Hjördís og Anna Hulda ljúka keppni

Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Anna Hulda Ólafsdóttir luku keppni á evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum nú í kvöld.

Í snöruninni opnaði Hjördís á 72kg en klikkaði síðan 2x á 76kg sem hefði verið bæting um 1kg. Anna Hulda gerði sér lítið fyrir og opnaði á 75kg og fór síðan með glæsilegt nýtt íslandsmet 81kg í 3.tilraun. Það var jafnframt bæting um 3kg á hennar besta árangri í snörun og hún er því búin að bæta sig um 5kg á árinu.

Í jafnhendingunni hóf Anna leik með 90kg, lyfti síðan 92kg og reyndi við 94kg í síðustu tilraun. Hjördís átti góða jafnhendingu þar sem hún lyfti 96kg, 100kg og 104kg. Við það bætti hún árangur sinn frá því á HM um 1kg og líkt og Þuríður fer hún með þann árangur á heimslista fyrir ólympíuleikana í Ríó 2016 en skilyrði fyrir því að komast á listann er að hafa keppt á tveimur “stigamótum”.

Aðeins C-hópurinn hefur lokið keppni í -63kg flokk en Hjördís var önnur og Anna Hulda þriðja í þeim hóp. Flokkarnir klárast á morgun og er A-hópurinn sýndur beint á Eurosport klukkan 14:35.

Heildarúrslit munu koma í gagnagrunn LSÍ: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramotid-2016

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s