Smáþjóðleikar í lyftingum: Ísland í öðru sæti

Liðið mætt í kynningu

Liðið mætt í kynningu

SJÁ frétt mbl um mótið:http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/04/26/island_i_odru_saeti/

Smáþjóðleik­arn­ir í ólymp­ísk­um lyft­ing­um fóru fram í Mónakó í gær en mótið er ár­legt mót á milli smáþjóðanna þar sem ár­ang­ur þriggja bestu lyft­inga­manna er tal­inn sam­an til að finna sig­ur­veg­ara.

Sex þjóðir sendu lið til keppni þetta árið en það voru ásamt móts­höld­ur­um í Mónakó; Ísland, Kýp­ur, Malta, Lúx­em­borg og San Marínó. Lið Íslands og Kýp­ur háðu harða keppni um stiga­bik­ar móts­ins og fór það svo að Kýp­ur sigraði með um 15 Sincla­ir stig­um eða sam­tals 997,8 stig­um á móti 985,1stig­um Íslands.

Stiga­hæst­ur ís­lend­ing­anna var hinn 18 ára gamli Guðmund­ur Högni Hilm­ars­son sem snaraði 125 kg og jafn­henti 158 kg sem er nýtt Íslands­met í -94kg flokki karla en Guðmund­ur vigtaðist inn 86,71 kg. Hann var jafn­framt þriðji stiga­hæsti maður móts­ins með 334,9 Sincla­ir stig

Björg­vin Karl Guðmunds­son snaraði 122 kg og jafn­henti 150 kg, Sig­urður Bjarki Ein­ars­son snaraði 127 kg (sem er nýtt Íslands­met í -94 kg flokki karla) og jafn­henti 156 kg og að lok­um snaraði Andri Gunn­ars­son 140 kg og jafn­henti 170 kg en hann reyndi við 183 kg í jafn­hend­ingu sem hafði tryggt Íslandi sig­ur en missti lyft­una í efstu stöðu.

Þeir verða all­ir í eld­lín­unni ásamt besta lyft­inga­fólki lands­ins næstu helgi (2.maí) þegar Íslands­mótið fer fram í Kaplakrika milli 10-18 og er aðgang­ur ókeyp­is.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s