Jólamót LSÍ: Heildar úrslit

Jólamót LSÍ fór fram 20.Desember í umsjón Lyftingafélags Reykjavíkur eins og áður hefur fram komið hér á síðunni. Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/jolamot-2015

Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu keppendur í karla og kvennaflokkum en jafnfram 20 ára og yngri og 17 ára og yngri en um helmingur keppenda var 20 ára eða yngri.

U15 = 8
u17 = 6
U20 = 7
U23 = 9
KK/KVK = 11
M35-39 = 3

Ef einhverjir luma af myndum frá mótinu má endilega senda þær á lsi@lsi.is og við munum deilda þeim.

Úrslit

Kvenna flokkur

 1. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann): 242 Sinclair stig
 2. Ingunn Lúðvíksdóttir (Ármann): 196,2 Sinclair stig
 3. Álfrún Ýr Björnsdóttir (LFH): 195,6 Sinclairstig

Karla flokkur

 1. Emil Ragnar Ægisson (UMFN): 317,8 Sinclair stig
 2. Einar Ingi Jónsson (LFR): 317,0 Sinclair stig
 3. Ingólfur Þór Ævarsson (KFA): 304,6 Sinclair stig

Konur 20 ára og yngri

 1. Margrét Þórhildur Jóhannesdóttir (Ármann): 144,9 Stig
 2. Íris Hrönn Garðarsdóttir (KFA): 126,4 Stig
 3. Una Mist Óðinsdóttir (LFR): 110,9 Stig

Karlar 20 ára og yngri

 1. Eina Ingi Jónsson (LFR): 317 Stig
 2. Ingimar Jónsson (LFG):259,1 Stig
 3. Jan Hinrik Hansen (HEN):257,9 Stig

Konur 17 ára og yngri

 1. Una Mist Óðinsdóttir (LFR): 110,9 Stig
 2. Andrea Rún Þorvaldsdóttir (Ármann): 110,8 Stig
 3. Hrafnhildur Finnbogadóttir (Árman): 108,3 Stig

Karlar 17 ára og yngri

 1. Ingimar Jónsson (LFG): 259,1 Stig
 2. Arnór Gauti Haraldsson (LFH): 256,2 Stig
 3. Sigurður Darri Rafnsson (LFR): 247,5 Stig

Fjölmörg Íslandsmet voru sett í ýmsum aldursflokkum.

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) setti met í jafnhendingu í -58kg flokki (101kg).

Einar Ingi Jónsson (LFR) setti tvö met í jafnhendingu í fullorðinsflokki í -69kg flokki 129kg og 132kg, það voru einnig met í flokki 20 ára og yngri sem og 23 ára og yngri.

Matthías Abel Einarsson (Hengill) sett met í öllum lyftum í -62kg flokki U15,U17,U20 og U23 og standa nú metin í 58kg í snörun og 70kg í jafnhendingu.

Emil Ragnar Ægisson (UMFN) setti ný met í -77kg flokki 23 ára og yngri, 112kg í snörun og 138kg í jafnhendingu.

Ingimar Jónsson (LFG) setti ný met í jafnhendingu og samanlögðum árangri í -85kg flokki 17 ára og yngri með 115kg og síðan 121kg.

Sindri Ingvarsson (Ármanni) bætti sín eigin met í -94kg flokki karla 15 ára og yngri þegar hann snaraði 77kg og jafnhenti 87kg.

Ingun Lúðvíksdóttir (Ármanni) bætti met í -69kg öðlingaflokki 35-39ára kvenna þegar hún snaraði 70kg og jafnhenti 85kg.

Erna Héðinsdóttir (LFR) setti met í öllum lyftum í -75kg öðlingaflokki 39-39ára kvenna og standa metin 60kg í snörun og 71kg í jafnhendingu.

Hrafnhildur Finnbogadóttir (Ármanni) setti tvö met í snörun og eitt í jafnhendingu í -63kg flokki kvenna 15 ára og yngri þegar hún snaraði 32kg og 35kg. Hún jafnhenti 42kg.

Una Mist Óðinsdóttir (LFR) og Andrea Rún Þorvaldsdóttir (Ármann) skiptust á að setja met í -69kg flokki kvenna 15 ára og yngri. Una snaraði 36kg sem var met og jafnhenti 48kg sem var einnig met. Andrea bætti um betur og jafnhenti 53kg og á þar með metið í samanlögðum árangri.

Advertisements

One thought on “Jólamót LSÍ: Heildar úrslit

 1. Pingback: Jólamót LSÍ: Heildar úrslit | Betri fréttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s