Íslandsmeistaramót 2016: Úrslit

 

Alls mætti 51 keppandi til leiks á íslandsmótið 2016, 24 konur og 27 karlar. Enn einu sinni var þátttökumet slegið á lyftingamóti á Íslandi. Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2016

Laugardagur

Stiklað er á stóru hér að neðan

-53kg flokk­ur kvenna
1. Rakel Ragn­heiður Jóns­dótt­ir (f. 1999) LFG 50/​62

Rakel Ragnheiður Jónsdóttir (LFG) f.1999 átti stórgott mót þar sem hún fór með allar lyftur í gegn -53kg flokki kvenna og voru 45kg og 50kg í snörun met í bæði U17 og U20 ára flokki. Í jafnhendingu gerði hún betur og setti met með því að lyfta 55kg, 60kg og loks 62kg.

-58kg flokk­ur kvenna
1. Þuríður Erla Helga­dótt­ir (f. 1991) Ármann 80/​104
2. Jakobína Jóns­dótt­ir (f. 1985) LFR 69/​87
3. Sig­ríður Jóns­dótt­ir (f. 1992) LFK 35/​51

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármanni) átti afrek dagsins þegar hún tvíbætti íslandsmet sitt í jafnhendingu og samanlögðum árangri með því að lyfta 102kg og síðan 104kg. Þetta gaf henni einnig stigahæsta árangur mótsins og í fyrsta sinn sem íslensk lyftingakona fer yfir 260 stiga Sinclair múrinn.

Jakobína Jónsdóttir (LFR) náði næst hæsta Sinclair árangri mótsins með góðri bætingu í jafnhendingu 87kg og endaði í öðru sæti í -58kg flokki kvenna.

-63kg flokk­ur kvenna
1. Helena Ingvars­dótt­ir (f. 1999) LFK 50/​70
2. Katla Björk Ket­ils­dótt­ir (f. 2000) UMFN 54/​66
3. Hrafn­hild­ur Finn­boga­dótt­ir (f. 2000) Ármann 42/​50

 

Í -63kg flokki kvenna setti kviðdómur nokkuð óvænta spennu í flokkinn þegar hann dæmdi tvær lyftur af Hjördísi Ósk Óskarsdóttur (FH) í jafnhendingu og hætti hún í kjölfarið keppni.

Tvær ungar stelpur Helena Ingvarsdóttir (LFK) og Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) höfðu háð harða baráttu í flokknum um silfurverðlaun fengu því gull og silfur en þær lyftu sömu þyngd samanlagt.

Báðar settu þær met í snörun og jafnhendingu í U17 ára, fyrst Helena Ingvarsdóttir með 50kg og síðan Katla með 54kg.

Í jafnhendingunni skiptust þær á að bæta metið en það fór á endanum þannig að Helena Ingvarsdóttir lyfti 70kg í síðustu tilraun og vann því á því að vera um hálfu kílói léttari en Katla en Helena vigtaðist inn 58,25kg og Katla 58,75kg. Þessar stelpur eiga mikla framtíð fyrir sér og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.

-69kg flokk­ur kvenna
1. Lilja Lind Helga­dótt­ir (f. 1996) LFG 72/​87
2. Ing­unn Lúðvíks­dótt­ir (f. 1977) Ármann 67/​90
3. Sandra Hrönn Arn­ar­dótt­ir (f. 1994) Ármann 67/​86
Lilja Lind Helgadóttir (LFG) átti sterkt mót og nálgast hratt sitt besta form eftir meiðsli á seinni hluta síðasta árs. Lilja fór með allar lyftur í gegn og vann flokkin með 2kg forustu.
Ingunn Lúðvíksdóttir (Ármann) bætti jafnhendingarmetið sitt í 35-39ára flokki kvenna enn og aftur þegar hún lyfti 90kg í þriðju og síðustu tilraun.
Sandra Hrönn Arnardóttir (Ármann) átti góðar bætingar í snörun og jafnhendingu sem gáfu henni bronsverðlaun í þessum fjölmennasta flokk en 9 keppendur voru í flokknum.
-75kg flokk­ur kvenna
1. Freyja Mist Ólafs­dótt­ir (f. 1996) LFR 74/​95
2. Soffía Bergs­dótt­ir (f. 1987) Ármann 68/​80
3. Erna Héðins­dótt­ir (f. 1976) LFR 57/​81
Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) bætti sinn besta árangur á móti í jafnhendingu þegar hún jafnhenti 95kg.

