Gleðilegt nýtt lyftingaár

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) voru lyftingafólk ársins á hófi íþróttafréttamanna. Mynd: Sigurjón Pétursson

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) voru lyftingafólk ársins á hófi íþróttafréttamanna. Mynd: Sigurjón Pétursson (www.sigurjonpetursson.com)

Oddrún Eik Gylfadóttir sem búsett er í Danmörku hóf lyftingaárið 2015 með móti þann 3.Janúar (Ladies Open) í Danmörku. Hún slær því tóninn fyrir upphaf árs en mikið er framundan í Janúar.

Að kvöldi sama dags tóku Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) við viðurkenningum frá samtökum íþróttafréttamanna fyrir bestan árangur lyftingafólks á árinu 2014.

Fjórir Íslendingar eru skráðir til leiks á Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) sem fram fer í Kaupmannahöfn helgina 17-18. Janúar. Það eru þau Lilja Lind Helgadóttir (LFG), Sigurður Bjarki Einarsson (FH), Stefán Velemir (FH) og Guðmundur Borgar Ingólfsson (IK99) sem búsettur er í Danmörku.

Sömu helgi verður þjálfaranámskeið haldið á vegum LSÍ, lyftingadeildar Ármanns og Eleiko þar sem forseti evrópska lyftingasambandsins (EWF) Antonio Urso mun koma og kenna ásamt Colin Buckley. Antonio mun einnig verða með fyrirlestur fimmtudagskvöldið 15. Janúar sem partur að fyrirlestrarröð RIG, nánari tímasetning mun birtast á heimasíðu RIG (www.rig.is).

Keppendalistinn fyrir RIG (24.Janúar) verður síðan birtur í vikunni en það stefnir allt í æsi spennandi keppni.

Að lokum er ekki úr vegi að lýta yfir liðið ár en LSÍ heldur áfram örum vexti:

47 karlar (40;2013,30;2012,12;2011) og 37 konur (29;2013,17;2012,3;2011) sem eru skráðir iðkenndur innan LSÍ kepptu á 15 mótum á árinu 2014. Flest mótin fóru fram á Íslandi (6) síðan Danmörku (4), Svíþjóð, Ítalíu, Ísrael, San Marino og Noregi.

Fjölmennustu mótin á Íslandi voru eftirfarandi:
Jólamót LSÍ: 35
Íslandsmeistaramótið 2014: 29
Sumarmót LSÍ: 23
Haustmót LSÍ: 18
Íslandsmeistaramót Unglinga: 16
RIG 2014: 13

Þau mót sem landsliðið og unglingalandsliðið tók þátt í:
Norðulandameistaramót Unglinga 2014: 9
Norðurlandameistaramótið 2014: 7
Smáþjóðleikar: 4
EM: 1

Loks önnur mót erlendis:
CWC 2014: 4
Danska Meistaramótið: 2
DM Begynder: 1
Qual. Camp. Italia: 1
Öst Senior: 1

Lilja Lind Helgadóttir (LFG)  keppti á flestum mótum eða 6 talsins og Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) þar á eftir á 5 mótum

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s