Katla Björk með Norðurlandamet í snörun

Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) setti tvöfalt norðurlandamet í -58kg flokki 17 ára og yngri á Jólamótinu um nýliðna helgi. Katla snaraði 74kg í annari tilraun og 75kg í þriðju tilraun. Frábært hjá Kötlu sem átti fyrir metið í -63kg flokki.

Hin sænska Filippa Ferm keppti sama dag og Katla nokkrum klukkutímum seinna og lyfti einnig 74kg í snörun í sama þyngdar og aldursflokki en hún lyfti líka 88kg í jafnhendingu. Filippa fær því jafnhendingarmetið og metið í samanlögðu en Katla heldur metinu í snörun svo það marg borgaði sig að hafa hækkað um 1kg í loka tilraun.

Advertisements

Jólamótið: Úrslit

Úrslit úr Jólamótinu eru kominn í gagnagrunn sambandsins: http://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2017

Top 3 KVK:

# Nafn Lið Líkamsþ. Samtals Sinclair
1 Aníta Líf Aradóttir LFG F 67,40 186,0 234,4
2 Katla Björk Ketilsdóttir UFN F 57,10 156,0 217,7
3 Birna Aradóttir LFR F 61,10 156,0 208,4

Top 3 KK:

# Nafn Lið Líkamsþ. Samtals Sinclair
1 Einar Ingi Jónsson LFR M 71,95 270,0 350,1
2 Árni Freyr Bjarnason LFK M 90,60 283,0 326,4
3 Birkir Örn Jónsson LFG M 81,40 259,0 314,1

 

Liðabikarinn fór til LFG eftir nokkuð harða keppni við LFR en heildar úrslit reiknuð í gegnum gruninn koma á næstu dögum. Hér má nálgast útreikninga úr liðakeppni.

Samtals
LFR 116
LFG 138
LFK 75
UMFN 40
LFH 58
Hengill 56
Ármann 24
LFM 11
KFA 7
LFA 7
Sindri 3

Lyftingafólk ársins 2017

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2017 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti frábært keppnisár sem hún kórónaði með því að ná 10.sæti í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri og fór með allar 6 keppnislyfturnar sínar í gegn.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar Erlu: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

Andri Gunnarsson (f. 1983) úr Lyftingafélagi Garðabæjar er lyftingakarl ársins 2017 en þetta er fjórða árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Hann varð Íslandsmeistari 2017 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 190kg í +105kg flokki karla sem bæði voru Íslandsmet. Hann bætti síðan um betur þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 195kg þegar hann varð í 17.sæti á Evrópumeistaramótinu sem haldi var í Krótatíu. Samanlagði árangur hans þar, 355kg, og stigaárangur er sá besti sem íslenskur karl hefur náð undanfarin 30 ár og náði hann með árangrinum svokölluðum Elit Pin (354kg) sem norðurlandasambandið afhendir en hann er fimmti íslenski einstaklingurinn til að hljóta nafnbótina.

Yfirlit yfir árangur Andra: http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson

Ungmenni ársins (kvennaflokkur)

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000), UMFN er ungmenni ársins í kvennaflokki. Katla Björk náði þeim frábæra árangri að verða 5. Í 63kg flokki á Evrópumeistaramóti Ungmenna (17 ára og yngri) sem fram fór í Kosovo. Katla Björk keppti einnig á Heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fór í Tælandi og endaði þar í 26.sæti í -58kg flokki. Þá varð Katla Björk Norðurlandameistari 17 ára og yngri í -63kg flokki. Þá varð hún Íslandsmeistari í -63kg flokki 17 ára og yngri og stigahæst stúlkna 17 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hennar á árinu var þegar hún snaraði nýju norðurlandameti í flokki 17 ára og yngri, 77kg og jafnhenti 88kg á EM ungmenna sem tryggðu henni 165kg samanlagt og 219,5 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Kötlu Bjarkar: http://results.lsi.is/lifter/katla-bjork-ketilsdottir

Ungmenni ársins (karlaflokkur)