95kg hjá Freyju Mist Ólafsdóttur @freyjamist , langþráð bæting í jafnhendingu.

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Soffía Bergsdóttir sem keppti á sínu fyrsta móti um jólin varð önnur.
Erna Héðinsdóttir (Ármann) varð þriðja og setti met í flokki 40-44ára þegar hún snaraði 57kg og jafnhenti 70, 75 og 81kg en allt voru það met.
+75kg flokk­ur kvenna
1. Sonja Björk Ing­ólfs­dótt­ir (f.1994) Ármann 60/​75
2. Hild­ur Björk Þórðadótt­ir (f.1985) LFR 50/​57
 Sunnudagur
-69kg flokk­ur karla
1. Ein­ar Ingi Jóns­son (f. 1996) LFR 105/​138
2. Jök­ull Máni Þrast­ar­son (f. 1998) Ármann 80/​90

Einar Ingi Jónsson (LFR) raðaði inn metum þegar hann snaraði 105kg og tvíbætti íslandsmet sitt í jafnhendingu með 134kg og 138kg. Þetta voru einnig met í U20 og U23 ára flokkum.

Jökull Máni Þrastarson (Ármann) átti fínar bætingar en hann keppti á sínu öðru móti.

 

-77kg flokk­ur karla
1. Davíð Björns­son (f. 1995) Ármann 106/​131
2. Árni Rún­ar Bald­urs­son (f. 1995) Heng­ill 104/​126
3. Arnþór Ingi Guðjóns­son (f. 1995) UMFN 90/​120
Í -77kg flokki voru allir að bæta sig, Davíð Björnsson bætti sinn besta árangur í snörun um 1kg og jafnhendingu um 5kg. Árni Rúnar Baldursson vigtaðist aðeins um 70kg inn í mótið snaraði 104kg og bætti sig um 6kg í snörun og 6kg í jafnhendingu.
Arnþór Ingi Guðjónsson keppti síðan á sínu fyrsta móti og tók bronsið í þessum flokk en 8 keppendur börðust um þessi sæti.
-85kg flokk­ur karla
1. Daní­el Ró­berts­son (f. 1991) Ármann 110/​132
2. Stefán Ern­ir Rossen (f. 1994) FH 102/​131
3. Daní­el Ómar Guðmunds­son LFR 105/​127
Daníel Róbertsson vann góðan sigur í -85kg flokk, en hart var barist um silfur verðlaunin. Fór það svo að Stefán Rossen fór upp fyrir Daníel Ómar Guðmundsson með því að bæta sig um 6kg í jafnhendingu og lyfta 131kg.
-94kg flokk­ur karla
1. Goði Ómars­son (f. 1991) LFG 98/​150
2. Gunn­ar Gylfa­son (f. 1989) Stjarn­an 110/​121
3. Berg­ur Sverris­son (f. 1994) LFR 101/​121
Í -94kg flokki karla átti Goði Ómarsson gríðarlega góða jafnhendingu og vann hann upp 12kg forskot og gott betur sem Gunnar Gylfason var búinn að vinna sér inn í snöruninni.
Bergur Sverrisson varð þriðji en hann var að keppa á sínu fyrsta móti.
-105kg flokk­ur karla
1. Ingólf­ur Þór Ævars­son (f. 1991) KFA 122/​152
2. Sig­ur­jón Guðna­son (f. 1999) LFR 75/​97
+105kg flokk­ur karla
1. Andri Gunn­ars­son (f. 1983) LFG 157/​186
Afrek mótsins í karlaflokki átti Andri Gunnarsson sem bætti íslandsmet Gísla Kristjánssonar í +105kg flokki karla um 1kg í snörun og 1kg í jafnhendingu en samanlagðan árangur um 6kg. Hann varð stigahæsti karl mótsins með 354,6 Sinclair stig.

Andri Gunnarsson (LFG) með nýtt íslandsmet í +105kg flokki karla, 186kg.

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s