Endurprófun á sýnum frá ÓL 2008 og 2012

2016_Summer_Olympics_logo.svg

Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) lét endurprófa sýni úr lyftingamönnum frá Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Sjö íþróttamenn skiluðu jákvæðum sýnum úr 2008 prófunum og tíu íþróttamenn úr 2012 prófunum. Þar á meðal er besti lyftingamaður heims síðasta áratuginn, Kazakhstaninn Ilya Ilyin, sem sigraði á leikunum 2008 og 2012  í sínum þyngdarflokk og hefur fjórum sinnum verið kosinn lyftingamaður ársins. Boyanka Kostova sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur í -58kg flokki kvenna síðustu 2 ár er ein af þeim sem fellur 2012, þar sem hún endaði í 5.sæti. Hún er núverandi evrópu og heimsmeistari í -58kg flokk kvenna.

Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hefur nú þegar bannað öllum þessum keppendum þátttöku í RÍÓ. Að auki hefur stjórn alþjóðalyftingasambandsins lagt fram fimm skrefa refsiramma fyrir aðildarlönd sem eru uppvís af lyfjamisnotkun:

#1 13 úthlutunar sæti í Ríó eru tekin af löndum sem tengjast lyfjamisnotkun á tímabilinu sem hægt er að vinna sér inn þátttöku á ólympíuleikunum. Azerbajan (1KK/1KVK), Hvíta-Rússland (1KK), Kazakhstan (1KK/1KVK), Moldova (2KK), Norður-Kórea (1KK/1KVK), Rússland (1KK/1KVK), Rúmenía (1KK), Úsbekistan (1KVK).

#2 Sett er upp sérstök rannsóknarnefnd sem skoðar þau lönd sem eru með 3 eða fleiri jákvæð sýni á ári, ásamt þeim löndum sem voru með 3 jákvæð sýni 2008 og 2012.

#3 Breytingar á lyfjalögum alþjóðasambandsins sem bannar landssambönd sem eru með flest föll á Ólympíuári.

#4 Banna þátttöku allra þeirra sem skiluðu jákvæðum sýnum 2008 og 2012 í Ríó (2016).

#5 Banna þátttöku þeirra landa sem skiluðu samtals 3 jákvæðum sýnum 2008 og 2012 í eitt ár frá öllum lyftingakeppnum. Það eru Kazakhstan, Rússland og Hvíta-Rússland.

Að lokum tilkynnti alþjóðalyftingasambandið úthlutun á sætum til Ríó sem þó þurfa að vera samþykkt af alþjóðaólympíunefndinni. 8 körlum og 11 konum var aukalega úthlutað sætum og fengu eftirfarandi lönd sæti:

Afríka: KEN (KK) / MAR (KVK) MRI (KVK)
Asia: QAT (KK) SRI (KK) / IRQ (KVK) UAE (KVK)
Evrópa: GRE (KK) ISR (KK) / FIN (KVK) LAT (KVK) SWE (KVK)
Eyjaálfa: NRU (KK) / SOL (KVK)
Pan-Ameríka: CHI (KK) GUA (KK) / ARG (KVK) PER (KVK) URU (KVK)

Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að Norðulandaþjóðirnar Finnland og Svíþjóð sem voru í 7. og 8. sæti í liðakeppni evrópumeistaramótsins í kvenna flokki fá sæti úthlutuðu ásamt Lettlandi.

Eftirfarandi er listi yfir þá urðu uppvísir af notkun á ÓL 2008 og 2012

2008

KHURSHUDYAN, Hripsime (ARM) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

DUDOGLO, Alexandru (MDA) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

EVSTYUKHINA, Nadezda (RUS) – dehydrochlormethyltestosterone metabolites (S1.1 Anabolic agents)

TAYLAN, Nurcan (TUR) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SHAINOVA, Marina (RUS) – Dehydrochlormethyltestosterone metabolites and stanozolol metabolites (S1.1 Anabolic agents)

ZAIROV, Intigam (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone (S1.1 Anabolic agents) – Remains suspended due to previous IWF sanction until 21.12.2023

ILYIN, Ilya (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents) – Remains provisionally suspended

Bætt við 10.7.2016 í 2008 hópinn

  • MARTIROSYAN, Tigran (ARM) / M69kg – Stanozolol, Dehydrochlormethyltestosterone (S 1.1 Anabolic agents)
  • HASANOV, Sardar (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone (S 1.1 Anabolic agents)
  • OZKAN, Sibel (TUR) – Stanozolol (S 1.1 Anabolic agents)

2012

AUKHADOV, Apti (RUS) – Dehydrochlormethyltestosterone, Drostanolone (S1.1 Anabolic agents)

KOSTOVA, Boyanka (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

PODOBEDOVA, Svetlana (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SAZANAVETS, Dzina (BLR) – Drostanolone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SHKERMANKOVA, Maryna (BLR) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

KALINA, Yuliya (UKR) – Dehydrochlormethyltestosterone (S1.1 Anabolic agents)

ZHARNASEK, Yauheni (BLR) – Dehydrochlormethytestosterone, Stanozolol, Oxandrolone (S1.1 Anabolic agents)

MANEZA, Maiya (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

ILYIN, Ilya (KAZ) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

CHINSHANLO, Zulfiya (KAZ) – Oxandrolone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s