Smáþjóðleikarnir 2016

Hinir 38. árlegu smáþjóðleikar í Ólympískum lyftingum fóru fram í Kýpur nú um helgina. Í fyrsta sinn eru konur partur af liðakeppninni en 2 konur og 3 karlar telja til stiga fyrir hvert land.

Beðið er eftir nánari úrslitum úr keppninni en Ísland vitað er að Ísland endaði í öðru sæti á eftir Kýpur í heildarstigakeppninni.

Þær Lilja Lind Helgadóttir og Freyja Mist Ólafsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd á föstudeginum en báðar eru þær á síðasta ári í unglingaflokki (20 ára og yngri). Lilja lyfti 70kg í snörun og 85kg í jafnhendingu sem gáfu 197,5 stig.

 

Freyja átti góðan dag og lyfti 75kg í snörun og 96kg í jafnhendingu sem var bæting um 1kg á persónulegu meti og nálgast unglingamet Lilju Lindar í jafnhendingu sem er 97kg og norðurlandamet unglinga 101kg í eigu hinnar finnsku Meri Ilmarinen.

 

 

Í karla keppninni var Einar Ingi Jónsson fyrstur og bætti hann enn og aftur íslandsmet sitt í snörun þegar hann lyfti 107kg í -69kg flokk karla. Það var bæting um 2kg á meti sem hann setti á Íslandsmeistaramótinu fyrir rétt rúmum 3 vikum. Hann jafnhenti síðan 136kg og fékk fyrir það 328,6 Sinclair stig.

 

 

Guðmundur Högni Hilmarsson og Bjarmi Hreinsson voru síðan báðir í -94kg flokk þó nokkur þyngdarmunur var á þeim. Guðmundur Högni vigtaðist inn 87,7kg en Bjarmi 94kg slétt.

 

 

Báðir áttu þeir mjög góða snörun, Guðmundur Högni snaraði nýtt unglingamet 130kg og Bjarmi nýtt fullorðinsmet 133kg. Þeir opnuðu síðan báðir á 152kg í jafnhendingu sem fór auðveldlega upp, það var líka nýtt met í samanlögðum árangri hjá Bjarma. Því næst klikkaði Bjarmi 2x á 157kg og Guðmunudur Högni á 160kg. Guðmundur Högni varð því stigahæstur í íslenska liðinu með 331,9 Sinclair stig og Bjarmi með 325,1 Sinclair stig.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s