NM 2016: Landslið Íslands

NM 2016 verður haldið í Rovaniemi (Lapplandi/Finnlandi) helgina 1-2.Október.

Landslið Íslands er að þessu sinni skipað 5 konum og 2 körlum sem koma frá tveimur lyftingafélögum; LFR (5) og KFA (2). Öll eru þau með Instagram og hvetjum við áhugasama til að kíkja á þau.

Ísland hefur á síðustu árum 2x eignast Norðurlandameistara; Anna Hulda Ólafsdóttir (2014 í -58kg flokki kvenna) og Þuríður Erla Helgadóttir (2015 í -58kg flokki kvenna).

Keppendurnir 2016 eru eftirarandi:

-58kg flokkur KVK

Jakobína Jónsdóttir (@jakobinaj) keppir nú í fyrsta sinn fyrir landsliðið en á lyftingamóti á hún best 70kg í snörun og 87kg í jafnhendingu. Hún er líklegt til þess að bæta þann árangur úti í Finnlandi.

-63kg flokkur KVK

Björk Óðinsdóttir (@bjorkodins) mætir aftur til leiks á keppnispallinn í ólympískum lyftingum en hún varð þriðja á NM2014 þar sem hún jafnhenti Íslandsmet 102kg. Íslandsmetið í jafnhendingu er sem stendur 105kg í eigu Hjördísar Ósk Óskarsdóttur og getur Björk slegið það á góðum degi.

Anna Hulda Ólafsdóttir (@annahuldaolafs) keppir einnig í -63kg flokki en hún er reynslumesti keppandinn í hópnum og keppti síðast á EM í Apríl þar sem hún snaraði nýju íslandsmeti í -63kg flokki kvenna 81kg. Anna á best 95kg í jafnhendingu og er líkleg til að stimpla sig inn í 100kg klúbbinn mjög fljótlega.

-69kg flokkur KVK

Aníta Líf Aradóttir (@anitalif) er líkt og Jakobína að keppa á sýnu fyrsta móti fyrir landsliðið. Í Ágúst keppti hún og bætti sig um 17kg í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 77kg í snörun og 103kg í jafnhendingu. Hún er til alls líkleg í Finnlandi og beygði í að framan í síðustu viku 135kg.

-75kg flokkur KVK

Freyja Mist Ólafsdóttir (@freyjamist) er á síðasta ári í unglingaflokki (U20) og hefur tekið mögnuðum framförum á árinu. Hún setti nokkur norðurlandamet unglinga í snörun og jafnhendingu á Íslandsmeistaramóti Unglinga í Ágúst og standa metin í 88kg í snörun og 106kg í jafnhendingu.

-69kg flokkur KK

Einar Ingi Jónsson (@einaringij) er líkt og Freyja á síðasta ári í unglingaflokki (U20) og hefur sett fjölmörg Íslandsmet í fullorðins og unglingaflokkum síðustu 2 árin. Á Íslandsmóti Unglinga í Ágúst snaraði hann 110kg og jafnhenti 139kg og standa metin þar. Norðurlandamet unglinga í jafnhendingu er 145kg sem er í eigu Milko Tokola frá Finnlandi og hefur Einar augastað á því.

-105kg flokkur KK

Ingólfur Þór Ævarsson (@iaevarsson) keppir í fyrsta sinn fyrir landsliðið, hans bestu tölur eru 127kg í snörun og 161kg í jafnhendingu. Ingólfur fluttist til Akureyrar 2015 þar sem hann æfir og stundar nám.

Advertisements

One thought on “NM 2016: Landslið Íslands

  1. Pingback: Tímabil haustmóta er hafið – Fjölhreysti.is

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s