Lyftingafólk ársins 2017

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2017 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti frábært keppnisár sem hún kórónaði með því að ná 10.sæti í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri og fór með allar 6 keppnislyfturnar sínar í gegn.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar Erlu: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

Andri Gunnarsson (f. 1983) úr Lyftingafélagi Garðabæjar er lyftingakarl ársins 2017 en þetta er fjórða árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Hann varð Íslandsmeistari 2017 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 190kg í +105kg flokki karla sem bæði voru Íslandsmet. Hann bætti síðan um betur þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 195kg þegar hann varð í 17.sæti á Evrópumeistaramótinu sem haldi var í Krótatíu. Samanlagði árangur hans þar, 355kg, og stigaárangur er sá besti sem íslenskur karl hefur náð undanfarin 30 ár og náði hann með árangrinum svokölluðum Elit Pin (354kg) sem norðurlandasambandið afhendir en hann er fimmti íslenski einstaklingurinn til að hljóta nafnbótina.

Yfirlit yfir árangur Andra: http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson

Ungmenni ársins (kvennaflokkur)

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000), UMFN er ungmenni ársins í kvennaflokki. Katla Björk náði þeim frábæra árangri að verða 5. Í 63kg flokki á Evrópumeistaramóti Ungmenna (17 ára og yngri) sem fram fór í Kosovo. Katla Björk keppti einnig á Heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fór í Tælandi og endaði þar í 26.sæti í -58kg flokki. Þá varð Katla Björk Norðurlandameistari 17 ára og yngri í -63kg flokki. Þá varð hún Íslandsmeistari í -63kg flokki 17 ára og yngri og stigahæst stúlkna 17 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hennar á árinu var þegar hún snaraði nýju norðurlandameti í flokki 17 ára og yngri, 77kg og jafnhenti 88kg á EM ungmenna sem tryggðu henni 165kg samanlagt og 219,5 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Kötlu Bjarkar: http://results.lsi.is/lifter/katla-bjork-ketilsdottir

Ungmenni ársins (karlaflokkur)

Arnór Gauti Haraldsson (f. 1998), Lyftingafélagi Hafnarfjarðar er ungmenni ársins í karlaflokki. Arnór Gauti vann til silfurverðlauna í -85kg flokki á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Pori í Finnlandi en þar setti hann einnig Íslandsmet unglinga í snörun er hann lyfti 125kg. Þá varð Arnór Gauti Íslandsmeistari unglinga í -85kg flokki og stigahæstur drengja 20 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hans á árinu var 125kg í snörun og 142kg í jafnhendingu á NM unglinga sem tryggðu honum 267kg samanlagt og 322,2 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Arnórs Gauta: http://results.lsi.is/lifter/arnor-gauti-haraldsson

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s