Aníta Líf og Freyja Mist Norðurlandameistarar

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2017

Landslið Íslands lauk keppni á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í dag.

Ísland vann til tveggja gullverðlauna á mótinu þegar Aníta Líf Aradóttir (LFG) vann magnaðan sigur í -69kg flokki kvenna þegar hún lyfti 80kg í snörun og 109kg í jafnhendingu í lokatilraun eftir að hafa opnað á 100kg og misst 105kg í annari tilraun , hún lyfti því 1kg þyngra samanlagt en hin norska Marit Ardalsbakken. Frábær árangur (sjá lyftu hér að neðan). Lilja Lind Helgadóttir (LFG) varð í þriðja sæti í -69kg flokki kvenna og lyfti 75kg í snörun og 91kg í jafnhendingu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) vann -90kg þyngdarflokk kvenna, og setti í leiðinni nýtt íslandsmet í snörun 90kg og samanlögðum árangri 195kg eftir 105kg jafnhendingu. Þetta var jafnframt bæting á hennar besta stigaárangri um hálft stig.

Hjá körlunum vann Einar Ingi Jónsson (LFR) til bronsverðlauna í sterkum -77kg flokki karla þar sem hann vigtaðist léttur 72,45kg en Einar skipti nýlega um þyngdarflokk eftir að hafa keppt lengst af í -69kg flokk. Hann lyfti 116kg í snörun og rétt missti 120kg, hann fór með allar jafnhendingarnar í gegn og tvíbætti íslandsmetið fyrst með því að lyfta 146kg og síðan 151kg upp fyrir haus. Sjá myndband hér að neðan að nýjum metum Einars (þurfið að ýta til hægri). Þetta var jafnframt besti stigaárangur Einars 344,8 Sinclair stig.

Árni Rúnar Baldursson (Hengli) varð í 5.sæti í -77kg flokknum á sínu fyrsta móti fyrir landsliðið og bætti sig um 7kg með því að lyfta 112kg í snörun og 135kg í jafnhendingu.

Síðastur Íslendinganna að keppa var Ingólfur Þór Ævarsson sem keppti léttur í +105kg flokknum, hann opnaði á 125kg og rétt missti síðan 130kg og 135kg í snörun. Í jafnhendingu opnaði hann á 164kg og en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 171kg og endaði í 5.sæti í flokknum.

Danir unnu stigabikar karla eftir að vera jafnir að stigum við Norðmenn en með 6 keppendur í stað 7 hjá Norðmönnum. Heimamenn Svíar voru aðeins í 4.sæti  í karlaflokki eftir að hluti sænska liðsins dró sig úr keppni til að mótmæla samstarfsörðuleikum sem hafa verð milli íþróttamanna og stjórnar sænska sambandsins.

Liðakeppni Karlar

# Land Stig Útreikningar
1 Danmörk 34 7 + 7 + 7 + 7 + 4 + 2
2 Noregur 34 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 1
3 Finnland 24 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 3
4 Svíþjóð 15 5 + 5 + 5
5 Ísland 8 4 + 2 + 2

Svíar unnu samt sem áður kvenna bikarinn með 2 stigum á Norðmenn.

Liðakeppni Konur

# Land Stig Útreikningur
1 Svíþjóð 39 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 3 + 3
2 Noregur 37 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4
3 Finnland 18 7 + 5 + 4 + 2
4 Danmörk 17 5 + 4 + 4 + 3 + 1
5 Ísland 16 7 + 7 + 2

 

Tveir stigahæstu menn mótsins voru í fyrsta og öðru sæti í -77kg flokki karla, hinn danski Tim Kring (387 stig) bætti danska metið í snörun um 4kg þegar hann lyfti 140kg. Hann jafnhenti síðan 167kg og náði sínum besta árangri á ferlinum. Hinn norski Rogert Myrholt (377stig) átti líka frábæran dag þegar hann bætti norska metið í jafnhendingu með því að lyfta 171kg í jafnhendingu og bætti með því norska metið um 6kg og sitt eigið met um 10kg. En það dugði ekki til að vinna Tim því Roger snaraði 129kg.

Íslandsvinkonan Anni Vuhojoki bætti finnska metið í -63kg flokki kvenna um 3kg þegar hún jafnhenti 114kg. Hún varð önnur á stigum með 263,8 Sinclair stig á eftir hinni sænsku Angelicu Roos 272 Sinclair stig.

View this post on Instagram

Not the best day but A good one anyway. Under 63 there was A huge competition between me, Swedish @angroos and Norwegian Ina Andersson. I snatched easy 87 but unfortunately I f***d up 90 and 91. But I finished my day with #NR in clean and jerk and here it is my 114 kilos. The old record was 111 made in Split. A good day at the office and now it is time to start preparing my self towards #roadtocalifornia2017 #lidlallstars #finnishweightlifting #painonnosto #weightliftingfamily #girlswholift #ladiesatthebar #barbellas #PR #rore #kilpasiskot #sportyfeel #zpcompression #zeropoint @zeropoint @lyftare @vilhoaholamd @lidlsuomi @sportyfeel @suhk_personal @unioulu @shockabsorberfinland @hanna_rantala @finsksisu.se @anttiakonniemi @viskamiiri @hhalme

A post shared by Anni Vuohijoki (@annivuohijoki) on