Guðmundur Sigurðsson 70 ára

Guðmundur Sigurðsson er einn af frumherjum ólympískra lyftinga á Íslandi en iðkun þeirra hófst upp úr 1960. Guðmundur var meðal keppenda á fyrstu mótunum sem haldin voru í ólympískum lyftingum hérlendis í byrjun árs 1963 og spannar keppnisferill hans um hálfa öld.

Guðmundur varð snemma einn fremsti lyftingamaður landsins og var fyrstur Íslendinga til að keppa á erlendum vettvangi er hann og Óskar Sigurpálsson tóku þátt í Norðurlandamótinu 1967. Hann keppti á tvennum Ólympíuleikum, í Munchen 1972 og Montreal 1976. Í Montreal hafnaði hann í 8. sæti í -90kg flokki og er það besti árangur sem Íslenskur lyftingamaður hefur náð. Guðmundur keppti einnig á tveimur Heimsmeistaramótum (1974 og 1979) og fjórum Evrópumeistaramótum (1972, 1974, 1976 og 1980). Þá varð hann fyrstur Íslendinga til að verða Norðurlandameistari árið 1977 og endurtók leikinn árið 1979 og að lokum fyrsti Smáþjóðleikameistarinn 1985. Þá hefur Guðmundur náð mögnuðum árangri í öldungaflokkum þar sem hann hefur 5 sinnum orðið Heimsmeistari (1989, 1991, 1993, 1995 og 2006) og Evrópumeistari 2008 auk þess að setja fjölda Heimsmeta í öldungaflokki.

Meðfram keppnisferlinum hefur Guðmundur unnið þrotlaust að uppgangi ólympískra lyftinga. Hann hefur verið mikilvirkur þjálfari og verið óþreytandi við kynningu og útbreiðslu íþróttarinnar. Jafnvel þegar lítið hefur verið um aðstöðu til æfinga, hefur hann lagt lyftingamönnum til æfingaaðstöðu í kjallaranum hjá sér. Hann hefur verið heiðraður á margvíslegan hátt fyrir störf sín og afrek. Hann er einn fjögurra íslenskra lyftingamanna sem hlotið hefur „Elite pin“ Lyftingasambands Norðurlandanna fyrir árangur í keppni, verið sæmdur Gullmerki ÍSÍ og hlotið Heiðursorðu Lyftingasambands Norðurlanda fyrir sitt mikla fram í þágu greinarinnar.

Lyftingasamband Ísland óskar Guðmundi til hamingju með árin sjötíu og þakkar ómetanlegt framlag til lyftingaíþróttarinnar á Íslandi.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá ferli Guðmundar.

9fa739fa-8d6d-4a33-bc38-ed8a5c0d870c

1967

 

 

gvendur_1972

1972

1973

1973

olympiudagurinn_5_jul_1976

1976

OL_1976

1976, Guðmundur var seinna færður upp í 8.sætið

gvendur_200_1977

1977

4462ca59-291c-469b-9727-6933a90e1f10_L

1977

NM_meistari_1977

1977

NM_1977_svenska

1977

gvendur_haettir_1977

1977

gusti_gvendur_1979

1979

gvendur_biggi_1980

1980

gvendur_pipa_1980

1980

 

2abd8c39-2f1a-47e7-b11b-555408d37575

1985

gvendur_19titlar

1989

smatjodleikar_1990

1990

hm_oldunga_1991

1991

gudmundur_2004

2004

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s