Íslandsmót unglinga U17 og U20 9.september

21208287_10155468609971263_2066469866_n

Skráning er hafin á lsi@lsi.is, frestur er til 2.september.

Fram þarf að koma:

  • nafn
  • kennitala
  • Félag
  • Þyngdarflokkur
Advertisements

Norðurlandamót senior næstu helgi

Norðurlandamót fullorðinna verður haldið í Svíþjóð helgina 1-3.september.

Við munum senda flottann landsliðshóp á mótið en þeir sem keppa eru:

Keppendur KK:
Einar Ingi Jónsson (-77kg) –
Ingólfur Þór Ævarsson (+105kg) –
Árni Rúnar Baldursson (-77kg) –
Keppendur KVK:
Aníta Aradóttir (-69kg) –
Lilja Lind Helgadóttir (-69kg) –
Freyja Mist Olafsdóttir (-90kg) –

Dómaranámskeiði lauk um helgina

Um helgina fór fram dómarnámskeið hjá LSÍ.

10 manns tóku námskeiðið og þreyttu svo dómarapróf á sunnudeginum með frábærum árangri.

Þeir sem tóku prófið voru

Árni Björn Kristjánsson

Einar Ingi Jónsson

Arnór Gauti Haraldsson

Daníel Askur Ingólfsson

Árni Steinarsson

Aníta Líf Aradóttir

Freyja Mist Ólafsdóttir

Inga Huld Ármann

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

Kristín Jakobsdóttir

Kennari námskeiðisins var finninn Taisto Kuoppala.

Lyftingasambandið óskar öllum þeim sem tóku prófið innilega til hamingju og hlökkum við til að fá fleiri dómara til starfa hjá félaginu.

 

Unglingalandsmót UMFÍ: Úrslit

HEILDARÚRSLIT

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í dag á Egilstöðum í húsakynnum Crossfit Austur. Góð stemming var á mótinu og luku 19 keppendur keppni og margir voru að keppa á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum.

Þetta er þriðja árið í röð sem ólympískar lyftingar eru á meðal keppnisgreina á ungmennalandsmótinu og má því segja að greinin sé að festa sig í sessi.

Keppt var í tveimur aldursflokkum 11-14 ára og 15-18 ára karla og kvenna.

11-14 ára Karla

Brynjar Ari Magnússon var í nokkrum sérflokki enda lang reyndasti keppandi mótsins, hann snaraði 70kg og jafnhenti 80kg en jafnhendingin var persónuleg bæting á móti hjá honum um 3kg.

Bjartur Berg Baldursson átti flotta innkomu á sínu fyrsta móti með því að snara 37kg og jafnhenda 55kg.

Þriðji varð Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem vigtaðist rétt yfir 50kg, snaraði 27kg og jafnhenti 35kg.

Tryggvi Hrafn Reimarsson og Konráð Guðlaugsson settu báðir nokkur met í flokki -50kg 15 ára og yngri og 17 ára og yngri en engin met voru listuð í þeim þyngdarflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri.

11-14 ára KVK

Allir keppendur í flokknum voru að keppa á sýnu fyrsta móti og eru að stíga sín fystu skref í greininni.

Steina Björg Ketilsdóttir varð stigahæst, en hún er systir Kötlu Ketilsdóttir sem sigraði eldri flokkin (sjá að neðan). Natalía Sól Jóhannesdóttir og Andrea Maya Chirikadzi urðu í öðru og þriðja sæti.

15-18 ára KK

Jóel Páll Viðarsson er á mikilli bætinga siglingu þessa daganna, hann snaraði 82kg og bætti sitt eigið met í flokki 15 ára og yngri um 1kg en einnig fór hann með 88kg upp en fékk ógilt á pressu í vinstri olnboga. Í jafnhendingu bætti hann sín eigin met þegar hann lyfti 96kg og 100kg í -94kg flokk.

