Emil Ragnar Ægisson (UMFN) hóf leikinn í sterkum -77kg flokki, hann snaraði 102kg í annari tilraun sem var nýtt íslandsmet í -77kg flokki pilta, hann reyndi síðan við 107kg og var nálægt því að fara með þá þyngd. Í jafnhendingunni lyfti hann 126kg og reyndi við 131kg sem hefði tryggt honum bronsverðlaun en endaði í fjórða sæti.

Næst var komið að -85kg flokknum, þar voru tveir keppendur mættir til leiks frá Lyftingafélagi Reykjavíkur (LFR). Högni Hjálmtýr Kristjánsson (LFR) snaraði 94kg og jafnhenti 127kg og endaði í 6.sæti. Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og byrjaði með látum í snöruninni, hann opnaði á 106kg og fór síðan upp með bætingarnar 112kg og 117kg. Hann endaði 8kg á eftir Finnanum Jesse Nykänen eftir snörunina. Í jafnhendingunni byrjaði hann á að tryggja sér silfur með 137kg, því næst fór hann í 146kg sem hann rétt missti fram og að lokum fór hann í 154kg til að reyna að tryggja sér gullið, það fór ekki upp að þessu sinni, engu að síður tvö íslandsmet pilta í snörun.

Að lokum kepptu tveir FH-ingar fyrir hönd Íslands, fyrst var það Hilmar Örn Jónsson í -105kg flokki. Hann fór upp með allar lyftur í snörun 108kg – 115kg – 121kg þar sem 121kg var bæting á hans eigin piltameti um 6kg. Því næst opnaði hann í jafnhendingu á 140kg og reyndi við 150kg og 152kg sem hefðu tryggt honum silfur en hann þurfti að sætta sig við brons.

Stefán Velemir (FH) var síðastur íslensku keppendana en hann keppti einn í +105kg flokki, hann snaraði 110kg. Í jafnhendingunni fór hann upp með 130kg og 140kg sem var jafnframt bæting á pilta meti hans í jafnhendingu sem og samanlögðum árangri.

Samanlagt vann því íslenski hópurinn til þrennra gullverðlauna, tvö silfur og tvö brons. Tólf unglingamet voru sett og Lilja Lind Helgadóttir (LFG) setti tvö íslandsmet í fullorðinsflokki sem og norðurlandamet í +75kg flokki 20 ára og yngri í jafnhendingu með 103kg. Er það í fyrsta sinn sem íslendingur setur norðurlandamet í ólympískum lyftingum, frá því að þyngdarflokkum var breytt 1998.

Liðakeppni kvenna (20 ára og yngri)
1. Svíþjóð 36 stig
2. Ísland 23 stig
3. Finnland 11 stig
4. Noregur 11 stig
5. Danmörk 5 stig

Liðakeppni karla (20 ára og yngri)
1. Finnland 37 stig
2. Ísland 20 stig
3. Svíþjóð 15 stig
4. Noregur 14 stig
5. Danmörk 7 stig

Advertisements

One thought on “Norðurlandamót Unglinga: Úrslit Dagur 2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s