Gísli á HM öldunga

Heimsmeistaramót öldunga (35 ára og eldri) fer fram dagana 12. – 19. september í Finnlandi, nánar tiltekið í borginni Rovaniemi, höfuðstað Lapplands. Mótið er mjög fjölmennt en alls eru 525 keppendur skráðir til leiks, þar af 19 sem eru komnir yfir áttrætt.

Lógó mótsins er tilvísun í tilkall Rovaniemi sem heimili jólasveinsins

Lógó mótsins er tilvísun í tilkall Rovaniemi sem heimili jólasveinsins

Gísli Kristjánsson (LFR) er skráður til leiks í 105kg flokki 50-54 ára. Keppendur í flokki Gísla eru 6 og miðað við forskráningar hefur Gísli talsverða yfirburði. Gísli keppir á fimmtudeginum 17. september kl 15:30 að staðartíma (12:30 að íslenskum tíma).

Gísli Kristjánsson á góðri stund

Gísli Kristjánsson á góðri stund

Gísli er í góðu formi og ætti að geta gert atlögu að heimsmetunum í sínum flokki. Metið í snörun er 135kg sett af Svíanum Stefan Jakobsson árið 1999, metið í jafnhendingu er 166kg sett árið 2009 af Bretanum Gurdawar Singh Dhesi og metið í samanlögðu er 300kg einnig sett af Stefan Jakobsson árið 1999.

Lyftingasambandið óskar Gísla góðs gengis.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess: http://www.masters2015.fi/ og á facebook síðunni: https://www.facebook.com/masters2015

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s