Lyftingakona og maður ársins 2014

Anna Hulda Norðurlandameistari

Anna Hulda Norðurlandameistari

Anna Hulda Ólafsdóttir [LFR] (f.1985) (http://results.lsi.is/lifter/anna-hulda-olafsdottir):
Anna Hulda er lyftingakona ársins þriðja árið í röð. Hún er stigahæsta lyftingakonan á árinu með 236,2 Sinclair stig sem hún náði þegar hún varð Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í -58kg flokki kvenna, fyrst íslenskra kvenna. Hún keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum á árinu og endaði í 14.sæti í -63kg flokki kvenna. Hún setti 8 íslandsmet á árinu, eitt í -63kg flokki kvenna og sjö -58kg flokki kvenna.

Andri keppti á RIG í Janúar

Andri keppti á RIG í Janúar

Andri Gunnarsson [LFG] (f.1983) (http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson)
Andri er Lyftingamaður ársins 2014 og er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur titilinn. Andri vann bronsverðlaun í stigakeppninni á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru í San Marino. Þar snaraði hann 143kg og jafnhenti 170kg eða samanlagt 313kg sem gáfu honum 326,8 Sinclair stig.

Lyftingasambandið afhendir núna í fyrsta sinn verðlaun fyrir ungmenni ársins í karla og kvenna flokki, eftirfarandi hljóta þessi verðlaun:

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir [LFG] (f.1996) (http://results.lsi.is/lifter/lilja-lind-helgadottir)
Lilja Lind bætti sig mikið á árinu. Helsta afrek hennar kom í Október þegar hún setti norðurlandamet unglinga (20 ára og yngri) í jafnhendingu fyrst íslenskra kvenna þegar hún lyfti 103kg upp fyrir haus í +75kg flokki kvenna. Þetta var einnig þyngsta lyfta sem íslensk kona hefur lyft yfir alla þyngdar og aldursflokka. Hún sett alls 11 íslandsmet í fullorðinsflokki og 13 íslandsmet í unglingaflokkum -75kg og +75kg. Hún er stigahæsta konan 20 ára og yngri með 216,37 Sinclair stig sem hún náði á Norðurlandameistaramóti Unglinga.

Guðmundur Högni á Ítalíu eftir að hafa sett 3 af 14 íslandsmetum sínum í piltaflokki á árinu

Guðmundur Högni skellti sér til Ítalíu og setti þar 3 af 14 íslandsmetum sínum í piltaflokki á árinu

Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR] (f.1996) (http://results.lsi.is/lifter/gudmundur-hogni-hilmarsson)
Guðmundur Högni hefur verið í miklum framförum á árinu, hann vann silfur verðlaun á norðurlandamóti unglinga í -85kg flokki þar sem hann háði harða baráttu um gullverðlaun. Hann setti eitt íslandsmet í fullorðinsflokki þegar hann jafnhenti 147kg á Haustmóti LSÍ. Hann setti alls 14 íslandsmet í -85kg flokki 20 ára og yngri. Hann er stigahæsti karlinn 20 ára og yngri með 308,6 Sinclair stig eftir árangur Haustmótsins.

Eftirfarandi Lyftingamenn og konur settu íslandsmet á árinu:

Kvennaflokkur (54)
Lilja Lind Helgadóttir [LFG]: 11
Birna Dís Ólafsdóttir [LFG]: 10
Anna Hulda Ólafsdóttir [LFR]: 8
Hrefna H. Guðlaugardóttir [LFR]: 8
Björk Óðinsdóttir [KFA]: 6
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir [UMFN]: 6
Annie Mist Þórisdóttir [LFR]: 3
Þuríður Erla Helgadóttir [Ármann]: 1
Katrín Tanja Davíðsdóttir [Ármann]: 1

Karlaflokkur (13)
Björgvin Karl Guðmundsson [LFR]: 9
Sigurður Bjarki Einarsson [FH]: 3
Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR]: 1

Unglingamet:
Piltaflokkur (20 ára og yngri) (53)
Guðmundur Högni Hilmarsson [LFR]: 14
Stefán Velemir [FH]: 11
Hilmar Örn Jónsson [FH]: 9
Einar Ingi Jónsson [LFR]: 6
Sindri Pétur Ingimundarson [LFR]: 5
Högni Hjálmtýr Kristjánsson [LFR]: 3
Hinrik Ingi Óskarsson [LFR]: 2
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld [LFR]: 2
Emil Ragnar Ægisson [UMFN]: 1

Stúlknaflokkur (20 ára og yngri) (20)
Lilja Lind Helgadóttir [LFG]: 13
Sólveig Sigurðardóttir [LFG]: 7

Öðlingar:
Öðlingar Konur 35-39 ára
Íris Dröfn Johansen [UMFN]: 7

Öðlingar Karlar 50-54 ára
Gísli Kristjánsson [LFR]: 5

Advertisements

One thought on “Lyftingakona og maður ársins 2014

  1. Ég vil þakka Ásgeiri og öðrum stjórnarmönnum til hamingju með aldeilis frábæra umfjöllun og allt utanumhald, framkvæmd móta og tölfræði. Kveðja Gvendur Sig.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s