Jólamót LSÍ: Úrslit

Nýstofnað Lyftingafélag Hafnarfjarðar (www.cfh.is) stóð sig með príði þegar þeir héldu Jólamót lyftingasambandsins þann 20.Desember síðastliðinn.

Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2014

Við þökkum wodbúðinni (www.wodbud.is) fyrir afnot að myndum.

Mótið var fjölmennasta mót ársins en 35 keppendur mættu til leiks frá 8 lyftingafélögum og þar af voru 3 ný stofnuð félög með í fyrsta sinn. Áðurnefnt Lyftingafélag Hafnarfjarðar (LFH), Lyftingafélagið Hengill (HEN) og Lyftingafélag Kópavogs (LFK).
Lyftingasambandið býður þau velkomin á hópinn !

Skipting félaga var annars:
LFR: 8
LFG: 6
FH: 6
ÁRM: 4
LFH: 4
HEN: 4
LFK: 2
KFA: 1

Íris Friðmey Sturludóttir (LFK) setti alls 9 ný íslandsmet í -48kg flokki kvenna, þar sem hún fór með allar lyftur í gegn en engin met voru fyrir í þessum þyngdarflokk. Hún lyfti mest 33kg í snörun og 45kg í jafnhendingu.
Sigurður Bjarki Einarsson (FH) bætti íslandsmet sitt í snörun um 2kg þegar hann lyfti 122kg í snörun í -94kg flokki karla, hann bætti líka íslandsmetið í samanlögðum árangri um 3kg og stendur það nú í 268kg.

Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFR) bætti sitt eigið met í -69kg flokki pilta (20 ára og yngri) um 6kg í snörun þegar hann lyfti 92kg.

Sindri einbeittur, 139kg á stönginni, tilraun til nýs Íslandsmet í jafnhendingu í piltaflokki

Sindri einbeittur, 139kg á stönginni, tilraun til nýs Íslandsmet í jafnhendingu í piltaflokki

Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) bætti sitt eigið með í -77kg flokki pilta um 1kg í snörun þegar hann lyfti 103kg.

Stefán Velemir (FH) með 120kg á stönginni, hann reyndi tvisvar við þessa þyngd en upp fór hún ekki

Stefán Velemir (FH) með 120kg á stönginni, hann reyndi tvisvar við þessa þyngd en upp fór hún ekki

Stefán Velemir (FH) bætti íslandsmetið í -105kg flokki pilta um 5kg þegar hann opnaði á 145kg í jafnhendingu.

Helena Ingvarsdóttir (LFK) setti þrjú meyjamet (17 ára og yngri) í -58kg flokki þegar hún snaraði 35kg og jafnhenti 55kg.
Einar Jón Hjálmarsson (LFR) setti 6 met í -62kg drengjaflokki (17 ára og yngri) og snaraði hann best  47kg og jafnhenti 65kg.

Arnór Gauti (LFG) með nýtt íslandsmet 17 ára og yngri í -69kg flokki

Arnór Gauti (LFG) með nýtt íslandsmet 17 ára og yngri í -69kg flokki

Arnór Gauti Haraldsson (LFG) bætti 14 ára gamalt met Örvars Arnarsonar í snörun drengja þegar hann lyfti 81kg í -69kg flokki.
Stigahæsti karl mótsins með aðeins 0,5 stigum var Bjarmi Hreinsson (LFR) (-105kg) sem átti magnað mót og fór með allar lyftur í gegn, hann snaraði mest 120kg og jafnhenti 153kg sem var bæting um 33kg frá því á haustmótinu í byrjun Október síðastliðnum. Þessi árangur gaf honum 307,7 stig sem setur hann í 5 sæti á árslistanum og boð um að keppa á RIG í janúar.

Á eftir honum komu Sigurður Bjarki Einarsson (FH) með 307,2 stig og loks Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) með 301,1 stig.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) jafnhenti 97kg og reyndi við nýtt íslandsmet 103kg í síðustu tilraun

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) jafnhenti 97kg og reyndi við nýtt íslandsmet 103kg í síðustu tilraun

Í kvenna flokki sigraði Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) þegar hún snaraði 72kg og jafnhenti 97kg, hún reyndi við nýtt íslandsmet í jafnhendingu 103kg í síðustu tilraun og var mjög nálægt því að fara með það upp fyrir haus. Með þessum árangri tryggði hún sér boð á RIG í Janúar með því að fara í fjórða sæti á árslistanum (224,94 stig).

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) reyndi við 95kg í síðustu tilraun en náði ekki að standa upp með þyngdina

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) reyndi við 95kg í síðustu tilraun en náði ekki að standa upp með þyngdina

Glódís Guðgeirsdóttir (FH) varð önnur á stigum með 204,3 stig og Birgit Rós Becker með 197,4 stig.

Bjarmi Hreinsson (LFR) sigurvegari mótsins ásamt Sigurði Bjarka Einarsyni (FH). Aðeins hálft stig skildi þá að

Bjarmi Hreinsson (LFR) sigurvegari mótsins ásamt Sigurði Bjarka Einarsyni (FH). Aðeins hálft stig skildi þá að

Karlaflokkur
1. Bjarmi Hreinsson (LFR) – 307,7 stig (120+153)
2. Sigurður Bjarki Einarsson (FH) – 307,2 stig (122+145)
3. Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) – 301,1 stig (103+132)

Hjördís Ósk (FH) og Birgit Rós (LFR) á verðlaunapalli

Hjördís Ósk (FH) og Birgit Rós (LFR) á verðlaunapalli

Kvennaflokkur
1. Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) – 224,9 stig (72+97)
2. Glódís Guðgeirsdóttir (FH) – 204,3 stig (65+88)
3. Birgit Rós Becker (LFR) – 197,4 stig (65+91)

Sindri Pétur (LFR) og Stefán Velemir (FH)

Sindri Pétur (LFR) og Stefán Velemir (FH)

Piltaflokkur (20 ára og yngri)
1. Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) (f.1995) (103+132)
2. Stefán Velemir (FH) (f.1994) (112+145)
3. Davíð Björnsson (ÁRM) (f.1995) (97+125)

Freyja Mist (LFR) og Helena Ingvarsdóttir (LFK)

Freyja Mist (LFR) og Helena Ingvarsdóttir (LFK)

Stúlknaflokkur (20 ára og yngri)
1. Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) (f.1996) (70+85)
2. Dóra Sóldís Ásmundardóttir (LFH) (f.1996) (45+60)
3. Helena Ingvarsdóttir (LFK) (f.1999) (35+55)

Drengjaflokkur (17 ára og yngri)
1. Arnór Gauti Haraldsson (LFG) (f.1998) (81+85)
2. Daníel Askur Ingólfsson (LFG) (f.1997) (65+70)
3. Einar Jón Hjálmarsson

Meyjaflokkur (17 ára og yngri)
1. Helena Ingvarsdóttir (LFK) (f.1999) (35+55)
2. Vigdís Hind Gísladóttir (LFG) (f.1999) (33+40)

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s