Kristinn Már Hjaltason kom í humátt á eftir Jóel en hann keppti á sýnu fyrsta móti í ólympískum lyftingum, hann snaraði 67kg og jafnhenti 93kg og var aðeins 3 stigum frá Jóel.

Þriðji varð Ófeigur Númi Halldórsson sem keppti á sýnu fyrsta móti.

15-18 ára KVK

Katla Björk Ketilsdóttir fór með sigur af hólmi í þessum flokk, hún rétt slapp inn í -69kg flokk kvenna og setti met í snörun og samanlögðu í flokki 17 ára og yngri. Hún snaraði 70kg og jafnhenti 80kg.

Embla Rán Baldursdóttir sýndi góða takta þegar hún varð önnur með því að snara 35kg og jafnhenda 50kg á sýnu fyrsta móti.

NM Senior 2017

Landslið Íslands hefur verið valið í tengslum við Norðurlandamót Fullorðinna 2017 sem fram fer í Svíþjóð 1.-3. September. Ísland mun síðan halda Norðurlandamótið 2018 en það fór síðast fram hérlendis á Akureyri 2013.

Árni Rúnar og Emil Ragnar keppa þar á sýnu fyrsta móti fyrir landslið Íslands í ólympískum lyftingum.

Karlar:
Einar Ingi Jónsson (LFR) -77kg flokk
Árni Rúnar Baldursson (Hengill) -77kg flokk
Emil Ragnar Ægisson (UMFN) -85kg flokk
Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) +105kg flokk

Konur:
Aníta Líf Aradóttir (LFG) -69kg flokk
Lilja Lind Helgadóttir (LFG) -69kg flokk
Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) -90kg flokk

Þjálfarar:
Ingi Gunnar Ólafsson – varaformaður LSÍ
Hjördís Ósk Óskarsdóttir -framkvæmdastjóri LSÍ

Heildarkeppendalista má sjá hér að neðan:

NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Sonja Haapanen 48 kg 18.12.1989 W FIN M 140
Surya Sundqvist 48 kg 13.02.1994 W SWE M 147
Katrine Nim Bruhn 53 kg 29.12.1991 W DEN M 159
Sarah Hovden Øvsthus 53 kg 20.03.1994 W NOR M 170
Rebekka Tao Jakobsen 53 kg 12.09.1996 W NOR M 170
Anna Huzelius 53 kg 11.03.1989 W SWE M 146
Amanda Nowakovska Poulsen 58 kg 19.12.1992 W DEN M 164
Jenni Puoliväli 58 kg 26.06.1990 W FIN M 155
Zekiye Cemsoylu Nyland 58 kg 23.04.1990 W NOR M 180
Sol Anette Waaler 58 kg 14.08.1992 W NOR M 165
Line Holst 63 kg 21.06.1986 W DEN M 172
Anni Vuohijoki 63 kg 24.05.1988 W FIN M 200
Jenni Puputti 63 kg 28.06.1986 W FIN M 180
Ine Andersson 63 kg 17.08.1989 W NOR M 190
Emma Margrethe Hald 63 kg 01.01.1997 W NOR M 175
Angelica Roos 63 kg 15.04.1989 W SWE M 201
Jenny Adolfsson 63 kg 18.05.1982 W SWE M 180
Elin Lindström 63 kg 28.06.1983 W SWE R 170
Amanda Manfeld Simonsen 69 kg 18.06.1991 W DEN M 171
Riina Saksa 69 kg 15.10.1980 W FIN M 165
Anita Aradottir 69 kg 06.01.1988 W ISL M 190
Lilja  Lind Helgadottir 69 kg 31.08.1996 W ISL M 170
Marit Årdalsbakke 69 kg 11.05.1992 W NOR M 180
Patricia Strenius 69 kg 23.11.1989 W SWE M 227
Erica Green 69 kg 14.08.1993 W SWE M 184
Mette Pedersen 75 kg 03.12.1993 W DEN M 164
Hanna Kauhanen 75 kg 07.10.1990 W FIN M 185
Melissa Schanche 75 kg 01.01.1989 W NOR M 180
Ida Åkerlund 75 kg 20.08.1993 W SWE M 182
Louise Vennekilde 90 kg 03.01.1986 W DEN M 186
Freyja Mist Olafsdóttir 90 kg 11.11.1996 W ISL M 179
Paula Junhov Rindberg 90 kg 02.05.1988 W SWE M 200
Suvi Helin +90 kg 10.05.1985 W FIN M 200
NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Thor Dal Wellendorph 62 kg 20.07.1993 M DEN M 202
Jere Vento 69 kg 22.12.1989 M FIN M 245
Daniel Roness Strand 69 kg 14.04.1991 M NOR M 250
Eddie Berglund 69 kg 19.01.1995 M SWE M 239
Daniel Falk 69 kg 06.05.1994 M SWE M 242
Tim Kring 77 kg 16.09.1990 M DEN M 301
Klaus Eloranta 77 kg 26.07.1993 M FIN M 264
Einar Ingi Jonsson 77 kg 15.02.1996 M ISL M 261
Arni Runar Baldursson 77 kg 05.07.1995 M ISL M 240
Eskil Engelsjerd Andersen 77 kg 01.02.1999 M NOR M 270
Roger Behrmann Myrholt 77 kg 05.01.1995 M NOR M 270
Erik Jonsson 77 kg 11.02.1991 M SWE M 266
Tobias Spedtsberg 85 kg 15.12.1991 M DEN M 280
Anders Holm-Nielsen 85 kg 06.02.1992 M DEN M 273
Kristian Laapotti 85 kg 19.07.1992 M FIN M 265
Jere Johansson 85 kg 13.02.1987 M FIN M 280
Emil Ragnar Aegisson 85 kg 23.03.1994 M ISL M 264
Tomas Fjeldberg 85 kg 22.06.1985 M NOR M 275
Mats Olsen 85 kg 19.07.1995 M NOR M 270
Sebastian Fallman 85 kg 27.09.1992 M SWE M 295
Simon Darville 94 kg 26.06.1993 M DEN M 286
Magnus Brandt 94 kg 18.12.1996 M DEN M 290
Robert Pirkkiö 94 kg 25.06.1993 M FIN M 300
Håvard Grostad 94 kg 07.09.1988 M NOR M 300
Robert Berg 94 kg 16.02.1987 M SWE M 299
Kimmo Lehtikangas 105 kg 16.02.1992 M FIN M 325
Lauri Tuovinen 105 kg 22.07.1990 M FIN M 298
Sindre Rørstadbotnen 105 kg 21.11.1992 M NOR M 320
Stefan Ågren 105 kg 15.09.1988 M SWE M 341
Thomas Kronborg Larsen +105 kg 01.08.1989 M DEN M 313
Ingolfur Thor Aevarsson +105 kg 12.07.1991 M ISL M 300
Vebjørn Varlid +105 kg 08.07.1990 M NOR M 320
Hampus Lithén +105 kg 23.04.1992 M SWE M 340

Æfingabúðir EWF 17 ára og yngri í Lettlandi 2017

5 Íþróttamenn og 2 þjálfarar fara í æfingabúðir 17 ára og yngri í Lettlandi 14.-19. Ágúst. EWF greiðir fæði og uppihald og LSÍ styrkir hvern þáttakenda um 50þús krónur fyrir flugmiðum.

Karlar:
Veigar Ágúst Hafþórsson (f.2000) – LFH
Matthías Abel Einarsson (f.2000) – Hengill
Jóel Páll Viðarsson (f.2002) – KFA
Brynjar Ari Magnússon (f.2004) – LFH

Konur:
Hrafnhildur Finnbogadottir (f.2000) – LFK

Þjálfarar:
Magnús B. Þórðarson – LFH
Þorbergur Guðmundsson – KFA