Unglingalandsmót UMFÍ: Úrslit

HEILDARÚRSLIT

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í dag á Egilstöðum í húsakynnum Crossfit Austur. Góð stemming var á mótinu og luku 19 keppendur keppni og margir voru að keppa á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum.

Þetta er þriðja árið í röð sem ólympískar lyftingar eru á meðal keppnisgreina á ungmennalandsmótinu og má því segja að greinin sé að festa sig í sessi.

Keppt var í tveimur aldursflokkum 11-14 ára og 15-18 ára karla og kvenna.

11-14 ára Karla

Brynjar Ari Magnússon var í nokkrum sérflokki enda lang reyndasti keppandi mótsins, hann snaraði 70kg og jafnhenti 80kg en jafnhendingin var persónuleg bæting á móti hjá honum um 3kg.

Bjartur Berg Baldursson átti flotta innkomu á sínu fyrsta móti með því að snara 37kg og jafnhenda 55kg.

Þriðji varð Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem vigtaðist rétt yfir 50kg, snaraði 27kg og jafnhenti 35kg.

Tryggvi Hrafn Reimarsson og Konráð Guðlaugsson settu báðir nokkur met í flokki -50kg 15 ára og yngri og 17 ára og yngri en engin met voru listuð í þeim þyngdarflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri.

11-14 ára KVK

Allir keppendur í flokknum voru að keppa á sýnu fyrsta móti og eru að stíga sín fystu skref í greininni.

Steina Björg Ketilsdóttir varð stigahæst, en hún er systir Kötlu Ketilsdóttir sem sigraði eldri flokkin (sjá að neðan). Natalía Sól Jóhannesdóttir og Andrea Maya Chirikadzi urðu í öðru og þriðja sæti.

15-18 ára KK

Jóel Páll Viðarsson er á mikilli bætinga siglingu þessa daganna, hann snaraði 82kg og bætti sitt eigið met í flokki 15 ára og yngri um 1kg en einnig fór hann með 88kg upp en fékk ógilt á pressu í vinstri olnboga. Í jafnhendingu bætti hann sín eigin met þegar hann lyfti 96kg og 100kg í -94kg flokk.

Kristinn Már Hjaltason kom í humátt á eftir Jóel en hann keppti á sýnu fyrsta móti í ólympískum lyftingum, hann snaraði 67kg og jafnhenti 93kg og var aðeins 3 stigum frá Jóel.

Þriðji varð Ófeigur Númi Halldórsson sem keppti á sýnu fyrsta móti.

15-18 ára KVK

Katla Björk Ketilsdóttir fór með sigur af hólmi í þessum flokk, hún rétt slapp inn í -69kg flokk kvenna og setti met í snörun og samanlögðu í flokki 17 ára og yngri. Hún snaraði 70kg og jafnhenti 80kg.

Embla Rán Baldursdóttir sýndi góða takta þegar hún varð önnur með því að snara 35kg og jafnhenda 50kg á sýnu fyrsta móti.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s