Lyftinganámskeið 31.jan

Þann 31.janúar 2016 verður haldið námskeið í ólympískum lyftingum. Kennarar á námskeiðinu eru Colin Burns og Cortney Batchelor.

Colin Burns USA setti bandarískt met í snörun á HM 2014 þegar hann snaraði 169kg í -94kg flokki karla. Hann var Bandaríkjameistari í -94 kg flokki 2014 og hlaut brons verðlaun á Pan-Am leikunum í snörun sem -85 kg lyftari 2013. Cortney Batchelor er tvöfaldur Bandaríkjameistari í -58kg flokki og hefur auk þess keppt á tveimur Heimsmeistaramótum. Hennar besti árangur er 86kg í snörun og 107kg í jafnhendingu frá HM 2014. Þau búa bæði í Colorado og æfa í Ólympíuþorpi Bandaríkjamanna undir leiðsögn Zygmunt Smalcerz landsliðsþjálfara Bandaríkjamanna. Þau muni bæði keppa á RIG 30.janúar.

Námskeiðið er hugsað fyrir lyftingafólk en áhersla verður lögð á grunnatriði lyftinga sem og aukaæfingar til að leiðrétta og styrkja veikleika. Colin hefur verið með fjarþjálfun fyrir marga íþróttamenn m.a. Andra Gunnarsson lyftingamann ársins síðustu tveggja ára með góðum árangri.

Námskeiði er haldið í Crossfit XY Miðhrauni 2 Garðabæ og hefst kl 13:15 og stendur til 18:00.

Verð er 12.500 kr sem rennur beint til þeirra Colin og Cortney.Aðeins er pláss fyrir 10 einstaklinga á námskeiðinu fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning fer fram á lsi@lsi.is

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s