Guðmundur Högni á EM unglinga

Í dag hefst keppni á Evrópumeistaramóti unglinga og 23 ára og yngri í ólympískum lyftingum. Mótið fer fram dagana 3. til 10. október og er haldið í borginni Klaipeda í Litháen. Fulltrúi Íslands á mótinu er Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) sem keppir í 85kg flokki unglinga (20 ára og yngri). Guðmundur Högni er 19 ára og því gjaldgengur í unglingaflokk á næsta ári líka.

17 keppendur eru skráðir í 85kg flokk unglinga og keppir Guðmundur Högni í B hópi á þriðjudaginn (6. okt.) kl 11 að staðartíma (kl 8 að íslenskum tíma). A hópurinn keppir svo á miðvikudeginum (7. okt.) kl 16 að staðartíma.

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Besti árangur Guðmundar Högna í 85kg flokki er 117kg í snörun, 150kg í jafnhendingu og 265kg í samanlögðu. Allt eru þetta Íslandsmet unglinga auk þess að jafnhendingin er einnig Íslandsmet fullorðinna. Guðmundur er í góði formi og er Íslandsmet fullorðinna í samanlögði í stórhættu en það er 272kg í eigu Björvins Karls Guðmundssonar.

Frekari upplýsingar um mótið má finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=90

Með Guðmundi í för er þjálfari hans og afi, Guðmundur Sigurðsson, sem lyftingafólki er að góðu kunnur. LSÍ óskar Guðmundi Högna góðs gengis.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s