Arnór Gauti Haraldsson (f. 1998), Lyftingafélagi Hafnarfjarðar er ungmenni ársins í karlaflokki. Arnór Gauti vann til silfurverðlauna í -85kg flokki á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Pori í Finnlandi en þar setti hann einnig Íslandsmet unglinga í snörun er hann lyfti 125kg. Þá varð Arnór Gauti Íslandsmeistari unglinga í -85kg flokki og stigahæstur drengja 20 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hans á árinu var 125kg í snörun og 142kg í jafnhendingu á NM unglinga sem tryggðu honum 267kg samanlagt og 322,2 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Arnórs Gauta: http://results.lsi.is/lifter/arnor-gauti-haraldsson

Jólamót: Skipting liða

Mikill fjöldi keppanda er skráður á Jólamótið, við minnum forsvaramenn félaganna á reglu 20 í mótareglum LSÍ:

Á mótum öðrum en innanfélagsmótum skulu aðildarfélög sjá um að dómarar úr þeirra félögum starfi á mótinu. Ef félagið getur ekki sent dómara þarf að senda starfsmann sem getur þá annað hvort verið lóðamaður eða á ritaraborði.
0-5 keppendur = 0 dómarar
6-10 keppendur = 1 dómari
11-15 keppendur = 2 dómarar
16 – 20 keppendur = 3 dómarar
21+ keppendur = 4 dómarar

Lista yfir dómara LSÍ má nálgast hér

Félag Fjöldi keppanda
LFR 17
LFK 13
LFG 14
Hengill 8
LFH 8
Ármann 3
UMFN 2
Umf Sindri 1
Samtals 66

Jólamótið: Tímaseðill og Skráningarlisti

Laugardagur 16.Desember
10:00-11:00 Vigtun KVK allir flokkar
12:00-13:50 Grúppa 1
14:00-15:40 Grúppa 2
15:50-17:00 Grúppa 3
Verðlaunaafhending KVK
Sunnudagur 17.Desember
10:00-11:00 Vigtun KK allir flokkar
12:00-13:30 Grúppa 1
13:40-14:50 Grúppa 2
15:00-17:00 Grúppa 3
Verðlaunaafhendingu Liðakeppni og KK

A

# Þyngdarflokkur Nafn Félag Grúppa
1 -48 Tinna María Stefnisdóttir LFR 1
2 -48 Ásrún Arna Sch Kristmundsdóttir LFK 1
3 -48 Líney Dan Gunnarsdóttir LFK 1
4 -48 Hrafnhildur Arnardóttir LFK 1
5 -53 Úlfhildur Unnarsdóttir LFG 1
6 -58 Agnes Ísabella Gunnarsdóttir LFH 1
7 -58 Svanhildur Vigfúsdóttir LFG 2
8 -58 Íris Ósk Jónsdóttir LFG 2
9 -58 Katla Björk Ketilsdóttir UMFN 2
10 -63 Birna Aradóttir LFR 2
11 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir LFK 2
12 -63 Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK 2
13 -63 Inga Lóa Marinósdóttir LFR 1
14 -63 Marsibil Hera Víkingsdóttir LFR 1
15 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir LFK 1
16 -63 Hanna Karen Ólafsdóttir LFK 1
17 -63 Sædís Lind Másdóttir Hengill 1
18 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir LFR 1
19 -63 Inga Arna Aradóttir LFR 1
20 -69 Margrét Þórhildur Maríudóttir LFK 3
21 -69 Birta Líf Þórarinsdóttir LFR 3
22 -69 Vigdís Hind Gísladóttir Hengill 3
23 -69 Eydís Arna Birgisdóttir Hengill 3
24 -69 Sólrún Ása Steinarsdóttir LFK 3
25 -69 Guðrún Kristín Kristinsdóttir LFK 3
26 -69 Thelma Hrund Helgadóttir Hengill 3
27 -69 Fanný Ruth Marínósdóttir LFH 3
28 -69 Aþena Eir Jónsdóttir UMFN 3
29 -69 Sunna Hrund Sverrisdóttir LFR 3
30 -69 Aníta Líf Aradóttir LFG 2
31 -69 Rakel Hlynsdóttir Hengill 2
32 -75 Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH 2
33 -75 Kristín Jakobsdóttir Ármann 2
34 -90 Birna Karlsdóttir LFG 2

