Liðakeppni EM (ÓL-KVK)

Að loknu Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum er vert að fara yfir stöðuna í liðakeppninni sem gefur þátttökurétt á ólympíuleikana í RÍÓ og sjá hversu líklegt eða ólíklegt er að Ísland verði meðal þátttökuþjóða í Ríó og almennt í framtíðinni. Á EM telja 4 konur úr hverju liði, að loknu móti velja liðin hvaða 4 konur telja og eðlilega eru það þær sem skora hæst í stigakeppninni.

Liðakeppnin

em_qualifier

Staða í liðakeppni að loknu EM, 6 efstu þjóðir tryggðu sér 1 sæti hver

85 stig þurfti til þess að ná öruggu sæti í Ríó og enduðu spánverjar síðastir inn, eflaust á kostnað svía þar sem einn af bestu lyfturum svíþjóðar Patricia Strenius náði ekki gildri lyftu í jafnhendingu þar sem hún opnaði á 118kg í jafnhendingu sem hefði gefið henni 279.80 Sinclair stig og orðið efst sænskra lyftingakvenna á mótinu og fengið farseðilinn. En áður hafði Angelica Roos náð 6.sætinu í -58kg flokki kvenna og 279,1 Sinclair stigum. Ef Strenius hefði talið í kepninni hefðu Svíar líklega skorað nálægt 90 stigum í heildarkepninni.

Finnland var árið 2012 næsta þjóð inn á leikana og þeir eru í sömu stöðu í ár en mótið gekk nokkuð vel hjá Finnum þrátt fyrir að Marianne Saarhelo kláraði sína snörun í þriðju tilraun en annars hefði hún dottið úr leik og stigalægri manneskja talið.

Spánn (85 stig)

Stig Sæti  Nafn  Fæð.  Land BW SN JH Total Sincl.
23 7 Estefania Tello 1981 ESP 47,85 73 93 166 272,86
23 6 Atenery Hernandez 1994 ESP 52,57 81 101 182 276,34
19 9 Mouna Skandi 1992 ESP 57,49 84 107 191 270,65
20 13 Emma Lopez 1996 ESP 62,87 85 103 188 250,18

Finnland (79 stig)

Stig Sæti  Nafn  Fæð.  Land BW SN JH Total Sincl.
21 8 Anni Vuohijoki  1988 S FIN 62,29 88 106 194 259,8
19 10 Anna Everi  1987 S FIN 62,24 88 106 191 255,9
20 10 Meri Ilmarinen  1991 S FIN 74,44 96 117 213 256,1
19 11 Marianne Saarhelo  1994 U23 FIN 75,23 88 110 198 236,7

Svíþjóð (77 stig)

Stig Sæti Nafn Fæð. Land BW SN JH Total Sincl.
23 5 Angelica Roos  1989 S SWE 57,5 87 110 197 279,1
23 6 Carita Thoren  1991 S SWE 68,39 98 119 217 273,8
17 12 Paula Junhov-Rindberg  1988 S SWE 97,29 85 107 192 205,6
14 17 Angelica Bengtsson  1986 S SWE 75,04 72 85 157 187,9

Staða Noregs er áhugaverð í ljósi þess að besta lyftingakona norðurlandanna síðustu 10 ár Ruth Kasirye þurfti að draga sig úr keppni vegna brots á lyfjalögum en lyfið Meldonium fannst í þvagi hennar á sýni sem var tekið 25.Janúar. Málinu er ekki lokið en hún stefndi á pall á heimavelli. Frekari upplýsingar um málið á norskri heimasíðu: http://www.bull.no/vektlofteren-ruth-kasirye-testet-positivt-pa-meldonium

Staða Íslands

Ísland endaði í 18.sæti í liðakeppninni á EM en mjög hörð keppni var í þeim tveimur þyngdarflokkum sem við áttum keppendur í -58kg flokk (Þuríður Erla) og -63kg flokk (Hjördís Ósk og Anna Hulda). Dæmi um það er að Þuríður Erla var með fjórða stigahæsta árangur norðurlandabúa á mótinu en 25 konur frá norðurlöndunum kepptu á EM.

