RIG 2018: Úrslit

Heildarúrslit frá RIG 2018 má nálgast hér: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2018

Útsending RÚV: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/reykjavikurleikarnir-2018/20180128-1

Sjá umfjöllun mbl hér að neðan og í hlekknum: https://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2018/01/28/sex_islandsmet_i_olympiskum_lyftingum/

Sex Íslands­met voru sleg­in í Ólymp­ísk­um lyft­ing­um á WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games í Laug­ar­dals­höll í dag. Keppt var í svo­kallaðri Sincla­ir stiga­keppni þar sem lík­amsþyngd kepp­enda og heild­arþyngd sem þeir lyfta reikn­ast upp í ákveðinn stiga­fjölda.

Þuríður Erla Helga­dótt­ir (LFK) sýndi það og sannaði í dag að hún er besta lyft­inga­kona lands­ins. Hún lyfti 5 af 6 lyft­um og sigraði með því að snara 84kg og jafn­henta 101kg. Önnur var hin finnska Sa­ara Leskin­en sem lyfti sömu þyngd­um og Þuríður en hún var aðeins þyngri, Sa­ara átti góða til­raun við 109kg í loka­lyft­unni. Þriðja varð Aníta Líf Ara­dótt­ir (LFG). Birna Ara­dótt­ir (LFR) varð fjórða og setti ís­lands­met ung­linga 20 ára og yngri í jafn­end­ingu þegar hún lyfti 89kg í ann­arri til­raun.

Í karla­keppn­inni var keppn­in mjög hörð og nokk­ur ný Íslands­met féllu. Ein­ar Ingi Jóns­son (LFR) sigraði með því að snara nýju Íslands­meti, 119kg í ann­arri til­raun, og reyndi við bæt­ingu á meti í þriðju, 121kg, sem hann náði ekki. Hann lyfti síðan 145kg í opn­un­ar lyft­unni í jafn­hend­ingu en Ein­ar vigt­ast aðeins um 70kg. Hann reyndi tví­veg­is við bæt­ingu á ís­lands­met­inu 153kg og var ná­lægt því.

Í öðru sæti nokkuð óvænt var Bjarmi Hreins­son (LFR) sem varð hálf­gerður senuþjóf­ur móts­ins þegar hann tví­bætti Íslands­metið í snör­un í -94kg flokki karla, fyrst með 135kg og síðan 137kg. Hann var síðan mjög nærri því að falla úr keppni í jafn­hött­un þegar hann klikkaði á 155kg og 158kg áður en hann lyfti 158kg sem tryggði hon­um silfrið og nýtt Íslands­met í sam­an­lögðum ár­angri 295kg.

Þriðji varð Jere Johans­son frá Finn­landi sem lyfti þyngst 126kg í snör­un. Eft­ir að hafa opnað á 150kg í jafn­hött­un átti hann góða til­raun við 154kg sem kviðdóm­ur dæmdi af hon­um og notaði hann síðustu til­raun­ina til að reyna að sigra Ein­ar með því að lyfta 157kg sem hann náði ekki.

Birk­ir Örn Jóns­son jafn­henti 152kg sem var nýtt Íslands­met í -85kg flokki 23 ára og yngri en hann varð í 6.sæti.

 

Advertisements

RIG 2018: Keppendalist

RIG fer fram Sunnudaginn 28.Janúar frá 10-13 í Laugardalshöll.

Sýnt verður svo beint frá keppninni á RÚV í samantekt kl.14:50

Keppendalistinn er klár

Konur Félag/Land Snörun /Jafnhending
Þuríður Erla Helgadóttir 1991 ARM 86/108 @ -58kg
Saara Leskinen 1993 FIN 89/108 @ -63kg
Katla Björk Ketilsdóttir 2000 UMFN 77/88 @ -63kg
Neta Bronstein 1989 ISR 72/92 @ -63kg
Birna Aradóttir 1999 LFR 75/87 @ -63kg
Katrín Vilhjálmsdóttir 1986 KFA 66/90 @ -63kg
Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG 82/108 @ -69kg
Lilja Lind Helgadóttir 1996 LFG 80/103 @ -69kg
Rakel Hlynsdóttir 1993 Hengill 73/90 @ -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir 1993 LFH 72/98 @ -75kg
Karlar
Einar Ingi Jónsson 1996 LFR 118/152 @ -77kg
Yoav Sorek 1983 ISR 118/148 @ -77kg
Árni Rúnar Baldursson 1995 Hengill 112/135 @ -77kg
Birkir Örn Jónsson 1995 LFG 116/147 @ -85kg
Davíð Björnsson 1995 LFG 109/140 @ -85kg
Daníel Róbertsson 1991 LFK 120/145 @ -85kg
Jere Johansson 1987 FIN 126/156 @ -85kg
Árni Freyr Bjarnason 1988 LFK 126/157 @ -94kg
Bjarmi Hreinsson 1992 LFR 136/153 @ -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA 130/171 @ +105kg

Lyftingaþing 2018

Lyftingaþing 2018 verður haldið í húsakynnum ÍSÍ Laugardaginn 17.Mars milli 10-13.

Boð mun vera sent út til aðildafélaga á næstu dögum með frekari upplýsingum.

Tillögur að laga [1] og leikreglna [2] breytingum mega berast á asgeir@lsi.is eða lsi@lsi.is, einnig óskum við eftir því að einstaklingar gefi kost á sér í stjórn.

[1] https://lyftingar.wordpress.com/log-lsi/

[2] https://lyftingar.wordpress.com/motareglur-lsi/