Guðmundur Högni með unglingamet í snörun og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarrson (LFR) keppti í B hópi 85kg flokks unglinga á Evrópumeistaramóti unglinga og undir 23 ára í morgun. Guðmundur Högni opnaði á 118kg í snörun og bætti þar sem sitt eigið unglingamet um 1kg. Hann bætti um betur í annari tilraun með því að lyfta 123kg, en 126kg í þriðju tilraun voru of þung í þetta skiptið.

Í jafnhendingunni lyfti Guðmundur Högni 147kg í fyrstu tilraun og bætti þar með unglingametið í samanlögðu í 270kg, bæting um 5kg. Honum mistókst síðan í tvígang að lyfta 152kg sem hefðu tryggt honum Íslandsmet unglinga og fullorðinna jafnhendingu og í samanlögðu í flokki fullorðina.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

LSÍ óskar Guðmundi Högna, og þjálfara hans Guðmundi Sigurðssyni, til hamingju með góða frammistöðu á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti. Næsta mót Guðmundar Högna er Norðurlandamót Unglinga sem fram fer í Noregi í lok mánaðarins.

A hópur 85kg flokksins keppir á morgun (7. okt.) kl 16 að staðartíma (13 að íslenskum tíma). Úrslit og vefsendingu frá EM er að finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=100

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s