Ísland (33 stig)

Stig Sæti Nafn Fæð. Land BW SN JH Sincl.
16 14 Þuríður Erla Helgadóttir 1991 ISL 57,54 80 103 259,2
9 19 Hjördís Ósk Óskarsdóttir 1984 ISL 62,58 72 104 234,9
8 20 Anna Hulda Ólafsdóttir 1985 ISL 61,56 81 92 233,5

Önnur tölfræði sem er áhugavert að skoða er hversu margar konur hófu leik miðað við grunn skráningar:

21 kona var skráð í -48kg flokk og 19 hófu keppni
27 konur voru skráðar í -53kg flokk og 24 hófu keppni
25 konur voru skráðar í -58kg flokk og 22 hófu keppni
29 konur voru skráðar í -63kg flokk og 25 hófu keppni
23 konur voru skráðar í -69kg flokk og 17 hófu keppni
25 konur voru skráðar í -75kg flokk og 16 hófu keppni
18 konur voru skráðar í +75kg flokk og 20 hófu keppni

teams

Listi yfir fjölda keppendur í kvennaflokki frá hverju landi

Á HM í Houston vorum við með 3 keppendur sem kepptu ekki á EM, Crossfit stjörnurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.

Ef þær hefðu keppt á EM og náð nákvæmlega sama árangri og á HM þá hefði Annie (196kg) verið í 10.sæti í -69kg flokk og skorað 19.stig, Katrín Tanja (174kg) í 14.sæti í -69kg flokk og skorað 16.stig og Ragnheiður Sara (185kg) í 14.sæti í -75kg flokk og skorað 17.stig. Ísland hefði því skorað 68 stig með þessum árangri og árangri Þuríðar (16.stig). Hjördís og Anna Hulda hefðu ekki talið.

Til þess að fara upp fyrir Svía með 77 stig hefði allt þurft að ganga upp t.d. Annie 198kg (20.stig), Sara 198kg (19.stig) í -69kg flokki, Þurí 187kg í -58kg flokki (18.stig) og  Katrín í 184kg í -75kg flokki (17.stig). Þetta hefði í besta falli verið 74 stig. Hægt er að gera ráð fyrir að Hjördís/Anna myndu lyfta 182kg í -63kg flokk (14.stig). Norðurlandamet Lilju Lindar í +75kg flokki (183kg) hefði gefið 16.stig í þeim flokki.

Loka listi fyrir Ólympíuleika

20. Júní verður loka listinn fyrir keppendur á Ólympíuleikana í Ríó birtur. Fyrir þann tíma verður tilkynnt hvaða þjóðir fá sæti í gegnum einstaklings úthlutun en 7 þjóðir fá eitt sæti út frá stöðu á heimslista. Þar skiptir sköpum í hvaða þyngdarflokka vantar keppendur en minnst 10 keppendur verða að vera í hverjum þyngdarflokk á ólympíuleikunum. Skilyrði er að keppendur hafi keppt á minnst tveimur úrtökumótum og eru því Þuríður Erla og Hjördís Ósk einu íslensku keppendurnir sem eru gildir á þeim lista. Hægt er að nálgast listann á síðu IWF en lítið er að marka hann þangað til að öllum álfukeppnum er lokið og landslið hafa valið sína keppendur á leikana: http://www.iwf.net/olympic-ranking-lists/

Ástæða þess að spáð var um árangur svía og finna hér að ofan er sá að góðar líkur eru á að nokkur þeirra landa sem fengu sætum úhlutuðum í gegnum HM í lyftingum muni missa sæti vegna brota á lyfjalögum en ennþá eru 27 mál sem á eftir að dæma í frá því á HM 2015 og þeim verði þá úthlutað til næstu landa samkvæmt röðun á HM. Frakkland og Ítalía eru þau lönd og munu þau því fá sæti í gegnum HM og sæti 7 og 8 af evrópumeistaramótinu fá þá ólympíusæti. Þ.e. Finnland og Svíþjóð.

HM_stada

Niðurstaða

Samkvæmt þessari greiningu má segja að ólympískar lyftingar á Íslandi geti með góðu móti stefnt á þátttöku á leiknum 2020. Vonandi munu Crossfit og lyftingar halda áfram að vinna saman að frama greinarinnar. Auka þarf breidd, þ.e. fá fleiri keppendur inn í léttari og þyngri flokka því það sýnir sig í svona liðakeppni hversu mikilvægt er að geta verið með keppendur í sem flestum flokkum.

HM árið 2015 var fyrsta HM síðan 1987 sem Ísland átti kven keppendur á og það fyrsta síðan 2001 sem við áttum keppendur yfir höfuð. Aldrei í sögunni hefur Ísland sent 5 keppendur á HM.

EM 2016 var annað Evrópumeistaramótið sem Ísland sendi kven keppendur á en Anna Hulda keppti 2014.

Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á síðustu tveimur árum í reynslu keppenda og þjálfara hjá lyftingasambandinu, vonandi er að sú reynsla muni skila sér inn í starfið á næstu fjórum árum.

Heildarúrslit má nálgast á heimasíðu IWF: http://www.iwf.net/results/results-by-events/?event=350

Úrslit úr þyngdarflokkum íslensku keppendanna og norðurlanda þjóða má nálgast í afreksgagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramotid-2016

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s