Þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum

Logo LSÍPA-ELEIKO-LOGO-3Ewf logo 2

Lyftingasamband Íslands, Evrópska lyftingasambandið og Eleiko munu halda þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum helgina 16-18 janúar 2015 í tengslum við Reykjavíkurleikana. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Íslands að Engjavegi 6 í Reykjavík.

Kennarar verða Antonio Urso, forseti Evrópska lyftingasambandssins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskólann í Róm og Colin Buckley styrktarþjálfari sem á sæti í þjálfaranefnd Evrópska lyftingasambandssins.

Námskeiðið er þriggja daga námskeið bæði með verklegar og bóklegar æfingar og próf. Bæði verður farið yfir tækniæfingar í ólympískum lyftingum, almenna styrktarþjálfun afreksíþróttamanna með ólympískum lyftingum, styrktarkennslu og öryggi iðkenda við ólympískar lyftingar.

Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Eleiko og Evrópska lyftingasambandsins sem heitir “Weightlifting for Sports” og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennann styrk iðkenda sinna ásamt því að vera hluti af þjálfaramenntunaráætlun Evrópska Lyftingasambandssins.

Innifalið í námskeiðinu er hádegismatur og kaffi alla dagana, kennslubók í ólympískum lyftingum, kennsludiskur og usb lykill með öllu kennsluefninu.

Verðið á þessu námskeiði er 80.000 kr. en ef greitt er fyrir 18. desember er verðið 65.000 kr. Lyftingasambandið vill benda á styrki stéttarfélaga til þeirra sem starfa við þjálfun. Til dæmis þá geta félagsmenn hjá VR sótt um styrk fyrir 75% af námskeiðinu. Hægt er að ganga frá greiðslu inn á reikning Lyftingasambandssins 0311-26-2992, kt. 430275- 0119 og senda staðfestingarpóst á lsi@lsi.is. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25 einstaklingar.

Skráningar á þjálfaranámskeið óskast sendar á tölvupósti á lsi@lsi.is

Lyftingasamband Íslands hvetur öll aðildarfélög sín og önnur íþróttafélög til þess að senda þjálfara á þetta námskeið, til að auka þekkingu og menntun þjálfara á ólympískum lyftingum og kynna kosti þeirra við afreksþjálfun á Íslandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á ólympískum lyftingum. Lyftingadeild Ármanns mun halda grunnnámskeið sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref en vilja vera sem best undirbúnir og fá sem mest út úr námskeiðinu. Skráningar á grunnnámskeið óskast sendar á lyftingadeild@armennningar.is.

qb873en234tzastutick_normal

1 thought on “Þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum

  1. Pingback: Fyrri áhugasama Ólympískar lyftingar sem styrktarþjálfun – Námskeið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s