Haustmót LSÍ: Úrslit

Úrslit: http://results.lsi.is/meet/haustmot-2015

Upptaka af mótinu: https://drive.google.com/a/lsi.is/file/d/0B0bSk6AOPuiMcjNmNHY3UTlYVWM/view

Myndir frá mótinu á facebook síðu Lyftingafélagsins Hengils: https://www.facebook.com/lfhengill

19 konur og 22 karlar hófu keppni á Haustmóti LSÍ í íþróttahúsinu í Hveragerði, Laugardaginn (17.Okt). Mótið var það fyrsta sem Lyftingafélagið Hengill hélt en mótið er jafnframt það fjölmennasta sem haldið hefur verið síðustu ár og sýnir glöggt vöxt íþróttarinnar. Það var samróma álit allra að Hengill hafi haldið utan um mótið með allra besta móti.

Mótið var annað mótið af þremur í Bikarkeppni LSÍ og má segja að nokkur breyting hafi átt sér stað á en Lyftingafélag Reykjavíkur tók forustuna af Lyftingafélagi Garðabæar. Keppnin er nokkuð jöfn en tíu lyftingafélög hafa tryggt sér stig: http://results.lsi.is/admin/TeamCompetition

Liðabikar LSÍ 2015

Lið Stig
LFR 60
LFG 45
Ármann 41
LFH 40
Hengill 35
FH 19
Stjarnan 16
LFK 8
UMFN 7
KFA 3

Ómögulegt er að fara yfir hverja lyftu en reynt verður að stikla á stóru í þessu yfirliti

Birna Dís Ólafsdóttir (LFH) setti ný íslandsmet met í öllum lyftum í -48kg flokki kvenna og tók 50kg í snörun og 65kg í jafnhendingu. Sá árangur dugði henni í 6. sæti í heildarkeppninni.

Jakobína Jónsdóttir (LFR) sem hefur um árabil keppt í Crossfit keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og stóð stig mjög vel, lyfti 68kg í snörun og 82kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna. Sá árangur tryggði henni bronsið í heildarkeppninni.

Jakobína Jónsdóttir LFR

Jakobína Jónsdóttir LFR (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Í -63kg flokki kvenna var hörð keppni framundan á milli Önnu Huldu Ólafsdóttur (LFR) og Hjördísar Ósk Óskarsdóttur (FH). Anna gerði sér lítið fyrir og snaraði 76kg sem er jöfnun á persónulegum árangri, Hjördís snaraði 73kg í annari tilraun. Í jafnhendingunni fór Hjördís með 100kg en Anna Hulda 90kg. Árangur Hjördísar dugði henni til sigurs í mótinu en Anna varð að láta sér nægja silfur að þessu sinni. Hjördís verður meðal þátttakenda á HM í lyftingum sem fram fer í Houston í Nóvember og var mótið liður í undirbúningi.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) var stigahæst kvenna

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) var stigahæst kvenna (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Anna Hulda Ólafsdóttir átti góða innkomu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli bróður part af árinu

Anna Hulda Ólafsdóttir átti góða innkomu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli bróður part af árinu. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Aníta Líf Aradóttir (LFR) átti gott mót en hún snaraði 68kg og bætti sig um heil 10kg í jafnhendingu þar sem hún tók 95kg. Má leiða líkum að því að hún skelli sér í 100kg jafnhendingarhópinn fljótlega. Árangur hennar dugði henni í 4.sæti í heildarkeppninni.

Aníta Líf Aradóttir (LFR) jafnhenti 95kg

Aníta Líf Aradóttir (LFR) jafnhenti 95kg (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) kom sterk inn í mótið og bætti sig mikið í snörun og jafnhendingu þar sem hún snaraði 70kg og jafnhenti 85kg og endaði í 5.sæti í heildarkeppninni.

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) bætti sig

Sólveig Sigurðardóttir (LFG) bætti sig. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Þær Lára Kristín Friðriksdóttir (LFK) og Una Mist Óðinsdóttir (LFR) settu báðar nokkur met í flokki 15 ára og yngri og standa metin í -69kg flokki í 34kg í snörun í eigu Láru og 47kg í jafnhendingu í eigu Unu. Frábær innkoma hjá þeim en þær eru aðeins 14 ára gamlar.

Í karlaflokki var Einar Ingi Jónsson (LFR) sjóðandi heitur hann bætti íslandsmet sín í -69kg flokki karla þegar hann snaraði 103kg og bætti síðan um betur í jafnhendingu og lyfti 128kg í annari tilraun sem einnig var met. Þessi árangur gaf honum 315,8 Sinclair stig sem er bætin um 12 stig og var jafnframt stigahæsti árangur mótsins. Einar er 19 ára á árinu og voru þetta því unglingamet 20 ára og yngri sem og 23 ára og yngri.

Einar Ingi Jónsson (LFR) setti met og varð stigahæstur karla

Einar Ingi Jónsson (LFR) setti met og varð stigahæstur karla. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Árni Freyr Bjarnason (Ármann) var einnig í bætingagír og snaraði 112kg og jafnhenti 143kg, það dugði til silfurverðlauna í heildarkeppninni.

Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFR) varð þriðji en hann bætti sig um 5kg í snörun og lyfti 102kg, í jafnhendingu bætti hann sig einnig og lyfti 121kg. Guðmundur vann brons. Einar Ingi og Guðmundur Steinn eru báðir á leiðinni á Norðurlandamót Unglinga í lok mánaðrins og er þetta því mjög gott veganesti fyrir þá.

Guðmundur Steinn (LFR) varð þriðji með fínar bætingar

Guðmundur Steinn (LFR) varð þriðji með fínar bætingar. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Bjarmi Hreinsson (LFR) skilaði stigum í Bikarkeppnina en hefur átt betri daga, hann snaraði 115kg í opnunarþyngd og klikkaði síðan tvisvar sinnum á 122kg, í jafnhendingu fór hann í gegn með opnunarþyngdina 145kg. Bjarmi lyfti samt sem áður mestu þyngd mótsins og kemur vel til baka eftir að hafa meitt sig lítillega á NM í Ágúst. Árangur hans var fjórði stigahæsti á mótinu.

Bjarmi jafnhenti þyngstu lyftunni 145kg

Bjarmi jafnhenti þyngstu lyftunni 145kg. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Árni Rúnar Baldursson (Hengill) fór með allar sínar lyftur í gegn og snaraði 95kg og jafnhenti 120kg í -77kg flokki karla og endaði fimmti.

Goði Ómarsson (LFG) og Jón Elí Rúnarsson (LFR) háðu harða keppni á stigum en Goði vigtaðist 10gr léttari en Jón Elí en þeir lyftu sömu heildarþyngd. Goði var 6.sæti með 102kg/143kg en Jón Elí 110kg/135kg. Jón Elí keppir á NM unglinga í lok mánaðarins.

Goði Ómarsson (LFG) átti fínt mót

Goði Ómarsson (LFG) átti fínt mót. (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

Arnór Gauti Haraldsson (LFH) bætti öll piltametin (17 ára og yngri) þegar hann snaraði 92kg og jafnhenti 113kg í -85kg flokki. Metin voru áður í eigu Guðmunds Högna Hilmarssonar, Arnór er einnig meðal keppenda á NM unglinga í lok mánaðarins.

Arnór Gauti (LFH) bætti metin í -85kg flokki karla (U17)

Arnór Gauti (LFH) bætti metin í -85kg flokki karla (U17). (Mynd: Lyftingafélagið Hengill)

LSÍ vill enn og aftur koma þökkum á framfæri við alla sem að mótinu komu bæði skipuleggjendur sem og starfsmenn.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s