Þuríður með ný íslandsmet

Þuríður Erla Helgadóttir úr Ármanni keppti fyrst íslensku keppendanna á HM í ólympískum lyftingum sem fram fer í Houston, Texas þessa daganna. Hún átti gott mót í -58kg flokki þar sem hún snaraði 73kg, 77kg og loks nýtt íslandsmet 81kg sem var bæting um 3kg á hennar eigin íslandsmeti.

thury_77

77kg fóru upp hjá Þurí

Thuri3rdsnatch81

81kg nýtt íslandsmet í -58kg flokki kvenna

Í jafnhendingu lyfti hún 96kg í fyrstu lyftu og síðan 100kg (íslandsmet) í annari tilraun. Í lokatilraun reyndi hún við 104kg en missti lyftuna í lokin. Þetta er stigahæsti árangur Þuríðar, sex kílóa bæting á íslandsmetinu í -58kg flokki í samanlögðu og jafnframt stigahæsti árangur allra tíma í kvennaflokki á Íslandi eða 256,2 Sinclair stig.

Thuri2ndcj_100

100kg í jafnhendingu var bæting um 3kg á íslandsmetinu í

Thuri3rdcj104

Þuríður var hársbreidd frá því að klára 104kg en rétt missti þyngdina fram þegar hún stóð upp með jarkið

Þessi árangur dugði henni í 7.sæti af 12.keppendur í C hóp -58kg flokks. Ennþá eiga B og A flokkurinn eftir að ljúka keppni svo loka staða hennar kemur þá í ljós en keppendum er raðað í A,B og C hóp eftir árangri inn í mótið.

Screenshot from 2015-11-22 19:29:31

Flokkurinn var nokkuð jafn og hefði Þuríður farið upp um 3 sæti við það að klára lokalyftuna með 104kg

12279409_925130980908752_1398092494_o

Þjálfararnir og Þurí eftir mótið (f.v. Guðrún, Árni, Þuríður, Ingi Gunnar)

Með þessum árangri þá varð hún einnig fyrst íslenskra lyftingakvenna til að fá Elite Pin frá Norðurlandasambandinu (NTF) en áður hafa þrír íslenskir lyftingakarlar náð lágmarksárangri fyrir þá viðurkenningu; Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Agnarsson og Haraldur Ólafsson: http://iof3.idrottonline.se/ImageVaultFiles/id_139780/cf_104/Elite_pins_151112.PDF

The Nordic Elite pin might be given to an active weightlifter who is qualified for these results:

Women:            Men:
48 kg 143 kg     56 kg 248 kg
53 kg 161 kg     62 kg 265 kg
58 kg 176 kg    69 kg 282 kg
63 kg 189 kg    77 kg 299 kg
69 kg 202 kg     85 kg 313 kg
75 kg 213 kg     94 kg 325 kg
+75 kg 234kg  105 kg 337 kg
+ 105 kg 354 kg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s