Norðurlandamót unglinga 2016

Fjórir Norðurlandameistaratitlar unnust á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Haugasund, Noregi um helgina. Lilja Lind Helgadóttir (LFG) sigraði í  69kg flokki stúlkna (20 ára og yngri). Þetta er þriðja árið í röð sem Lilja Lind verður Norðurlandameistari, en hún sigraði í +75kg flokki stúlkna í fyrra og +69kg flokki meyja árið 2013. Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) sigraði í 75kg flokki stúlkna og varði titilinn sem hún vann í sama flokki í fyrra.

Freyja Mist og Lilja Lind sáttar með gullin.

Freyja Mist og Lilja Lind sáttar með gullin.

Einar Ingi Jónsson (LFR) sigraði í 69kg flokki pilta (20 ára og yngri) og Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFR) vann til silfurverðlauna í sama flokki.

Einar Ingi og Guðmundur Steinn á verðlaunapalli.

Einar Ingi og Guðmundur Steinn á verðlaunapalli.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) sigraði í 85kg flokki pilta (20 ára og yngri) og bætti eigin Íslandsmet í piltaflokki bæði í snörun og samanlögðu sem hann setti á EM unglinga í síðasta mánuði.

Guðmundur Högni á verðlaunapalli.

Guðmundur Högni á verðlaunapalli.

Þá vann Arnór Gauti Haraldsson (LFH) til bronsverðlauna í 77kg flokki drengja (17 ára og yngri) og Jón Elí Rúnarsson (LFR) hlaut sömuleiðis brons í 105kg flokki pilta (20 ára og yngri). Sannarlega glæsileg uppskera hjá íslensku keppendunum.

Keppnishópurinn ásamt þjálfurum og fararstjórum, þeim Árna Birni Kristjánssyni og Inga Gunnari Ólafssyni.

Keppnishópurinn ásamt þjálfurum og fararstjórum, þeim Árna Birni Kristjánssyni og Inga Gunnari Ólafssyni.

Úrslit íslensku keppendanna má finna hér: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2015

Sjá umfjöllun mbl um mótið: http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/11/02/fjorir_islenskir_nordurlandameistarar/

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s