Úrslit frá Íslandsmóti Unglinga

Heildarúrslit:http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2017

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram í gær (9.September) í húsakynnum Lyftingafélags Reykjavíkur/Crossfit Reykjavík. Fjörutíu keppendur hófu keppni og voru fjöldi íslandsmeta í unglingaflokkum sett af báðum kynjum. Lyftingasambandið biður keppendur og dómara afsökunar á miklum seinkunum sem urðu á tímaseðli.

Stigahæstu keppendur voru eftirfarandi:
Konur 17 ára og yngri: Katla Ketilsdóttir UMFN 205,2 Sinclair stig 71kg í snörun og 82kg í jafnhendingu sem tryggði henni nýtt Íslandsmet samanlögðum árangri bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri í -63kg flokki.

Karlar 17 ára og yngri: Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 257 Sinclair stig 100kg í snörun og 120kg í jafnhendingu. Snörunin var Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri -94kg og bæting á eldra meti um 3kg sem var í eigu Veigars.

Konur 20 ára og yngri: Birna Aradóttir LFR 212,8 Sinclair stig, 75kg í snörun og 83kg í jafnhendingu. 75kg í snörun var nýtt íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og hún bætti einnig metið í samanlögðum árangri.

Karlar 20 ára og yngri: Arnór Gauti Haraldsson LFH 309,5 Sinclair stig. Arnór lyfti 122kg í snörun og 136kg í jafnhendingu. Hann labbaði í burtu með 8kg bætingu á samanlögðum árangri.

Fjöldamörg íslandsmet voru sett og þá sérstaklega í léttari flokkum. Hrafnhildur Arnardóttir (LFK) og Tinna María Stefnisdóttir (LFR) settu báðar mörg met í -48kg flokki 17 ára og yngri. Agnes Ísabella Guðmundsdóttir (LFH) og Úlfhildur Unnarsdóttir (LFG) sömuleiðis met í -53kg flokki 17 ára og yngri. Álfrún Tinna Guðnadóttir (LFR) bætti metin í -63kg flokki 15 ára og yngri og sömuleiðis Birta Líf Þórarinsdóttir (LFR) í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Hjá körlunum voru það Kristófer Guðmundsson (LFG) og Borgþór Jóhannson (LFG) sem skiptust á að bæta metin í -50kg flokk 17 ára og yngri. Einar Ísberg (Hengill) og Rökkvi Guðnason (LFR) settu báðir nokkur met í -56kg flokk 17 ára og yngri. Matthías Abel Einarsson (Hengill) bætti met í öllum unglingaflokkum í -62kg flokki.

Loks keppti Freyja Mist Ólafsdóttir LFR sem gestur og bætti sitt eigið íslandsmet í -90kg flokki kvenna þegar hún snaraði 92kg sem er jafnframt þyngsta snörun sem lyft hefur verið á Íslandi. Hún bætti líka metið í samanlögðum árangri með því að lyfta 104kg í jafnhendingu.

Íslandsmeistarar voru eftirfarandi:
17 ára og yngri KVK:
-48kg
Hrafnhildur Arnardóttir LFK 28+43=71kg
-53kg
Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH 38+45=83kg
-63kg
Katla Björk Ketilsdóttir UMFN 71+82=153kg
-69kg
Birta Líf Þórarinsdóttir LFR 50+65=115kg

17 ára og yngri KK:
-50kg
Kristófer Guðmundsson LFG 37+40=77kg
-56kg
Einar Ísberg Hengill 58+74=132kg
-62kg
Matthías Abel Einarsson Hengill 68+90=158kg
-69kg
Róbert Þór Guðmarsson LFH 70+95=165kg
-77kg
Brynjar Ari Magnússon LFH 80+100=180kg
-94kg
Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 100+120=220kg

20 ára og yngri KVK:
-63kg
Birna Aradóttir LFR 75+83=158kg
-69kg
Margrét Þórhildur Jóhannesdóttir LFK 66+80=146kg
-75kg
Vigdís Hind Gísladóttir Hengill 46+55=101kg
-90kg
Birta Hafþórsdóttir LFH 73+87=160kg

20 ára og yngri KK:
-69kg
Guðjón Alex Flosason Hengill 83+101=184kg
-77kg
Jón Kaldalóns Björnsson LFR 104+131=235kg
-85kg
Arnór Gauti Haraldsson LFH 122+136=258kg
-105kg
Sigurjón Guðnason LFR 104+127=231kg
+105kg
Ingvi Karl Jónsson Ármann 98+110=208kg