A

# Þyngdarflokkur Nafn Félag Grúppa
1 -56kg Rökkvi Hrafn Guðnason LFR 1
2 -56kg Kristófer Guðmundsson LFG 1
3 -56kg Borgþór Jóhannsson LFG 1
4 -62kg Matthías Abel Einarsson Hengill 1
5 -69kg Róbert Þór Guðmarsson LFH 1
6 -69kg Guðbjartur Daníelsson Ármann 1
7 -77kg Brynjar Ari Magnússon LFH 1
8 -77kg Matthías Björn Gíslason LFH 1
9 -77kg Almar Kristmannson LFG 1
10 -77kg Benedikt Karlsson LFR 1
11 -77kg Árni Rúnar Baldursson Hengill 2
12 -77kg Einar ingi Jónsson LFR 2
13 -77kg Jón Kaldalóns Björnsson LFR 2
14 -77kg Axel Máni Hilmarsson LFR 2
15 -85kg Orri Bergmann Valtýrsson LFH 2
16 -85kg Birkir Örn Jónsson LFG 2
17 -85kg Daníel Ómar Guðmundsson LFR 2
18 -85kg Sveinn Atli Árnason LFK 2
19 -85kg Rúnar Kristmannsson LFG 2
20 -94kg Ragnar Gauti Haraldsson LFG 3
21 -94kg Veigar Ágústsson Hafþórsson LFH 3
22 -94kg Davíð Óskar Davíðsson LFG 3
23 -94kg Ingi Þór Hafdisarson LFR 3
24 -94kg Einar Alexander Haraldsson Hengill 3
25 -94kg Árni Freyr Bjarnason LFK 3
26 -94kg Árni Björn Kristjánsson LFG 3
27 -94kg Arnar Pálmi Guðmundsson LFK 3
28 -94kg Björn Jóhannsson LFG 3
29 -94kg Stefán Ernir Rossen LFR 3
30 -105kg Kristján Vilhelmsson Umf Sindri 3
31 -105kg Sigurjón Guðnason LFR 3
32 (+105kg) Ingvi Karl Jónsson Ármann 3

RIG: staða á boðslista fyrir loka mótið

Boð á RIG verður sent út til íslensku keppendanna eftir Jólamótið sem er síðasta mótið sem telur, árangur á árinu 2016 og 2017 gildir, átta bestu karlar og konur fá boð og síðan er farið niður listann þangað til búið er að manna keppenda hópinn. Staðan fyrir jólamótið er eftirfarandi:

Konur:

# Name Weight Total Sinclair
1 Þuríður Erla Helgadóttir 57.65 194 269.04
2 Björk Óðinsdóttir 62.82 194 254.69
3 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 68.9 201 250.18
4 Aníta Líf Aradóttir 66.25 190 241.73
5 Sólveig Sigurðardóttir 67.93 190 238.34
6 Hjördís Ósk Óskarsdóttir 62.58 176 234.93
7 Anna Hulda Ólafsdóttir 62.07 177 234.09
8 Jakobína Jónsdóttir 56.62 163 228.81
9 Freyja Mist Ólafsdóttir 78.8 196 228.11
10 Katla Björk Ketilsdóttir 61.5 165 219.47
11 Birna Aradóttir 61.21 162 216.12
12 Birna Blöndal Sveinsdóttir 52.55 146 216.01
13 Lilja Lind Helgadóttir 68.6 173 215.84
14 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 64.95 166 213.63
15 Karen Rós Sæmundardóttir 61.8 160 212.18
16 Oddrún Eik Gylfadóttir 57.3 150 208.87

Karlar:

