Ragnheiður Sara með bætingar og met

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lauk keppni síðust Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Houston og endar á morgun Sunnudaginn 29.Nóvember.

12318278_927370284018155_1903839857_o

Ragnheiður Sara og Ingi Gunnar kláruðu mótið fyrir Íslands hönd

Sara keppti í gær í -75kg flokki og vigtaðist inn 70.89kg. Hún byrjaði snörunina á 80kg sem er jafnt íslandsmeti Lilju Lindar og fór auðveldlega með það. Því næst fór hún í 85kg en náði ekki að lyfta þeirri þyngd í annari og þriðju tilraun og ætlaði Sara sér eflaust meira þar.

Hún kom sterk til baka og kláraði 100kg og 105kg auðveldlega en báðar lyfturnar voru íslandsmet í kvennaflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Sara fór í 110kg í jafnhendingu í síðustu tilraun, hún fékk lyftuna dæmda gilda en kviðdómur ógildi hana fyrir pressu. Verður að segjast að dómurinn virkar gríðarlega harður og alveg í lagi að svekkja sig á því eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s