# Name Weight Total Sinclair
1 Andri Gunnarsson 129.2 355 366.04
2 Einar Ingi Jónsson 72.45 267 344.77
3 Björgvin Karl Guðmundsson 84.65 285 339.03
4 Guðmundur Högni Hilmarsson 93.88 294 334.09
5 Ingólfur Þór Ævarsson 108.4 301 324.71
6 Bjarmi Hreinsson 94 285 323.69
7 Arnór Gauti Haraldsson 82.19 267 322.21
8 Daníel Róbertsson 81.55 265 321.04
9 Emil Ragnar Ægisson 76.1 255 320.31
10 Árni Rúnar Baldursson 73.15 247 317.19
11 Jakob Daníel Magnússon 87.2 262 307.39
12 Árni Freyr Bjarnason 91.05 265 305.02
13 Davíð Björnsson 79.5 248 304.36
14 Sindri Pétur Ingimundarson 85 256 303.94
15 Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld 76.25 242 303.65
16 Birkir Örn Jónsson 82.35 252 303.81

Staðan í liðakeppni eftir 2/3 mótum

Jólamótið er síðastamótið í Liðabikarnum, staðan að loknum 2 mótum er eftirfarandi og er staðan hnífjöfn:

Lið Stig
LFH 69
LFR 66
LFG 64
LFK 43
Hengill 39
UMFN 28
LFM 7
KFA 7
LF Austurlands 7
Ármann 5

Það er nokkuð öruggt að Lyftingadeild Ármanns mun ekki vinna stigabikarinn í ár líkt og tvö síðustu ár.

Ég vill hvetja alla til að kynna sér reglur liðabikarsins, en aðeins 2 keppendur frá hverju félagi geta talið til stiga í hverjum þyngdarflokki: https://lyftingar.wordpress.com/lidabikar-lsi/

Eftirfarandi fjöldi stiga er veittur:
1. sæti í þyngdarflokk fær 7 stig
2. sæti í þyngdarflokk fær 5 stig
3. sæti í þyngdarflokk fær 4 stig
4. sæti í þyngdarflokk fær 3 stig
5. sæti í þyngdarflokk fær 2 stig
6. sæti í þyngdarflokk fær 1 stig

HM í lyftingum: Loka Úrslit

 

Keppendur Íslands enduðu í eftirfarandi sætum:

Þuríður Erla Helgadóttir 10.sæti í -58kg flokk kvenna

Björk Óðinsdóttir 17.sæti í -63kg flokk kvenna

Sólveig Sigurðardóttir 14.sæti í -69kg flokk kvenna

Aníta Líf Aradóttir 15.sæti í -69kg flokk kvenna

Mbl gerði árangri íslendinga góð skil:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/12/01/anita_og_solveig_i_6_og_7_saeti/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/12/01/bjork_baetti_islandsmetin/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/11/29/thuridur_for_mikinn_i_kaliforniu/

Íþróttafréttir RÚV sýndu einnig lyftur af stelpunum:

Þuríður Erla 108kg, byrjar á mínútu 2:10

Björk, Aníta og Sólveig byrjar á mínútu 8:03

Mikið af myndum frá mótinu má nálgast hér

HM Dagur 3: Aníta og Sólveig ljúka keppni

Þær Aníta Líf Aradóttir og Sólveig Sigurðardóttir luku keppni á sínu fyrsta stórmóti í lyftingum í 7. og 6.sæti í B-grúppu í -69kg flokk af 8 keppendum.

Aníta opnaði á 78kg en rétt klikkaði á þeirri lyftu, lyfti henni síðan örugglega í annari tilraun en klikkaði á 81kg í þriðju tilraun.

Sólveig opnaði á 82kg sem er jafnt hennar besta á móti og klikkaði síðan 2x tæpt á 86kg.

Aníta opnaði örugglega á 100kg í jafnhendingu og Sólveig á 103kg en sólveig náði ekki að jarka þyngdinni. Aníta fór þá í 104kg sem hún lyfti létt og Sólveig fylgdi á eftir með 104kg, Sólveig fór síðan í 108kg sem var bæting um 1kg á hennar besta árangri á móti og einnig nýtt met í flokki 23 ára og yngri í -69kg kvenna. Aníta reyndi við nýtt íslandsmet 111kg í lokatilraun en það reyndist of þungt í dag.

Þetta mót mun fara í reynslubankann hjá þeim báðum og með þessu lýkur keppni Íslands á HM í lyftingum 2017. Heildarúrslit munu birtast í afreksgagnagrunni sambands um leið og úrslit koma á netið: http://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf-2017